Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2025 20:03 Katrín og Stefán í Ásaskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem eru með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áhugi á ræktun rósa er alltaf að aukast í görðum landsmanna og eru garðeigendur oft að ná ótrúlega góðum árangri með ræktunina. Gott dæmi um það er garður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem eru um þrjú hundruð mismunandi tegundir af rósum ræktaðar. Norrænir rósadagar hafa staðið yfir á Íslandi síðustu daga þar sem fjölmargir erlendir gestir komu til landsins til að hlusta á fræðsluerindi um rósarækt og skoða fallega rósagarða á höfuðborgarsvæðinu, Vestur- og Norðurlandi og á Suðurlandi. Hópurinn heimsótti meðal annars glæsilegan rósagarð um helgina hjá hjónunum í Ásaskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en það eru þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson. „Þegar við fórum að skipuleggja garðinn þá fórum við að hugsa um hvaða plöntum við ættum að setja og væru fallegar og það er náttúrulega ekkert fallegra en rósir. Þær eru komnar nærri þrjú hundruð,“ segir Katrín. Og eru þær að standa sig vel hérna í Skeiða og Gnúpverjahreppi eða hvað? „Já, þetta eru náttúrulega bestu skilyrði á landinu, nei, en við njótum góðra daga á sumrin þegar þeir koma en það sem er kannski helst að stríða okkur er næturfrost á vorin, sem er meira hérna en við sjávarsíðuna,“ segir Stefán. Ein af rósunum í garðinum í Ásaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar rósirnar í Ásaskóla eru merktar en eitt beð vekur sérstaka athygli en það er F-lykilinn en þá er vísa til tónlistarinnar enda hjónin mikið tónlistarfólk. „Í það fær ekki að fara neitt nema rósir, sem heita einhverju, sem tengist músík. Mozart er þarna og Consert og Píanó og meira að segja Ringó og Elvis og Roken roll. Þetta eru rósir, sem eru í því beði og það lítur út eins og F-lykilinn í músíkinni,“ segir Katrín alsæl. Norrænu rósadagarnir er viðburður sem haldinn er annað hvert ár af Norræna rósafélaginu og aðildarfélögum þess á Norðurlöndum. Viðburðurinn færist á milli Norðurlandanna fimm: Svíþjóðar, Íslands, Finnlands, Noregs og Danmerkur. „Rósaklúbburinn er ofvirkur klúbbur, sem er innan Garðyrkjufélagsins en hefur ákveðið sjálfstæði og þar er drífandi fólk eins og Ásta og fleiri,” segir Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands. „Þetta er fólkið, sem ræktar blómin, sem við deilum með vinum okkar og ættingjum þegar við gleðjumst. Þetta er blómið sem ilmar, sem gefur gleði með litum og þetta er blómið, sem stingur líka, sem man eftir að maður er lifandi, þetta er bara yndislegasta blóm á jörðinni,” segir Ásta Þorleifsdóttir, formaður Norræna Rósaklúbbsins. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands (t.h.) og Ásta Þorleifsdóttir, formaður Norræna Rósaklúbbsins, sem eru mjög ánægðar með hvað Norrænu rósadagarnir tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rósirnar í Ásaskóla eru alltaf mikið myndaðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásaskóli, sem er heimili Katrínar og Stefáns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Garðyrkja Blóm Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Norrænir rósadagar hafa staðið yfir á Íslandi síðustu daga þar sem fjölmargir erlendir gestir komu til landsins til að hlusta á fræðsluerindi um rósarækt og skoða fallega rósagarða á höfuðborgarsvæðinu, Vestur- og Norðurlandi og á Suðurlandi. Hópurinn heimsótti meðal annars glæsilegan rósagarð um helgina hjá hjónunum í Ásaskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en það eru þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson. „Þegar við fórum að skipuleggja garðinn þá fórum við að hugsa um hvaða plöntum við ættum að setja og væru fallegar og það er náttúrulega ekkert fallegra en rósir. Þær eru komnar nærri þrjú hundruð,“ segir Katrín. Og eru þær að standa sig vel hérna í Skeiða og Gnúpverjahreppi eða hvað? „Já, þetta eru náttúrulega bestu skilyrði á landinu, nei, en við njótum góðra daga á sumrin þegar þeir koma en það sem er kannski helst að stríða okkur er næturfrost á vorin, sem er meira hérna en við sjávarsíðuna,“ segir Stefán. Ein af rósunum í garðinum í Ásaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar rósirnar í Ásaskóla eru merktar en eitt beð vekur sérstaka athygli en það er F-lykilinn en þá er vísa til tónlistarinnar enda hjónin mikið tónlistarfólk. „Í það fær ekki að fara neitt nema rósir, sem heita einhverju, sem tengist músík. Mozart er þarna og Consert og Píanó og meira að segja Ringó og Elvis og Roken roll. Þetta eru rósir, sem eru í því beði og það lítur út eins og F-lykilinn í músíkinni,“ segir Katrín alsæl. Norrænu rósadagarnir er viðburður sem haldinn er annað hvert ár af Norræna rósafélaginu og aðildarfélögum þess á Norðurlöndum. Viðburðurinn færist á milli Norðurlandanna fimm: Svíþjóðar, Íslands, Finnlands, Noregs og Danmerkur. „Rósaklúbburinn er ofvirkur klúbbur, sem er innan Garðyrkjufélagsins en hefur ákveðið sjálfstæði og þar er drífandi fólk eins og Ásta og fleiri,” segir Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands. „Þetta er fólkið, sem ræktar blómin, sem við deilum með vinum okkar og ættingjum þegar við gleðjumst. Þetta er blómið sem ilmar, sem gefur gleði með litum og þetta er blómið, sem stingur líka, sem man eftir að maður er lifandi, þetta er bara yndislegasta blóm á jörðinni,” segir Ásta Þorleifsdóttir, formaður Norræna Rósaklúbbsins. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands (t.h.) og Ásta Þorleifsdóttir, formaður Norræna Rósaklúbbsins, sem eru mjög ánægðar með hvað Norrænu rósadagarnir tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rósirnar í Ásaskóla eru alltaf mikið myndaðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásaskóli, sem er heimili Katrínar og Stefáns.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Garðyrkja Blóm Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun