Lífið

Idol-stjarna eignast stelpu

MYNDIR / CARLY SMITHSON
Idol-stjarnan Carly Smithson eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Todd í lok septembermánaðar. Parið fékk stúlku sem þau hafa nefnt Oliviu Mabel Smithson.

Carly, sem komst í úrslit í sjöundu seríunni af American Idol, tilkynnti gleðifregnirnar á Twitter og deildi mynd af frumburðinum.

"Ég vil kynna ykkur öll fyrir nýja barninu mínu," skrifaði Carly.

Eftir Idolið tók þessi írska söngkona höndum saman við fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Evanescence og myndaði bandið We Are the Fallen.

Lífið óskar parinu innilega til hamingju!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.