Fleiri fréttir Sagt að Amy hafi tekið of stóran skammt af eiturlyfjum Dauði Amy Winhouse er enn óupplýstur. Hún fannst á heimili sínu í norður-London, látin, 27 ára að aldri. Í erlendum fjölmiðlum er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefnum. Amy Winhouse átti í sífelldri baráttu við ávanabindandi efni og fór sú barátta fram fyrir allra augum. 24.7.2011 09:34 Reynslubolti ráðinn dagskrárstjóri „Þetta var einfaldlega áskorun sem ég gat ekki skorast undan,“ segir Hilmar Björnsson, nýráðinn dagskrárstjóri sjónvarpstöðvarinnar Skjár einn. 24.7.2011 09:00 Kærastan beið úti Michael Sheen mun eiga í vandræðum með barnsmóður sína, leikkonuna Kate Beckinsale, og núverandi kærustu sína, leikkonuna Rachel McAdams. Samkvæmt In Touch Weekly semur Beckinsale ekki vel við McAdams. 23.7.2011 19:30 Innileg með Badgley Leikkonan Zoe Kravitz hefur tvisvar sést í slagtogi við Gossip Girl-stjörnuna Penn Badgley. Kravitz er í sambandi með írska leikaranum Michael Fassbender. 23.7.2011 17:00 Eyjamenn með allar klær úti í lundaleit fyrir Þjóðhátíð „Ég og fjölskylda mín eldum alltaf lunda á Þjóðhátíð og höfum oft boðið fólki upp á hann. Í ár þarf maður að halda aðeins að sér höndum og bjóða fyrst sínum nánustu,“ segir Magnús Bragason, lundaverkandi í Vestmannaeyjum. 23.7.2011 15:00 Endurkoma í fjölmiðlaheiminn Fyrrum ritstjóri franska Vogue, Carine Roitfeld, er á leiðinni aftur í blöðin en hún hefur verið í pásu frá fjölmiðlaheiminum síðan henni var sagt upp hjá franska Vogue. Roitfeld hefur tekið að sér að stílisera myndaþátt með stjörnuljósmyndaranum Mario Testino í V Magazine. 23.7.2011 13:00 Óskarsverðlaunahafi á Café Rosenberg Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard heldur tónleika á Café Rosenberg, þriðjudagskvöldið 26. júlí, en hann kemur einnig fram á Bræðslunni í kvöld. Glen er forsprakki hjómsveitarinnar The Swell Season sem hélt tónleika hér á landi í fyrra. Hljómsveitin hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lagið „Falling Slowly“ úr kvikmyndinni „Once“, en lagið hlaut verðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Glen Hansard hefur undanfarið verið að hita upp fyrir forsprakka Pearl Jam, Eddie Vedder, en sá síðarnefndi gaf nýlega út sólóplötuna „Ukulele Songs“. Miðasala fyrir tónleikana á Café Rosenberg hófst á fimmtudag, en aðeins 120 aðgöngumiðar voru í boði í forsölu og seldist upp á skömmum tíma. 23.7.2011 12:00 Féll þrjá metra í miðri sýningu „Ég var skíthræddur um að ég hefði slasað mig alveg hrikalega,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. 23.7.2011 10:00 Laðar að sér ferfætlinga í Róm „Ég veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo einstök,“ segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir tónlistarmaður sem búsett hefur verið í Róm síðastliðin ár. 23.7.2011 08:00 "Þarna verða allir snargeðveikir án þess að vera á eyrunum" "Þetta er hátíð fyrir þá sem telja að áfengi og hugleiðsla fari ekki saman, né fíkniefni og fjallganga og að það hæfi ekki að drekka í útilegum með börnum frekar en í fermingarveislum eða barnaafmælum," segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, um edrú útivistarhátíðina Sjálfstætt fólk sem haldinn verður að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina, 29. júlí til 1. ágúst. 22.7.2011 17:15 Vildi skilja um jólin Jennifer Lopez var orðin óhamingjusöm í hjónabandi sínu töluvert áður en hún sótti um skilnað. Lopez ætlaði að ljúka sambandinu um síðustu jól en Marc Anthony taldi hana á að leita til hjónabandsráðgjafa til að halda sambandinu gangandi. 22.7.2011 17:15 Upplifir sig sem Sherlock Holmes Söngkonan Joss Stone slapp með skrekkinn fyrir rúmum mánuði síðan þegar lögreglan handtók tvo menn í grennd við heimili hennar í Devon grunaða um að hafa ætlað að ræna henni. Stone tjáði sig nýverið um atburðinn og sagðist hafa upplifað sig sem Sherlock Holmes síðan þá. 22.7.2011 16:00 Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís „Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. 22.7.2011 15:00 Kennir Qi Gong á útihátíð „Þetta er ekki leikfimi heldur lífsmáti og snýst um að læra að gera það sem við getum ekki verið án, að anda,“ segir Gunnar Eyjólfsson um æfingar og hugmyndafræði Qi Gong. Gunnar verður á útihátíðinni Sjálfstætt fólk að Hvölum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina til að kenna og kynna æfingarnar. 22.7.2011 14:00 Eygló Gunnþórsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu Eygló Gunnþórsdóttir opnaði sína fyrstu málverkasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur þann 15. júlí síðastliðinn og var vel mætt. Hún eyddi áður mestum hluta tíma síns í að vinna fyrir dóttur sína, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, en hefur nú látið listamannsdrauminn rætast. 22.7.2011 10:31 Gæti verið á leið í Playboy (myndband) "Ég er að taka þátt í keppni sem snýst um það að koma fram í Playboy og hosta partý á Playboy mansion hjá Hefner," segir Bryndís Gyða fyrirsæta í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í umrædda keppni. 22.7.2011 10:30 Kærir gallabuxnaframleiðanda Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur kært gallabuxnaframleiðandann Old Navy vegna auglýsingar þar sem tvífari hennar sést spóka sig um í gallabuxum frá fyrirtækinu. 22.7.2011 10:00 Gerir allt í hófi Sofia Vergara, sem hefur slegið í gegn í gamanþáttunum Modern Family, hefur vermt ýmsa lista yfir fegurstu konur heims. Leikkonan kvartar þó ekki undan því að vera nefnd kyntákn líkt og Jessica Biel og Megan Fox heldur segist njóta þess til hins ýtrasta. 22.7.2011 07:00 Pink prjónar Söngkonan Pink er farin að prjóna. Hin nýbakaða móðir þurfti að taka sér frí frá tónlistarferlinum til þess að sinna átta vikna gamalli dóttur sinni, Willow Sage, en hún ákvað að læra að prjóna í fríinu. 21.7.2011 20:00 Ömurlegur nágranni Nágrannar Chris Brown eru allt annað en ánægðir með kappann, en þeir seigja að Brown fái heimsóknir allan sólarhringinn og gestirnir séu allt annað en hljóðlátir. 21.7.2011 18:00 Leo hætti með Blake fyrir mömmu Leonardo DiCaprio er hættur með Blake Lively ef marka má slúðurmiðla vestanhafs. Ástæða sambandsslitanna ku vera móðir hans, Irmelin DiCaprio, en henni líkaði ekki vel við Gossip Girl-stjörnuna. Leonardo ákvað nýlega að kynna kærustuna fyrir móður sinni, en sagt er að þá hafi allt farið úrskeiðis. 21.7.2011 16:00 Beyoncé felldi tár Beyoncé Knowles felldi tár yfir texta lagsins "Runaway", en lagið gerði rapparinn Kanye West. Söngkonan grét þegar hún heyrði lagið, en þar sýnir Kanye á sér viðkvæmu hliðina. 21.7.2011 15:00 Synir Angelinu Jolie borða skordýr eins og snakk Synir Angelinu Jolie borða engisprettur eins og Doritos-snakk. Hinn níu ára gamli Maddox og hinn sjö ára Pax borða skordýrin með bestu lyst, en báðir eru þeir ættleiddir synir Jolie. 21.7.2011 14:00 Ridley Scott sólginn í fisk Leikstjórinn frægi Ridley Scott ku vera sólginn í fisk og í Reykjavík hefur hann farið tvisvar á veitingastaðinn Fiskmarkaðinn. 21.7.2011 13:15 James Franco á lausu James Franco er einhleypur. Leikarinn hefur staðfest að fimm ára sambandi hans og leikkonunnar Ahna O´Reilly sé lokið, án þess þó að segja nákvæmlega hvenær leiðir þeirra skildu. "Sambandið er búið. Það stóð yfir í fjögur eða fimm ár. Við bjuggum saman í Los Angeles og fluttum síðan til New York til að fara í skóla í tvö ár. Svo skráði ég mig í frekara nám í Yale. Það var kornið sem fyllti mælinn hjá henni," sagði James í viðtali við karlatímaritið Playboy. 21.7.2011 13:00 Uppvakningar kynna land og þjóð „Ég hef mjög gaman af því að teikna zombía og hef verið mikið zombí-nörd lengi," segir Hugleikur Dagsson, en hann myndskreytti bókina Zombie Iceland eftir Nönnu Árnadóttur og kemur sagan út í dag. 21.7.2011 12:00 Bryndís Jakobs komst inn í eftirsótt nám í Köben "Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. 21.7.2011 11:32 Nýtt lag frá Chili Peppers Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers hefur sent frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sinni. Lagið nefnist The Adventures of Rain Dance Maggie. 20.7.2011 17:15 Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20.7.2011 15:00 Norðmenn hrifnir af sönghópi Sönghópurinn Þrjár raddir & Beatur er alfarið fluttur til Óslóar eftir að hafa starfað í Noregi með hléum síðan í september. Hópurinn leikur og syngur í nýrri auglýsingu fyrir franska bílaframleiðandann Peugeot eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu. 20.7.2011 13:30 Erpur dæmir norræna rapparakeppni „Keppnin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér á framfæri," segir rapparinn Erpur Eyvindarson. 20.7.2011 12:15 Þórunn Erna: Gott að hafa nóg fyrir stafni „Þegar mér bauðst hlutverkið í Gulleyjunni var ég ekki lengi að stökkva á það," segir Þórunn Erna Clausen en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd uppi í sumarbústað. 20.7.2011 10:45 Marc Anthony sagður valdasjúkur Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. 20.7.2011 09:45 Hollywood að hætti Andreu „Við förum í sparifötin og þetta verður ekta Hollywood-stemning," segir Andrea Gylfadóttir sem í kvöld flytur ýmsar af perlum kvikmyndatónlistarinnar á Café Rosenberg. 20.7.2011 09:08 Kim Kardashian giftist í ágúst Kim Kardashian ætlar að bjóða 1.000 gestum hið minnsta í brúðkaup sitt og Kris Humphries. Parið hefur ákveðið að festa ráð sitt hinn 20. ágúst og ætlar Kim að gera sem allra mest úr brúðkaupinu. 19.7.2011 20:00 Kate þykir of grönn Kate Middleton þykir orðin afskaplega grannvaxin og velta slúðurblöðin því nú fyrir sér hvort stúlkan þjáist af átröskun. Prinsessan heimsótti Bandaríkin nýverið ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins, og var parið myndað hvert sem það fór. 19.7.2011 17:00 Fátt kom á óvart í Emmy-tilnefningum Emmy-tilnefningarnar árið 2011 voru gerðar opinberar fyrir skömmu og var fátt sem kom á óvart í þeim efnum. Sjónvarpsþættirnir Boardwalk Empire, Dexter, Friday Night Lights, Game of Thrones, Good Wife og Mad Men keppa um verðlaunin sem besti sjónvarpsþátturinn á meðan Big Bang Theory, Glee, Modern Family, The Office, Parks and Recreation og 30 Rock voru tilnefndir sem bestu gamanþættirnir. 19.7.2011 14:00 Heimsendir er í nánd Þessa dagana fara fram í Arnarholti á Kjalarnesi tökur á nýjustu afurð leikstjórans Ragnars Bragasonar, sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem verður sýnd á Stöð 2 í haust. Eftir vinsældir Vaktaþátta hans má búast við mikilli eftirvæntingu meðal áhorfenda. 19.7.2011 12:30 Lamar Odom biður fyrir fjölskyldu fimmtán ára barns Fimmtán ára gamall piltur sem slasaðist þegar bíl Lamars Odom, körfuboltamanns hjá LA Lakers, var ekið á hann er látinn. 