Með endurkomu að hætti Travolta 26. apríl 2011 05:30 Björn Jörundur hefur ekki leikið í kvikmynd í níu ár, eða síðan hann var Önundur í Stellu í framboði. Hann leikur Skara Tattoo í Svörtum á leik. Fréttablaðið/Anton Björn Jörundur Friðbjörnsson, oftast kenndur við hljómsveitina Nýdönsk, hefur verið ráðinn í lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik. Björn mun leika smáglæpamanninn Skara Tattoo en upphaflega stóð til að Hilmir Snær færi með hlutverkið. „Öll mín hlutverk í gegnum tíðina hafa komið þannig til að Hilmir hefur verið of upptekinn við að leika þau. Nema náttúrlega í Englunum, því þá lékum við saman," segir Björn á nokkuð kaldhæðinn hátt. Þetta verður fyrsta kvikmyndahlutverk Björns í níu ár, allt frá því að hann lék í Stellu í framboði sem var frumsýnd 2002. Björn Jörundur hóf kvikmyndaferilinn reyndar á mjög eftirminnilegan hátt í Sódómu Reykjavík eftir Óskar Jónasson en eftir hana kom átta ára hlé. Árið 2000 fór Björn síðan á kostum í Englum alheimsins sem Viktor. Og næstu tvö árin lék Björn í næstum öllum íslensku kvikmyndunum sem framleiddar voru, fimm myndum alls, auk kvikmyndarinnar No Such Thing í leikstjórn Hal Hartley. „Ég kláraði skammtinn minn og menn þurftu ekkert lengur að nota mig. Núna kem ég hins vegar aftur og þá er bara að standa sig." Þórir Snær Sigurjónsson lýsti því í samtali við Fréttablaðið að þetta væri Travolta-endurkoma hjá Birni og vísaði þar í eftirminnilega endurkomu leikarans í Pulp Fiction. „Öllu má nú nafn gefa," segir Björn. „En þetta hljómar vel, var ekki Travolta ekki akkúrat í öllum kvikmyndum á einhverjum tímapunkti þar til menn fengu nóg?" Leikhópurinn fyrir Svartan á leik er því að verða nokkuð skýr; Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur leika stærstu hlutverkin en þau Egill Einarsson og María Birta verða í smærri hlutverkum auk Björns Jörundar. Björn segist ekki þurfa að massa sig upp fyrir sitt hlutverk eins og Jóhannes Haukur, enda séu tvær vikur líka eilítið skammur tími fyrir slíka yfirhalningu. „Minn smákrimmi er líka alveg húðlatur og hefur ruglað sig jafnt og þétt í gegnum tíðina." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Björn Jörundur Friðbjörnsson, oftast kenndur við hljómsveitina Nýdönsk, hefur verið ráðinn í lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik. Björn mun leika smáglæpamanninn Skara Tattoo en upphaflega stóð til að Hilmir Snær færi með hlutverkið. „Öll mín hlutverk í gegnum tíðina hafa komið þannig til að Hilmir hefur verið of upptekinn við að leika þau. Nema náttúrlega í Englunum, því þá lékum við saman," segir Björn á nokkuð kaldhæðinn hátt. Þetta verður fyrsta kvikmyndahlutverk Björns í níu ár, allt frá því að hann lék í Stellu í framboði sem var frumsýnd 2002. Björn Jörundur hóf kvikmyndaferilinn reyndar á mjög eftirminnilegan hátt í Sódómu Reykjavík eftir Óskar Jónasson en eftir hana kom átta ára hlé. Árið 2000 fór Björn síðan á kostum í Englum alheimsins sem Viktor. Og næstu tvö árin lék Björn í næstum öllum íslensku kvikmyndunum sem framleiddar voru, fimm myndum alls, auk kvikmyndarinnar No Such Thing í leikstjórn Hal Hartley. „Ég kláraði skammtinn minn og menn þurftu ekkert lengur að nota mig. Núna kem ég hins vegar aftur og þá er bara að standa sig." Þórir Snær Sigurjónsson lýsti því í samtali við Fréttablaðið að þetta væri Travolta-endurkoma hjá Birni og vísaði þar í eftirminnilega endurkomu leikarans í Pulp Fiction. „Öllu má nú nafn gefa," segir Björn. „En þetta hljómar vel, var ekki Travolta ekki akkúrat í öllum kvikmyndum á einhverjum tímapunkti þar til menn fengu nóg?" Leikhópurinn fyrir Svartan á leik er því að verða nokkuð skýr; Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur leika stærstu hlutverkin en þau Egill Einarsson og María Birta verða í smærri hlutverkum auk Björns Jörundar. Björn segist ekki þurfa að massa sig upp fyrir sitt hlutverk eins og Jóhannes Haukur, enda séu tvær vikur líka eilítið skammur tími fyrir slíka yfirhalningu. „Minn smákrimmi er líka alveg húðlatur og hefur ruglað sig jafnt og þétt í gegnum tíðina." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira