Fleiri fréttir Þriggja daga Blúshátíð Reykjavíkur Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Kr. Ólafsson á Blúshátíð Reykjavíkur sem stóð yfir í þrjá daga á Reykjavík Hilton Nordica á dögunum en fullt var út úr dyrum öll kvöldin. Eins og myndirnar sýna var gríðarlega góð stemning á meðal flytjenda og áhorfenda, ekki síst þegar stórstjörnur hátíðarinnar, þeir Vasti Jackson og Marquise Knox slógust í hóp stærri og smærri listamanna í litlum bluesbar sem hafði verið útbúinn í hliðarsal hótelsins. Þar hélt blúsinn áfram fram á rauða nótt eftir hverja tónleika. Aðrir sem komu fram voru Blue Ice band (skipað þeim Halldóri Bragasyni, Guðmundur Péturssyni, Davíð Þór Jónssyni, Róbert Þórhallssyni, Birgi Baldurssyni og Óskari Guðjónssyni), Björgvin Halldórsson, Páll Rósinikranz, Blúsmafían (skipuð Þóri Baldurssyni, Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Jóhanni Hjörleifssyni og Óskari Guðjónssyni) Ferlegheit, Klassart og Stone Stones. Jóhanna Guðrún og Elvar Örn Friðriksson ásamt hljómsveit tóku lagið með stæl sem sérlegir ungliðar hátíðarinnar og svo hljómsveitirnar Lame Dudes, Devil's train, VOR og fleiri og fleiri. 28.4.2011 20:30 Árni Sveinsson frumsýnir nýja mynd í Hörpu Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson er að leggja lokahönd á heimildarmyndina Video, sem fjallar um stöðu tónlistarmyndbandsins í dag. Myndin verður frumsýnd í bíósal Hörpunnar 16. maí og verður hún eingöngu sýnd þar. „Tónlistarmyndbandið er ungt form en hefur samt breyst ótrúlega mikið,“ segir Árni, sem síðast leikstýrði vel heppnaðri heimildarmynd um Ragga Bjarna. „Það er ekkert svo langt síðan útlit var fyrir að það væri að deyja drottni sínum. Stóru fyrirtækin voru efins um að setja peninga í þessi myndbönd því stóru stöðvarnar eins og MTV voru að hrynja,“ bætir hann við. 28.4.2011 20:00 Felix og Greifarnir mætast í Popppunkti "Við Felix [Bergsson] erum byrjaðir að bóka, það verða ýmsar kempur í þessum þáttum sem hafa ekki verið áður," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Upptökur á sjöundu seríunni af Popppunkti hefjast 18. maí en þættirnir fara í loftið hinn 28. maí. Þessi spurningakeppni íslenskra poppara hefur notið mikilla vinsælda, meira en hundrað þættir hafa verið framleiddir og það verður enginn hörgull á stórstjörnum í þessari þáttaröð. 28.4.2011 19:00 Leita arftaka Kalla Berndsen Karl Berndsen er hættur sem þáttastjórnandi Nýs Útlits á Skjá einum. Við spurðum Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur dagskrárstjóra Skjásins af hverju Karl væri hættur. "Það eru gríðarlega miklar annir hjá Kalla á Beauty Barnum sem krefjast meiri tíma frá honum. Því miður verður hann því að hverfa frá Skjá Einum til að sinna uppgangi stofunnar. Við erum ánægð með samstarfið við Kalla og vonum að honum og stofunni gangi sem best," svarar Kristjana. Mun Nýtt Útlit halda áfram? "Já, sjónvarpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum. Það munu vera "makeover" eins og áhorfendur eru vanir að sjá en einnig viðbót sem ekki hefur verið áður í þáttunum." Hver mun þá stýra þættinum? "Öllum breytingum fylgja líka tækifæri og við erum að skoða nýja þáttastjórnendur eins og er. Nú þegar höfum við komið auga á nokkra sem koma til greina," segir Kristjana. 28.4.2011 17:40 Þakíbúð í New York Meðfylgjandi má sjá myndir af þakíbúð á Broadway í New York sem Joel Sanders arkitekt hannaði. Eins og sjá má er íbúðin björt og áhersla lögð á að birtan utan frá njóti sín í þessu rými. 28.4.2011 16:34 Smokkar og tepokar konunglega merktir Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brota brot af því sem framleitt hefur verið í tilefni af konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer á morgun. Eins og sjá má á myndunum eru smokkar, dúkkur, brúðkaupspizzur, te, bjór og ælupokar sérmerktir brúðhjónunum fáanlegir í verslunum í tilefni morgundagsins. 28.4.2011 15:30 Góðlátlegt grín Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. 28.4.2011 15:00 Svona færðu stinnan rass og sléttan maga Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Helga Lind Björgvinsdóttir þjálfari í Hreyfingu nokkrar auðveldar en góðar æfingar til að styrkja maga, rass og læri. Æfingarnar eru tilvaldar til að gera heima í stofu. 28.4.2011 14:50 Morkinskinna kemur á óvart Morkinskinna kom nýverið út í tveggja binda útgáfu Íslenzkra fornrita. Ármann Jakobsson hefur unnið að útgáfu Morkinskinnu undanfarin átta ár, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson. „Morkinskinna var ekki mikils metin, menn hneigðust til að líta á hana sem samsteypuhandrit sem hefði ekki gildi í sjálfu sér,“ segir Ármann Jakobsson, doktor í íslensku og dósent í íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Ármann hefur undanfarin átta ár unnið að útgáfu ritsins, sem spannar sögu Noregskonunga frá því um 1030 þegar Ólafur helgi féll og til ársins 1157 þegar Eysteinn Haraldsson var höggvinn. 28.4.2011 14:30 Fleet Foxes full af sjálfri sér Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. 28.4.2011 14:00 Geimveruslagur í vestrinu og aðrar stórmyndir sumarsins Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðnar gamanmyndir eða framhaldsmyndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrirtækjum. 28.4.2011 14:00 Vinsælastur allra á Íslandi og í Ameríku Páfagauksmyndin Rio, þar sem Jesse Eisenberg og Anne Hathaway tala fyrir aðalpersónurnar, er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Þetta er hliðstætt því sem er að gerast í hinni stóru Ameríku en þar situr páfagaukurinn einnig í efsta sæti. Myndin er frá sömu framleiðendum og gerðu hinar vinsælu Ísaldarkvikmyndir og því er ekkert skrýtið að smáfólkið skuli flykkjast í bíó með foreldrum og forráðamönnum. 28.4.2011 13:00 Klæðnaður prinsessanna Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið. 28.4.2011 12:31 Brúðarkjóll Díönu prinsessu Rætt við David Emanuel um brúðarkjól Díönu prinsessu og viðburðaríkan aðdraganda brúðkaupsins. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. 28.4.2011 12:08 Laddi leikur galdrakarlinn í Oz „Mér líst bara vel á þetta enda er þetta heljarinnar stór sýning,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur galdrakarlinn í Oz í uppfærslu Borgarleikhússins sem frumsýnd verður í september á þessu ári. Bergur Ingólfsson leikstýrir sýningunni en það er Lára Jóhanna Jónsdóttir sem leikur Dóróteu. Alls koma 36 krakkar og atvinnuleikarar að sýningunni en hátt í fjögur þúsund börn mættu í prufur fyrr í vetur. Sérstakar persónur hafa löngum loðað við Ladda og þegar hann stígur á fjalirnar verða sérkennilegir karekterar oftast fyrir valinu. Hann hefur til að mynda leikið þjófaforingjann Fagin í Oliver Twist, Skrögg í Jólasögu Dickens og svo talaði hann auðvitað fyrir annan galdrakarl, Kjartan að nafni, sem lagði Strumpana í einelti. „Ég kann vel við þessar persónur og raunar er draumahlutverkið mitt að leika illmenni í kvikmynd. Ég hef rætt þetta við ansi marga en það hefur bara enginn hlustað.“ 28.4.2011 12:00 Legóbrúðkaup Vilhjálms og Kötu Gríðarstórt líkan af brúðkaupi Vilhjálms og Kötu hefur verið byggt úr Legókubbum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 180 þúsund Legókubbar fóru í smíðina og 400 Legókarlar tákna brúðkaupsgestina. Átta vikur tók að smíða líkanið sem verður til sýnis í Vísindasafninu í Manchester frá deginum í dag. 28.4.2011 10:51 Kóngafólkið setur upp hatta Fáir muna eftir skónum sem Díana prinsessa klæddist þegar hún gekk að eiga Karl og núna er veðjað á kórónuna sem Kate Middleton mun setja upp á morgun. Margir eru spenntir að sjá brúðarkjólinn sem Kate klæðist og stóra spurningin er hvaða hönnuður hannar kjólinn. Endalausar spekúlasjónir eru um hárgreiðslu brúðarinnar og að ekki sé minnst á skartið. Ekki má gleyma útvöldum gestunum sem verða 1900 talsins en hefðin er að konungbornar konur sem og aðrar sem fá að vera viðstaddar athöfnina setji upp skrautlega hatta í tilefni dagsins. Meðfylgjandi má skoða nokkra slíka. 28.4.2011 09:10 Eurovision-ævintýrið kostar 30 milljónir „Ferðakostnaðurinn hækkar töluvert á milli ára og stærstur hluti af því er gríðarlega hátt verð á hótelum í Düsseldorf,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Kostnaðurinn við Eurovision-þátttöku Íslands hækkar um fimm milljónir frá því sem var fyrir ári þegar Hera Björk og Örlygur Smári kepptu fyrir Íslands hönd. Hann er núna rétt rúmar þrjátíu milljónir króna en hefur undanfarin tvö ár verið 25 milljónir. „Auðvitað erum við spæld og það eru ábyggilega fleiri lönd í sömu stöðu og við. En svona er bara lífið og svona er þessi „bisness“. Svo má ekki gleyma því að hópurinn í ár er óvenju stór.“ 28.4.2011 09:00 Hér er svarið ef þú ert með krullur Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig hægt er að færa krulluðu hári raka, skerpa á krullunum og koma í veg fyrir að hárið verði úfið. Hún notar undraefni frá Aveda sem heitir Be Curly Style-Prep. Aveda á Facebook Aveda.is 28.4.2011 08:43 Þarf að læra Quarashi-lögin aftur Quarashi kemur saman á nýjan leik á Bestu útihátíðinni sem verður haldin í júlí. Söngvarinn Höskuldur Ólafsson snýr aftur eftir að hafa hætt óvænt árið 2003. Rappsveitin Quarashi, sem hætti störfum árið 2005, hefur ákveðið að snúa aftur og spila á Bestu útihátíðinni sem verður haldin aðra helgina í júlí. Tíðindin eru óvænt, sérstaklega í ljósi þess að forsprakkinn Sölvi Blöndal vísaði endurkomunni algjörlega á bug í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Endurkoma Quarashi er sérstök að því leyti að þetta verður í fyrsta skiptið sem rappararnir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted, Ómar "Swarez" Hauksson og Egill "Tiny" Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni. 28.4.2011 07:00 Íslensk kort ekki verið misnotuð Ekkert bendir enn til þess að íslensk greiðslukort hafi verið misnotuð eftir að persónuupplýsingum um Playstation 3 notendur sem keypt hafa vörur í gegnum netverslun var stolið í gegnum vef Sony. Alls eru um 77 milljónir notenda skráðar en ekki hefur verið upplýst hvort þjófnaðurinn náði til þeirra allra eða aðeins hluta. 28.4.2011 05:30 Vasadiskó - 2. þáttur - handritið Páskadagur - 24.apríl - kl. 15 - 17. Tim Hecker - In the fog II. Sá Agent Fresco á Sódóma daginn fyrir Skírdag. Nýi bassaleikarinn er magnaður. Bandið loksins orðið tilbúið til þess að sigra heiminn. 28.4.2011 00:01 Halldór Bjarki leikur á horn Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur framhaldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleikunum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengjakvartett og hljómsveitin Frjókorn. 28.4.2011 14:30 Húsmóðir Vesturports á fjölunum Nýr íslenskur gleðileikur verður frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Það er leikhópurinn Vesturport sem á heiðurinn að sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem hópurinn tekst á við gamanleikjaformið þar sem dyr "opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðalegt,“ eins og segir í fréttatilkynningu. 27.4.2011 12:30 Kate Hudson trúlofuð Leikkonan Kate Hudson og Muse tónlistarmaðurinn Matthew (Matt) Bellamy, sem eiga von á barni saman, eru trúlofuð. Kate tilkynnti trúlofunina í sjónvarpsþættinum Today show í vikunni eftir að spyrillinn spurði leikkonuna hvaðan demantshringurinn sem hún bar á baugfingri vinstri handar kæmi. Kate svaraði himinlifandi: Ég er trúlofuð! Það gerðist fyrir viku síðan. Ég er í skýjunum eins og þú sérð en ég hef ekki ennþá sent út fréttatilkynningu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nýjar myndir af Kate og Matt. 27.4.2011 18:20 Sjáðu hvað prinsessan er alltaf smart Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, 29 ára, verðandi eiginkonu Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar. Burtséð frá vinsældum má skoða þessa stórglæsilegu prinsessu sem er ávallt settleg og til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði í meðfylgjandi myndasafni. 27.4.2011 14:30 Sjálfmeðvitað splatter-fjör Scream 4 er fínasta framhaldsmynd. Courteney Cox, David Arquette og allt gamla gengið fær ágætis pláss í myndinni en aðeins hefur verið yngt upp í leikhópnum. 27.4.2011 14:00 Þetta er algjör snilld í hárið Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum hársnyrtistofunnar 101 Hárhönnun á Skólavörðustíg hvernig nota má undraefni frá Aveda í hárið sem kallast Pure Abundance. Sandra kryddar hárið með efninu sem gefur hárinu lygilega lyftingu með því að nudda púðrinu í hársvörðinn. 27.4.2011 12:48 Erindi Hönnuh Arendt við samtímann Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. 27.4.2011 11:30 Lindsay horfist í augu við sjálfa sig Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan hefur ákveðið að líta í eigin barm. Hún viðurkenndi í spjallþætti Jay Leno í gærkvöldi að hún hefði gert mörg mistök í lífi sínu. 27.4.2011 11:30 Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance "Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. "Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. 27.4.2011 11:00 Fjölbreyttir raftónar Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. 27.4.2011 10:30 Prinsessan pollróleg Á meðfylgjandi myndum má sjá Kate Middelton, 29 ára, með systur sinni sem heitir Pippa, yfirgefa heimili þeirra í Berkshire í gær og það væntanlega í síðasta sinn fyrir stóra daginn. Eins og sjá má virðist Kate vera pollróleg þrátt fyrir að eftir aðeins tvo daga gengur hún að eiga Vilhjálm bretaprins. Eldsnemma í morgun, klukkan 04:30, hófst lokaæfing hirðarinnar fyrir brúðkaupið. Garðyrkjumenn voru einnig snemma á ferðinni að koma trjám fyrir í Buckingham höllinni eins og sjá má í myndasafni. 27.4.2011 09:45 Airwaves reynir við Fleet Foxes „Fleet Foxes er flott band, Seattle er góð borg og það væri vissulega gaman að fá þá á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 27.4.2011 09:00 Stoltur af eiginkonunni Michael Douglas segir í nýjasta þætti Opruh Winfrey að hann sé ákaflega stoltur af eiginkonu sinni, Catherine Zeta-Jones. Hann sé hins vegar sorgmæddur yfir þeirri staðreynd að hún hafi verið neydd af fjölmiðlum til að ræða veikindi sín opinberlega. 27.4.2011 08:30 Á afskekktum stað Á afskekktum stað nefnist nýútkomin bók. Hún er byggð á samtölum við sex Austur-Skaftfellinga, þau Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörgu Zophoníasdóttur á Hala í Suðursveit, Þorvald Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. 27.4.2011 21:00 Dreymir stundum Nágranna Snjólaug Bragadóttir hefur þýtt alla sex þúsund þættina af Nágrönnum sem hafa verið sýndir á Stöð 2. Suma hverja hefur hún horft á tvisvar. Snjólaug segist ekki hafa orðið fyrir neinum skaða af því að horfa á Nágranna; þeir læðist reyndar stundum inn í draumana hennar. „Nei, það eru engar öfgar í þessum þáttum, þetta er bara venjulegt fólk þótt núna séu reyndar farnar að slæðast inn morðtilraunir og framhjáhald. Og þetta eru heldur ekki spillandi þættir, börnum er kennt að vera með hjálm og vera góð við dýrin." 27.4.2011 11:30 Tölvuþrjótar stálu upplýsingum frá notendum PlayStation Tölvurisinn Sony hefur varað viðskiptavini sína við því að tölvuþrjótar gætu hafa náð í viðkvæmar upplýsingar um þá sem nota PlayStation leikjatölvuna til þess að tengjast Netinu og spila við aðra tölvuleikjaáhugamenn. 26.4.2011 22:30 Mín loksins gengin út Söngkonan LeAnn Rimes og Eddie Cibrian kysstust fyrir nærstadda ljósmyndara eins og sjá má í myndasafni en þau giftu sig í látlausri athöfn með nánustu fjölskyldu og vinum föstudaginn síðasta. 26.4.2011 18:29 Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands stendur yfir þessa dagana í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Meðfylgjandi má sjá verk rúmlega sjötíu nemenda í hönnunar- og arkitektúrdeild og myndlistardeild skólans sem eru á sýningunni sem stendur yfir til 8. maí og er aðgangur að henni ókeypis.Útskriftarsýning 26.4.2011 16:57 Prinsessan hefur hrunið í þyngd Dyngjudömurnar Björk Eiðsdóttir og Nadia Katrín Banine spjalla um væntanlegt brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton sem gifta sig á föstudaginn kemur í meðfylgjandi myndskeiði. Þær eru sammála því að þyngdartap Kate tengist væntanlega gríðarlegu álagi sem hvílir á henni fyrir daginn stóra sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Þær ætla að kryfja brúðkaupið í þættinum þeirra Dyngjan klukkan 21:05 í kvöld á Skjá einum. 26.4.2011 14:09 Lady Gaga brotnar niður Stundum líður með eins og ég sé misheppnaður auli..." segir Lady Gaga meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði. Söngkonan brotnar niður því hún vill ekki bugast og bregðast aðdáendum sínum. Hún viðurkennir m.a. að henni líði oftar en ekki eins og þegar henni leið sem verst í menntaskóla. Um er að ræða klippu úr þætti sem verður frumsýndur 7. maí á HBO sjónvarpsstöðinni þar sem fylgst er með Lady Gaga á tónleikum. 26.4.2011 11:15 Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna "Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. 26.4.2011 07:00 Með endurkomu að hætti Travolta Björn Jörundur Friðbjörnsson, oftast kenndur við hljómsveitina Nýdönsk, hefur verið ráðinn í lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik. Björn mun leika smáglæpamanninn Skara Tattoo en upphaflega stóð til að Hilmir Snær færi með hlutverkið. "Öll mín hlutverk í gegnum tíðina hafa komið þannig til að Hilmir hefur verið of upptekinn við að leika þau. Nema náttúrlega í Englunum, því þá lékum við saman,“ segir Björn á nokkuð kaldhæðinn hátt. Þetta verður fyrsta 26.4.2011 05:30 Leiðarljós snýr aftur á dagskrá "Við erum búin að reyna mikið og loksins tókst okkur að ná samningum til eins árs," segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Leiðarljós, sjónvarpssápan vinsæla, snýr aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins um leið og HM U-21 lýkur í lok júní. 26.4.2011 03:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þriggja daga Blúshátíð Reykjavíkur Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Kr. Ólafsson á Blúshátíð Reykjavíkur sem stóð yfir í þrjá daga á Reykjavík Hilton Nordica á dögunum en fullt var út úr dyrum öll kvöldin. Eins og myndirnar sýna var gríðarlega góð stemning á meðal flytjenda og áhorfenda, ekki síst þegar stórstjörnur hátíðarinnar, þeir Vasti Jackson og Marquise Knox slógust í hóp stærri og smærri listamanna í litlum bluesbar sem hafði verið útbúinn í hliðarsal hótelsins. Þar hélt blúsinn áfram fram á rauða nótt eftir hverja tónleika. Aðrir sem komu fram voru Blue Ice band (skipað þeim Halldóri Bragasyni, Guðmundur Péturssyni, Davíð Þór Jónssyni, Róbert Þórhallssyni, Birgi Baldurssyni og Óskari Guðjónssyni), Björgvin Halldórsson, Páll Rósinikranz, Blúsmafían (skipuð Þóri Baldurssyni, Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Jóhanni Hjörleifssyni og Óskari Guðjónssyni) Ferlegheit, Klassart og Stone Stones. Jóhanna Guðrún og Elvar Örn Friðriksson ásamt hljómsveit tóku lagið með stæl sem sérlegir ungliðar hátíðarinnar og svo hljómsveitirnar Lame Dudes, Devil's train, VOR og fleiri og fleiri. 28.4.2011 20:30
Árni Sveinsson frumsýnir nýja mynd í Hörpu Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson er að leggja lokahönd á heimildarmyndina Video, sem fjallar um stöðu tónlistarmyndbandsins í dag. Myndin verður frumsýnd í bíósal Hörpunnar 16. maí og verður hún eingöngu sýnd þar. „Tónlistarmyndbandið er ungt form en hefur samt breyst ótrúlega mikið,“ segir Árni, sem síðast leikstýrði vel heppnaðri heimildarmynd um Ragga Bjarna. „Það er ekkert svo langt síðan útlit var fyrir að það væri að deyja drottni sínum. Stóru fyrirtækin voru efins um að setja peninga í þessi myndbönd því stóru stöðvarnar eins og MTV voru að hrynja,“ bætir hann við. 28.4.2011 20:00
Felix og Greifarnir mætast í Popppunkti "Við Felix [Bergsson] erum byrjaðir að bóka, það verða ýmsar kempur í þessum þáttum sem hafa ekki verið áður," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Upptökur á sjöundu seríunni af Popppunkti hefjast 18. maí en þættirnir fara í loftið hinn 28. maí. Þessi spurningakeppni íslenskra poppara hefur notið mikilla vinsælda, meira en hundrað þættir hafa verið framleiddir og það verður enginn hörgull á stórstjörnum í þessari þáttaröð. 28.4.2011 19:00
Leita arftaka Kalla Berndsen Karl Berndsen er hættur sem þáttastjórnandi Nýs Útlits á Skjá einum. Við spurðum Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur dagskrárstjóra Skjásins af hverju Karl væri hættur. "Það eru gríðarlega miklar annir hjá Kalla á Beauty Barnum sem krefjast meiri tíma frá honum. Því miður verður hann því að hverfa frá Skjá Einum til að sinna uppgangi stofunnar. Við erum ánægð með samstarfið við Kalla og vonum að honum og stofunni gangi sem best," svarar Kristjana. Mun Nýtt Útlit halda áfram? "Já, sjónvarpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum. Það munu vera "makeover" eins og áhorfendur eru vanir að sjá en einnig viðbót sem ekki hefur verið áður í þáttunum." Hver mun þá stýra þættinum? "Öllum breytingum fylgja líka tækifæri og við erum að skoða nýja þáttastjórnendur eins og er. Nú þegar höfum við komið auga á nokkra sem koma til greina," segir Kristjana. 28.4.2011 17:40
Þakíbúð í New York Meðfylgjandi má sjá myndir af þakíbúð á Broadway í New York sem Joel Sanders arkitekt hannaði. Eins og sjá má er íbúðin björt og áhersla lögð á að birtan utan frá njóti sín í þessu rými. 28.4.2011 16:34
Smokkar og tepokar konunglega merktir Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brota brot af því sem framleitt hefur verið í tilefni af konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer á morgun. Eins og sjá má á myndunum eru smokkar, dúkkur, brúðkaupspizzur, te, bjór og ælupokar sérmerktir brúðhjónunum fáanlegir í verslunum í tilefni morgundagsins. 28.4.2011 15:30
Góðlátlegt grín Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. 28.4.2011 15:00
Svona færðu stinnan rass og sléttan maga Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Helga Lind Björgvinsdóttir þjálfari í Hreyfingu nokkrar auðveldar en góðar æfingar til að styrkja maga, rass og læri. Æfingarnar eru tilvaldar til að gera heima í stofu. 28.4.2011 14:50