19.7.2011 11:06 Barnalán hjá söngkonu Sönkonan Védís Hervör Árnadóttir á von á sínu öðru barni í lok árs. Fyrir á Védís tveggja ára son með unnusta sínum Þórhalli Bergmann. Það verður því í nógu að snúast hjá parinu á næstunni. 19.7.2011 11:00 Fjölmenni í garðveislu Sólin skein skært á íbúa höfuðborgarsvæðisins um helgina. Stuðmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon hefði ekki getað pantað betra veður í hina árlegu garðveislu Félags tónskálda og textahöfunda. 19.7.2011 11:00 Láttu konuna mína í friði! Brestir virðast vera komnir í samband glamúrparsins Ashley Cole og Cheryl Cole. Cheryl brá sér til Los Angeles á dögunum. Það síðasta sem hann bjóst við að heyra var rödd Dereks Hough, en hann er fyrrverandi unnusti Cheryl. Ashley brá heldur betur I brún þegar Derek svaraði símanum. "Hvern fjandann ert þú að gera þarna?‟ sagði hann við Derek, sem rétti Cheryl símann í snarhasti. 19.7.2011 10:58 J Lo sökuð um framhjáhald Slúðurpressan veltir fyrir sér hvers vegna Jennifer Lopez skyldi við eiginmann sinn, Marc Anthony, á dögunum. Nú segir tímaritið OK að komnar séu af stað sögusagnir um framhjáhald. 19.7.2011 10:54 Þungarokkarar safna fyrir Danmerkurferð Íslensku þungarokkshljómsveitinni Atrum hefur verið boðið að spila á Wacken Open Air hátíðinni í Danmörku sem fer fram í lok þessa mánaðar. Þar mun hljómsveitin stíga á stokk með íslensku hljómsveitinni Darknote en það mun vera í fyrsta skiptið sem þessar sveitir spila saman erlendis. Þar munu hljómsveitirnar spila með The Monolith Deathcult, sem spilaði hér á landi á Eistnaflugi í sumar, á 650 manna tónleikastað, The Rock í Kaupmannahöfn. 19.7.2011 10:30 Bjartmar í VIP-partíi Steinda "Það verða þvílík "legend“ að troða upp,“ segir Steindi Jr., sem á föstudagskvöld fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Án djóks – Samt djók, á skemmtistaðnum Austur. 19.7.2011 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Sagt að Amy hafi tekið of stóran skammt af eiturlyfjum Dauði Amy Winhouse er enn óupplýstur. Hún fannst á heimili sínu í norður-London, látin, 27 ára að aldri. Í erlendum fjölmiðlum er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefnum. Amy Winhouse átti í sífelldri baráttu við ávanabindandi efni og fór sú barátta fram fyrir allra augum. 24.7.2011 09:34
Reynslubolti ráðinn dagskrárstjóri „Þetta var einfaldlega áskorun sem ég gat ekki skorast undan,“ segir Hilmar Björnsson, nýráðinn dagskrárstjóri sjónvarpstöðvarinnar Skjár einn. 24.7.2011 09:00
Kærastan beið úti Michael Sheen mun eiga í vandræðum með barnsmóður sína, leikkonuna Kate Beckinsale, og núverandi kærustu sína, leikkonuna Rachel McAdams. Samkvæmt In Touch Weekly semur Beckinsale ekki vel við McAdams. 23.7.2011 19:30
Innileg með Badgley Leikkonan Zoe Kravitz hefur tvisvar sést í slagtogi við Gossip Girl-stjörnuna Penn Badgley. Kravitz er í sambandi með írska leikaranum Michael Fassbender. 23.7.2011 17:00
Eyjamenn með allar klær úti í lundaleit fyrir Þjóðhátíð „Ég og fjölskylda mín eldum alltaf lunda á Þjóðhátíð og höfum oft boðið fólki upp á hann. Í ár þarf maður að halda aðeins að sér höndum og bjóða fyrst sínum nánustu,“ segir Magnús Bragason, lundaverkandi í Vestmannaeyjum. 23.7.2011 15:00
Endurkoma í fjölmiðlaheiminn Fyrrum ritstjóri franska Vogue, Carine Roitfeld, er á leiðinni aftur í blöðin en hún hefur verið í pásu frá fjölmiðlaheiminum síðan henni var sagt upp hjá franska Vogue. Roitfeld hefur tekið að sér að stílisera myndaþátt með stjörnuljósmyndaranum Mario Testino í V Magazine. 23.7.2011 13:00
Óskarsverðlaunahafi á Café Rosenberg Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard heldur tónleika á Café Rosenberg, þriðjudagskvöldið 26. júlí, en hann kemur einnig fram á Bræðslunni í kvöld. Glen er forsprakki hjómsveitarinnar The Swell Season sem hélt tónleika hér á landi í fyrra. Hljómsveitin hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lagið „Falling Slowly“ úr kvikmyndinni „Once“, en lagið hlaut verðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Glen Hansard hefur undanfarið verið að hita upp fyrir forsprakka Pearl Jam, Eddie Vedder, en sá síðarnefndi gaf nýlega út sólóplötuna „Ukulele Songs“. Miðasala fyrir tónleikana á Café Rosenberg hófst á fimmtudag, en aðeins 120 aðgöngumiðar voru í boði í forsölu og seldist upp á skömmum tíma. 23.7.2011 12:00
Féll þrjá metra í miðri sýningu „Ég var skíthræddur um að ég hefði slasað mig alveg hrikalega,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. 23.7.2011 10:00
Laðar að sér ferfætlinga í Róm „Ég veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo einstök,“ segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir tónlistarmaður sem búsett hefur verið í Róm síðastliðin ár. 23.7.2011 08:00
"Þarna verða allir snargeðveikir án þess að vera á eyrunum" "Þetta er hátíð fyrir þá sem telja að áfengi og hugleiðsla fari ekki saman, né fíkniefni og fjallganga og að það hæfi ekki að drekka í útilegum með börnum frekar en í fermingarveislum eða barnaafmælum," segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, um edrú útivistarhátíðina Sjálfstætt fólk sem haldinn verður að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina, 29. júlí til 1. ágúst. 22.7.2011 17:15
Vildi skilja um jólin Jennifer Lopez var orðin óhamingjusöm í hjónabandi sínu töluvert áður en hún sótti um skilnað. Lopez ætlaði að ljúka sambandinu um síðustu jól en Marc Anthony taldi hana á að leita til hjónabandsráðgjafa til að halda sambandinu gangandi. 22.7.2011 17:15
Upplifir sig sem Sherlock Holmes Söngkonan Joss Stone slapp með skrekkinn fyrir rúmum mánuði síðan þegar lögreglan handtók tvo menn í grennd við heimili hennar í Devon grunaða um að hafa ætlað að ræna henni. Stone tjáði sig nýverið um atburðinn og sagðist hafa upplifað sig sem Sherlock Holmes síðan þá. 22.7.2011 16:00
Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís „Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. 22.7.2011 15:00
Kennir Qi Gong á útihátíð „Þetta er ekki leikfimi heldur lífsmáti og snýst um að læra að gera það sem við getum ekki verið án, að anda,“ segir Gunnar Eyjólfsson um æfingar og hugmyndafræði Qi Gong. Gunnar verður á útihátíðinni Sjálfstætt fólk að Hvölum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina til að kenna og kynna æfingarnar. 22.7.2011 14:00
Eygló Gunnþórsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu Eygló Gunnþórsdóttir opnaði sína fyrstu málverkasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur þann 15. júlí síðastliðinn og var vel mætt. Hún eyddi áður mestum hluta tíma síns í að vinna fyrir dóttur sína, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, en hefur nú látið listamannsdrauminn rætast. 22.7.2011 10:31
Gæti verið á leið í Playboy (myndband) "Ég er að taka þátt í keppni sem snýst um það að koma fram í Playboy og hosta partý á Playboy mansion hjá Hefner," segir Bryndís Gyða fyrirsæta í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í umrædda keppni. 22.7.2011 10:30
Kærir gallabuxnaframleiðanda Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur kært gallabuxnaframleiðandann Old Navy vegna auglýsingar þar sem tvífari hennar sést spóka sig um í gallabuxum frá fyrirtækinu. 22.7.2011 10:00
Gerir allt í hófi Sofia Vergara, sem hefur slegið í gegn í gamanþáttunum Modern Family, hefur vermt ýmsa lista yfir fegurstu konur heims. Leikkonan kvartar þó ekki undan því að vera nefnd kyntákn líkt og Jessica Biel og Megan Fox heldur segist njóta þess til hins ýtrasta. 22.7.2011 07:00
Pink prjónar Söngkonan Pink er farin að prjóna. Hin nýbakaða móðir þurfti að taka sér frí frá tónlistarferlinum til þess að sinna átta vikna gamalli dóttur sinni, Willow Sage, en hún ákvað að læra að prjóna í fríinu. 21.7.2011 20:00
Ömurlegur nágranni Nágrannar Chris Brown eru allt annað en ánægðir með kappann, en þeir seigja að Brown fái heimsóknir allan sólarhringinn og gestirnir séu allt annað en hljóðlátir. 21.7.2011 18:00
Leo hætti með Blake fyrir mömmu Leonardo DiCaprio er hættur með Blake Lively ef marka má slúðurmiðla vestanhafs. Ástæða sambandsslitanna ku vera móðir hans, Irmelin DiCaprio, en henni líkaði ekki vel við Gossip Girl-stjörnuna. Leonardo ákvað nýlega að kynna kærustuna fyrir móður sinni, en sagt er að þá hafi allt farið úrskeiðis. 21.7.2011 16:00
Beyoncé felldi tár Beyoncé Knowles felldi tár yfir texta lagsins "Runaway", en lagið gerði rapparinn Kanye West. Söngkonan grét þegar hún heyrði lagið, en þar sýnir Kanye á sér viðkvæmu hliðina. 21.7.2011 15:00
Synir Angelinu Jolie borða skordýr eins og snakk Synir Angelinu Jolie borða engisprettur eins og Doritos-snakk. Hinn níu ára gamli Maddox og hinn sjö ára Pax borða skordýrin með bestu lyst, en báðir eru þeir ættleiddir synir Jolie. 21.7.2011 14:00
Ridley Scott sólginn í fisk Leikstjórinn frægi Ridley Scott ku vera sólginn í fisk og í Reykjavík hefur hann farið tvisvar á veitingastaðinn Fiskmarkaðinn. 21.7.2011 13:15
James Franco á lausu James Franco er einhleypur. Leikarinn hefur staðfest að fimm ára sambandi hans og leikkonunnar Ahna O´Reilly sé lokið, án þess þó að segja nákvæmlega hvenær leiðir þeirra skildu. "Sambandið er búið. Það stóð yfir í fjögur eða fimm ár. Við bjuggum saman í Los Angeles og fluttum síðan til New York til að fara í skóla í tvö ár. Svo skráði ég mig í frekara nám í Yale. Það var kornið sem fyllti mælinn hjá henni," sagði James í viðtali við karlatímaritið Playboy. 21.7.2011 13:00
Uppvakningar kynna land og þjóð „Ég hef mjög gaman af því að teikna zombía og hef verið mikið zombí-nörd lengi," segir Hugleikur Dagsson, en hann myndskreytti bókina Zombie Iceland eftir Nönnu Árnadóttur og kemur sagan út í dag. 21.7.2011 12:00
Bryndís Jakobs komst inn í eftirsótt nám í Köben "Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. 21.7.2011 11:32
Nýtt lag frá Chili Peppers Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers hefur sent frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sinni. Lagið nefnist The Adventures of Rain Dance Maggie. 20.7.2011 17:15
Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20.7.2011 15:00
Norðmenn hrifnir af sönghópi Sönghópurinn Þrjár raddir & Beatur er alfarið fluttur til Óslóar eftir að hafa starfað í Noregi með hléum síðan í september. Hópurinn leikur og syngur í nýrri auglýsingu fyrir franska bílaframleiðandann Peugeot eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu. 20.7.2011 13:30
Erpur dæmir norræna rapparakeppni „Keppnin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér á framfæri," segir rapparinn Erpur Eyvindarson. 20.7.2011 12:15
Þórunn Erna: Gott að hafa nóg fyrir stafni „Þegar mér bauðst hlutverkið í Gulleyjunni var ég ekki lengi að stökkva á það," segir Þórunn Erna Clausen en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd uppi í sumarbústað. 20.7.2011 10:45
Marc Anthony sagður valdasjúkur Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. 20.7.2011 09:45
