Lífið

Þriggja daga Blúshátíð Reykjavíkur

MYNDIR/Ólafur Kr. Ólafsson
Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Kr. Ólafsson á Blúshátíð Reykjavíkur sem stóð yfir í þrjá daga á Reykjavík Hilton Nordica á dögunum en fullt var út úr dyrum öll kvöldin.

Eins og myndirnar sýna var gríðarlega góð stemmning á meðal flytjenda og áhorfenda, ekki síst þegar stórstjörnur hátíðarinnar, þeir Vasti Jackson og Marquise Knox slógust í hóp stærri og smærri listamanna í litlum bluesbar sem hafði verið útbúinn í hliðarsal hótelsins. Þar dunaði blúsinn áfram fram á rauða nótt eftir hverja tónleika.

Aðrir sem komu fram voru Blue Ice band (skipað þeim Halldóri Bragasyni, Guðmundi Péturssyni, Davíð Þór Jónssyni, Róberti Þórhallssyni, Birgi Baldurssyni og Óskari Guðjónssyni), Björgvin Halldórsson, Páll Rósinikranz, Blúsmafían (skipuð Þóri Baldurssyni, Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Jóhanni Hjörleifssyni og Óskari Guðjónssyni), Ferlegheit, Klassart og Stone Stones. 

Jóhanna Guðrún og Elvar Örn Friðriksson ásamt hljómsveit tóku lagið með stæl sem sérlegir ungliðar hátíðarinnar og svo hljómsveitirnar Lame Dudes, Devil's train, VOR og fleiri og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.