Lífið

Tannlaus bolabítur

Pink hlær að því að hafa verið valin í hóp valdamestu stjarna heims.
Pink hlær að því að hafa verið valin í hóp valdamestu stjarna heims. nordicphotos/getty
Söngkonunni Pink þykir fyndið að hún hafi verið í hópi valdamestu stjarna heims samkvæmt Forbes.

„Ég hugsa stundum um það og finnst það hlægilegt. Mér finnst ég valdamikil sem kona og mannvera en ég skilgreini vald ekki í sama skilningi og Forbes gerði," sagði söngkonan.

Hún viðurkennir einnig að hafa upplifað sig hjálparlausa á tímabilum og því hafi hún og eiginmaður hennar leitað til ráðgjafa.

„Manni finnst maður viðkvæmur, hjálparlaus og óttasleginn. Ég er bolabítur, en tannlaus bolabítur. Þegar ég bít þá er ég í raun að biðja um ást og athygli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.