Lífið

Leiðarljós snýr aftur á dagskrá

Fólkið á bak við Guiding Light snýr aftur í Sjónvarpið eftir fjarveru en samningar hafa tekist um að sýna næstu 192 þættina. Hlaupið verður yfir nokkur ár, að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur.
Fólkið á bak við Guiding Light snýr aftur í Sjónvarpið eftir fjarveru en samningar hafa tekist um að sýna næstu 192 þættina. Hlaupið verður yfir nokkur ár, að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur.
„Við erum búin að reyna mikið og loksins tókst okkur að ná samningum til eins árs," segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Leiðarljós, sjónvarpssápan vinsæla, snýr aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins um leið og HM U-21 lýkur í lok júní.

Sigrún viðurkennir að mikið hafi verið skrifað og mikið hafi verið spurt og margir hafi skammað Sjónvarpið fyrir að taka af dagskrá sápuna sem hefur fylgt áhorfendum RÚV í áraraðir. „Þetta fór af dagskrá í kringum handboltann í fyrra og nú höfum við gengið frá þeim atriðum sem hafa staðið í vegi fyrir því að þættirnir kæmust aftur á dagskrá." Leiðarljós, eða Guiding Light, er ein elsta sápuópera heims en framleiðslu þáttanna var hætt fyrir tveimur árum.

Íslenskir áhorfendur þurfa hins vegar engu að kvíða því Sjónvarpið hefur í fórum sínum nóg af þáttum. „Þetta er samningur til eins árs og upp á 192 þætti. Við munum örugglega hlaupa yfir einhver ár en ég held að þetta verði mörgum mikill gleðiauki og fólk getur farið að hlakka til."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.