Morkinskinna kemur á óvart Morkinskinna kom nýverið út í tveggja binda útgáfu Íslenzkra fornrita. Ármann Jakobsson hefur unnið að útgáfu Morkinskinnu undanfarin átta ár, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson. „Morkinskinna var ekki mikils metin, menn hneigðust til að líta á hana sem samsteypuhandrit sem hefði ekki gildi í sjálfu sér,“ segir Ármann Jakobsson, doktor í íslensku og dósent í íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Ármann hefur undanfarin átta ár unnið að útgáfu ritsins, sem spannar sögu Noregskonunga frá því um 1030 þegar Ólafur helgi féll og til ársins 1157 þegar Eysteinn Haraldsson var höggvinn. 28.4.2011 14:30
Fleet Foxes full af sjálfri sér Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. 28.4.2011 14:00
Geimveruslagur í vestrinu og aðrar stórmyndir sumarsins Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðnar gamanmyndir eða framhaldsmyndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrirtækjum. 28.4.2011 14:00
Vinsælastur allra á Íslandi og í Ameríku Páfagauksmyndin Rio, þar sem Jesse Eisenberg og Anne Hathaway tala fyrir aðalpersónurnar, er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Þetta er hliðstætt því sem er að gerast í hinni stóru Ameríku en þar situr páfagaukurinn einnig í efsta sæti. Myndin er frá sömu framleiðendum og gerðu hinar vinsælu Ísaldarkvikmyndir og því er ekkert skrýtið að smáfólkið skuli flykkjast í bíó með foreldrum og forráðamönnum. 28.4.2011 13:00
Klæðnaður prinsessanna Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið. 28.4.2011 12:31
Brúðarkjóll Díönu prinsessu Rætt við David Emanuel um brúðarkjól Díönu prinsessu og viðburðaríkan aðdraganda brúðkaupsins. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. 28.4.2011 12:08
Laddi leikur galdrakarlinn í Oz „Mér líst bara vel á þetta enda er þetta heljarinnar stór sýning,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur galdrakarlinn í Oz í uppfærslu Borgarleikhússins sem frumsýnd verður í september á þessu ári. Bergur Ingólfsson leikstýrir sýningunni en það er Lára Jóhanna Jónsdóttir sem leikur Dóróteu. Alls koma 36 krakkar og atvinnuleikarar að sýningunni en hátt í fjögur þúsund börn mættu í prufur fyrr í vetur. Sérstakar persónur hafa löngum loðað við Ladda og þegar hann stígur á fjalirnar verða sérkennilegir karekterar oftast fyrir valinu. Hann hefur til að mynda leikið þjófaforingjann Fagin í Oliver Twist, Skrögg í Jólasögu Dickens og svo talaði hann auðvitað fyrir annan galdrakarl, Kjartan að nafni, sem lagði Strumpana í einelti. „Ég kann vel við þessar persónur og raunar er draumahlutverkið mitt að leika illmenni í kvikmynd. Ég hef rætt þetta við ansi marga en það hefur bara enginn hlustað.“ 28.4.2011 12:00
Legóbrúðkaup Vilhjálms og Kötu Gríðarstórt líkan af brúðkaupi Vilhjálms og Kötu hefur verið byggt úr Legókubbum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 180 þúsund Legókubbar fóru í smíðina og 400 Legókarlar tákna brúðkaupsgestina. Átta vikur tók að smíða líkanið sem verður til sýnis í Vísindasafninu í Manchester frá deginum í dag. 28.4.2011 10:51
Kóngafólkið setur upp hatta Fáir muna eftir skónum sem Díana prinsessa klæddist þegar hún gekk að eiga Karl og núna er veðjað á kórónuna sem Kate Middleton mun setja upp á morgun. Margir eru spenntir að sjá brúðarkjólinn sem Kate klæðist og stóra spurningin er hvaða hönnuður hannar kjólinn. Endalausar spekúlasjónir eru um hárgreiðslu brúðarinnar og að ekki sé minnst á skartið. Ekki má gleyma útvöldum gestunum sem verða 1900 talsins en hefðin er að konungbornar konur sem og aðrar sem fá að vera viðstaddar athöfnina setji upp skrautlega hatta í tilefni dagsins. Meðfylgjandi má skoða nokkra slíka. 28.4.2011 09:10
Eurovision-ævintýrið kostar 30 milljónir „Ferðakostnaðurinn hækkar töluvert á milli ára og stærstur hluti af því er gríðarlega hátt verð á hótelum í Düsseldorf,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Kostnaðurinn við Eurovision-þátttöku Íslands hækkar um fimm milljónir frá því sem var fyrir ári þegar Hera Björk og Örlygur Smári kepptu fyrir Íslands hönd. Hann er núna rétt rúmar þrjátíu milljónir króna en hefur undanfarin tvö ár verið 25 milljónir. „Auðvitað erum við spæld og það eru ábyggilega fleiri lönd í sömu stöðu og við. En svona er bara lífið og svona er þessi „bisness“. Svo má ekki gleyma því að hópurinn í ár er óvenju stór.“ 28.4.2011 09:00
Hér er svarið ef þú ert með krullur Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig hægt er að færa krulluðu hári raka, skerpa á krullunum og koma í veg fyrir að hárið verði úfið. Hún notar undraefni frá Aveda sem heitir Be Curly Style-Prep. Aveda á Facebook Aveda.is 28.4.2011 08:43
Þarf að læra Quarashi-lögin aftur Quarashi kemur saman á nýjan leik á Bestu útihátíðinni sem verður haldin í júlí. Söngvarinn Höskuldur Ólafsson snýr aftur eftir að hafa hætt óvænt árið 2003. Rappsveitin Quarashi, sem hætti störfum árið 2005, hefur ákveðið að snúa aftur og spila á Bestu útihátíðinni sem verður haldin aðra helgina í júlí. Tíðindin eru óvænt, sérstaklega í ljósi þess að forsprakkinn Sölvi Blöndal vísaði endurkomunni algjörlega á bug í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Endurkoma Quarashi er sérstök að því leyti að þetta verður í fyrsta skiptið sem rappararnir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted, Ómar "Swarez" Hauksson og Egill "Tiny" Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni. 28.4.2011 07:00
Íslensk kort ekki verið misnotuð Ekkert bendir enn til þess að íslensk greiðslukort hafi verið misnotuð eftir að persónuupplýsingum um Playstation 3 notendur sem keypt hafa vörur í gegnum netverslun var stolið í gegnum vef Sony. Alls eru um 77 milljónir notenda skráðar en ekki hefur verið upplýst hvort þjófnaðurinn náði til þeirra allra eða aðeins hluta. 28.4.2011 05:30
Vasadiskó - 2. þáttur - handritið Páskadagur - 24.apríl - kl. 15 - 17. Tim Hecker - In the fog II. Sá Agent Fresco á Sódóma daginn fyrir Skírdag. Nýi bassaleikarinn er magnaður. Bandið loksins orðið tilbúið til þess að sigra heiminn. 28.4.2011 00:01
Halldór Bjarki leikur á horn Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur framhaldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleikunum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengjakvartett og hljómsveitin Frjókorn. 28.4.2011 14:30
Húsmóðir Vesturports á fjölunum Nýr íslenskur gleðileikur verður frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Það er leikhópurinn Vesturport sem á heiðurinn að sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem hópurinn tekst á við gamanleikjaformið þar sem dyr "opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðalegt,“ eins og segir í fréttatilkynningu. 27.4.2011 12:30
Kate Hudson trúlofuð Leikkonan Kate Hudson og Muse tónlistarmaðurinn Matthew (Matt) Bellamy, sem eiga von á barni saman, eru trúlofuð. Kate tilkynnti trúlofunina í sjónvarpsþættinum Today show í vikunni eftir að spyrillinn spurði leikkonuna hvaðan demantshringurinn sem hún bar á baugfingri vinstri handar kæmi. Kate svaraði himinlifandi: Ég er trúlofuð! Það gerðist fyrir viku síðan. Ég er í skýjunum eins og þú sérð en ég hef ekki ennþá sent út fréttatilkynningu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nýjar myndir af Kate og Matt. 27.4.2011 18:20
Sjáðu hvað prinsessan er alltaf smart Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, 29 ára, verðandi eiginkonu Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar. Burtséð frá vinsældum má skoða þessa stórglæsilegu prinsessu sem er ávallt settleg og til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði í meðfylgjandi myndasafni. 27.4.2011 14:30
Sjálfmeðvitað splatter-fjör Scream 4 er fínasta framhaldsmynd. Courteney Cox, David Arquette og allt gamla gengið fær ágætis pláss í myndinni en aðeins hefur verið yngt upp í leikhópnum. 27.4.2011 14:00
Þetta er algjör snilld í hárið Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum hársnyrtistofunnar 101 Hárhönnun á Skólavörðustíg hvernig nota má undraefni frá Aveda í hárið sem kallast Pure Abundance. Sandra kryddar hárið með efninu sem gefur hárinu lygilega lyftingu með því að nudda púðrinu í hársvörðinn. 27.4.2011 12:48
Erindi Hönnuh Arendt við samtímann Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. 27.4.2011 11:30
Lindsay horfist í augu við sjálfa sig Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan hefur ákveðið að líta í eigin barm. Hún viðurkenndi í spjallþætti Jay Leno í gærkvöldi að hún hefði gert mörg mistök í lífi sínu. 27.4.2011 11:30
Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance "Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. "Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. 27.4.2011 11:00
Fjölbreyttir raftónar Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. 27.4.2011 10:30
Prinsessan pollróleg Á meðfylgjandi myndum má sjá Kate Middelton, 29 ára, með systur sinni sem heitir Pippa, yfirgefa heimili þeirra í Berkshire í gær og það væntanlega í síðasta sinn fyrir stóra daginn. Eins og sjá má virðist Kate vera pollróleg þrátt fyrir að eftir aðeins tvo daga gengur hún að eiga Vilhjálm bretaprins. Eldsnemma í morgun, klukkan 04:30, hófst lokaæfing hirðarinnar fyrir brúðkaupið. Garðyrkjumenn voru einnig snemma á ferðinni að koma trjám fyrir í Buckingham höllinni eins og sjá má í myndasafni. 27.4.2011 09:45
Airwaves reynir við Fleet Foxes „Fleet Foxes er flott band, Seattle er góð borg og það væri vissulega gaman að fá þá á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 27.4.2011 09:00
Stoltur af eiginkonunni Michael Douglas segir í nýjasta þætti Opruh Winfrey að hann sé ákaflega stoltur af eiginkonu sinni, Catherine Zeta-Jones. Hann sé hins vegar sorgmæddur yfir þeirri staðreynd að hún hafi verið neydd af fjölmiðlum til að ræða veikindi sín opinberlega. 27.4.2011 08:30
Á afskekktum stað Á afskekktum stað nefnist nýútkomin bók. Hún er byggð á samtölum við sex Austur-Skaftfellinga, þau Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörgu Zophoníasdóttur á Hala í Suðursveit, Þorvald Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. 27.4.2011 21:00
Dreymir stundum Nágranna Snjólaug Bragadóttir hefur þýtt alla sex þúsund þættina af Nágrönnum sem hafa verið sýndir á Stöð 2. Suma hverja hefur hún horft á tvisvar. Snjólaug segist ekki hafa orðið fyrir neinum skaða af því að horfa á Nágranna; þeir læðist reyndar stundum inn í draumana hennar. „Nei, það eru engar öfgar í þessum þáttum, þetta er bara venjulegt fólk þótt núna séu reyndar farnar að slæðast inn morðtilraunir og framhjáhald. Og þetta eru heldur ekki spillandi þættir, börnum er kennt að vera með hjálm og vera góð við dýrin." 27.4.2011 11:30
Tölvuþrjótar stálu upplýsingum frá notendum PlayStation Tölvurisinn Sony hefur varað viðskiptavini sína við því að tölvuþrjótar gætu hafa náð í viðkvæmar upplýsingar um þá sem nota PlayStation leikjatölvuna til þess að tengjast Netinu og spila við aðra tölvuleikjaáhugamenn. 26.4.2011 22:30
Mín loksins gengin út Söngkonan LeAnn Rimes og Eddie Cibrian kysstust fyrir nærstadda ljósmyndara eins og sjá má í myndasafni en þau giftu sig í látlausri athöfn með nánustu fjölskyldu og vinum föstudaginn síðasta. 26.4.2011 18:29
Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands stendur yfir þessa dagana í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Meðfylgjandi má sjá verk rúmlega sjötíu nemenda í hönnunar- og arkitektúrdeild og myndlistardeild skólans sem eru á sýningunni sem stendur yfir til 8. maí og er aðgangur að henni ókeypis.Útskriftarsýning 26.4.2011 16:57
Prinsessan hefur hrunið í þyngd Dyngjudömurnar Björk Eiðsdóttir og Nadia Katrín Banine spjalla um væntanlegt brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton sem gifta sig á föstudaginn kemur í meðfylgjandi myndskeiði. Þær eru sammála því að þyngdartap Kate tengist væntanlega gríðarlegu álagi sem hvílir á henni fyrir daginn stóra sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Þær ætla að kryfja brúðkaupið í þættinum þeirra Dyngjan klukkan 21:05 í kvöld á Skjá einum. 26.4.2011 14:09
Lady Gaga brotnar niður Stundum líður með eins og ég sé misheppnaður auli..." segir Lady Gaga meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði. Söngkonan brotnar niður því hún vill ekki bugast og bregðast aðdáendum sínum. Hún viðurkennir m.a. að henni líði oftar en ekki eins og þegar henni leið sem verst í menntaskóla. Um er að ræða klippu úr þætti sem verður frumsýndur 7. maí á HBO sjónvarpsstöðinni þar sem fylgst er með Lady Gaga á tónleikum. 26.4.2011 11:15
Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna "Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. 26.4.2011 07:00
Með endurkomu að hætti Travolta Björn Jörundur Friðbjörnsson, oftast kenndur við hljómsveitina Nýdönsk, hefur verið ráðinn í lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik. Björn mun leika smáglæpamanninn Skara Tattoo en upphaflega stóð til að Hilmir Snær færi með hlutverkið. "Öll mín hlutverk í gegnum tíðina hafa komið þannig til að Hilmir hefur verið of upptekinn við að leika þau. Nema náttúrlega í Englunum, því þá lékum við saman,“ segir Björn á nokkuð kaldhæðinn hátt. Þetta verður fyrsta 26.4.2011 05:30
Leiðarljós snýr aftur á dagskrá "Við erum búin að reyna mikið og loksins tókst okkur að ná samningum til eins árs," segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Leiðarljós, sjónvarpssápan vinsæla, snýr aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins um leið og HM U-21 lýkur í lok júní. 26.4.2011 03:30