Hollywood að hætti Andreu „Við förum í sparifötin og þetta verður ekta Hollywood-stemning," segir Andrea Gylfadóttir sem í kvöld flytur ýmsar af perlum kvikmyndatónlistarinnar á Café Rosenberg. 20.7.2011 09:08
Kim Kardashian giftist í ágúst Kim Kardashian ætlar að bjóða 1.000 gestum hið minnsta í brúðkaup sitt og Kris Humphries. Parið hefur ákveðið að festa ráð sitt hinn 20. ágúst og ætlar Kim að gera sem allra mest úr brúðkaupinu. 19.7.2011 20:00
Kate þykir of grönn Kate Middleton þykir orðin afskaplega grannvaxin og velta slúðurblöðin því nú fyrir sér hvort stúlkan þjáist af átröskun. Prinsessan heimsótti Bandaríkin nýverið ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins, og var parið myndað hvert sem það fór. 19.7.2011 17:00
Fátt kom á óvart í Emmy-tilnefningum Emmy-tilnefningarnar árið 2011 voru gerðar opinberar fyrir skömmu og var fátt sem kom á óvart í þeim efnum. Sjónvarpsþættirnir Boardwalk Empire, Dexter, Friday Night Lights, Game of Thrones, Good Wife og Mad Men keppa um verðlaunin sem besti sjónvarpsþátturinn á meðan Big Bang Theory, Glee, Modern Family, The Office, Parks and Recreation og 30 Rock voru tilnefndir sem bestu gamanþættirnir. 19.7.2011 14:00
Heimsendir er í nánd Þessa dagana fara fram í Arnarholti á Kjalarnesi tökur á nýjustu afurð leikstjórans Ragnars Bragasonar, sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem verður sýnd á Stöð 2 í haust. Eftir vinsældir Vaktaþátta hans má búast við mikilli eftirvæntingu meðal áhorfenda. 19.7.2011 12:30
Lamar Odom biður fyrir fjölskyldu fimmtán ára barns Fimmtán ára gamall piltur sem slasaðist þegar bíl Lamars Odom, körfuboltamanns hjá LA Lakers, var ekið á hann er látinn. 19.7.2011 11:06
Barnalán hjá söngkonu Sönkonan Védís Hervör Árnadóttir á von á sínu öðru barni í lok árs. Fyrir á Védís tveggja ára son með unnusta sínum Þórhalli Bergmann. Það verður því í nógu að snúast hjá parinu á næstunni. 19.7.2011 11:00
Fjölmenni í garðveislu Sólin skein skært á íbúa höfuðborgarsvæðisins um helgina. Stuðmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon hefði ekki getað pantað betra veður í hina árlegu garðveislu Félags tónskálda og textahöfunda. 19.7.2011 11:00
Láttu konuna mína í friði! Brestir virðast vera komnir í samband glamúrparsins Ashley Cole og Cheryl Cole. Cheryl brá sér til Los Angeles á dögunum. Það síðasta sem hann bjóst við að heyra var rödd Dereks Hough, en hann er fyrrverandi unnusti Cheryl. Ashley brá heldur betur I brún þegar Derek svaraði símanum. "Hvern fjandann ert þú að gera þarna?‟ sagði hann við Derek, sem rétti Cheryl símann í snarhasti. 19.7.2011 10:58
J Lo sökuð um framhjáhald Slúðurpressan veltir fyrir sér hvers vegna Jennifer Lopez skyldi við eiginmann sinn, Marc Anthony, á dögunum. Nú segir tímaritið OK að komnar séu af stað sögusagnir um framhjáhald. 19.7.2011 10:54
Þungarokkarar safna fyrir Danmerkurferð Íslensku þungarokkshljómsveitinni Atrum hefur verið boðið að spila á Wacken Open Air hátíðinni í Danmörku sem fer fram í lok þessa mánaðar. Þar mun hljómsveitin stíga á stokk með íslensku hljómsveitinni Darknote en það mun vera í fyrsta skiptið sem þessar sveitir spila saman erlendis. Þar munu hljómsveitirnar spila með The Monolith Deathcult, sem spilaði hér á landi á Eistnaflugi í sumar, á 650 manna tónleikastað, The Rock í Kaupmannahöfn. 19.7.2011 10:30
Bjartmar í VIP-partíi Steinda "Það verða þvílík "legend“ að troða upp,“ segir Steindi Jr., sem á föstudagskvöld fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Án djóks – Samt djók, á skemmtistaðnum Austur. 19.7.2011 10:00