Lífið

Ekkja Patrick Swayze deitar á ný

MYND / COVER MEDIA
Lisa Niemi, sem var gift leikaranum Patrick Swayze heitnum í 34 ár, er byrjuð að deita á ný. Sá heppni er skartgripahönnuðurinn Albert DePrisco en þau hittust í afmæli Lisu.

Lisa stóð við hlið Patricks, sem lést í september árið 2009, allan tímann sem hann barðist við krabbamein og afhjúpaði vaxstyttu af leikaranum í Hollywood síðasta haust. Þá tjáði hún sig um manninn sem hún elskaði svo mikið en missti alltof snemma.

"Það var ljóst að einhver hafði sett mikla ást í þessa styttu fyrir mann sem ég elskaði mjög mikið. Ég veit að ég er sterk núna. Ég á nokkra góða daga og það gefur mér von um fleiri góða tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.