Lífið

Leita arftaka Kalla Berndsen

Karl Berndsen, Rafn Rafnsson, Guðlaugur M. Einarsson og Bjarki Guðjónsson.
Karl Berndsen, Rafn Rafnsson, Guðlaugur M. Einarsson og Bjarki Guðjónsson.
Karl Berndsen er hættur sem þáttastjórnandi Nýs Útlits á Skjá einum. Við spurðum Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur dagskrárstjóra Skjásins af hverju Karl væri hættur.

„Það eru gríðarlega miklar annir hjá Kalla á Beauty Barnum sem krefjast meiri tíma frá honum. Því miður verður hann því að hverfa frá Skjá Einum til að sinna uppgangi stofunnar. Við erum ánægð með samstarfið við Kalla og vonum að honum og stofunni gangi sem best," svarar Kristjana.

Mun Nýtt Útlit halda áfram? „Já, sjónvarpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum. Það munu vera „makeover" eins og áhorfendur eru vanir að sjá en einnig viðbót sem ekki hefur verið áður í þáttunum."

Hver mun þá stýra þættinum? „Öllum breytingum fylgja líka tækifæri og við erum að skoða nýja þáttastjórnendur eins og er. Nú þegar höfum við komið auga á nokkra sem koma til greina," segir Kristjana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.