Geimveruslagur í vestrinu og aðrar stórmyndir sumarsins 28. apríl 2011 14:00 Sumardagurinn fyrsti rann upp með öllu sínu hreti; vindi og rigningu, eins og hefð er fyrir. Dagurinn markaði einnig upphaf tímabils sem hinn venjulegi kvikmyndahúsagestur hlakkar yfirleitt til: sumarsmellatímans. Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðnar gamanmyndir eða framhaldsmyndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrirtækjum. Sumarið í ár er engin undantekning og þegar líða tekur á næsta mánuð fara myndirnar að skjóta upp kollinum ein af öðrum. Ritstjóri imdb.com, Col Needham, tók saman lista yfir þær myndir sem hann ætlaði að fylgjast sérstaklega með og þar kennir margra grasa. Athygli vekur að hann nefnir ekki þriðju Transformers-myndina eftir Michael Bay, sem verður frumsýnd hér á landi í júlí. Fyrsta myndin í flokknum þótti vel heppnuð hasarmynd með eindæmum en númer tvö, eins og svo oft áður, náði ekki að fylgja þeirri velgengni eftir. Transformers 3 er síður en svo eina framhaldsmyndin þetta sumarið. Fyrst ber auðvitað að nefna lokakaflann Harry Potter and the Deathly Hallows. Ekki þarf að hafa mörg orð um hana, þetta er síðasta myndin um töfrastrákinn Harry og þar með lýkur tíu ára samfelldri sigurgöngu þessa ævintýris á hvíta tjaldinu.Jack Sparrow snýr aftur með Penelope Cruz upp á arminn.Næst er það fjórða myndin um sjóræningjana á Karíbahafinu. Framleiðsla hennar kom nokkuð á óvart enda voru flestir sammála um að þriðja myndin hefði verið meira en nóg. Framleiðandinn Jerry Bruckheimer tók hins vegar þá ákvörðun að sparka Orlando Bloom og Keiru Knightley frá borði og fá í staðinn Penelope Cruz og miðað við þær stiklur sem hafa birst á netinu gæti sú ákvörðun hafa bjargað þessum annars ágæta sjóræningjabálki. Col Needham spáir tveimur „hefðbundnum" hasarmyndum miklum frama í miðasölu sumarsins. Annars vegar Cowboys & Aliens eftir leikstjóra Iron Man og hins vegar The Green Lantern með Ryan Reynolds í aðalhlutverki. Kvikmyndaáhugamenn hafa lengi beðið spenntir eftir fyrrnefndu myndinni sem segir frá því, eins og nafnið gefur kannski til kynna, þegar geimverur láta á sér kræla í villta vestrinu. Daniel Craig, Harrison Ford og Sam Rockwell, ásamt þokkagyðjunni Oliviu Wilde, heyja grimmilega baráttu fyrir lífi jarðarbúa með sexhleypum. The Green Lantern er eftir leikstjóra hinnar frábæru Bond-myndar Casino Royale, Martin Campbell, og skartar auk þess Gossip Girl-stjörnunni Blake Lively í aðalkvenhlutverkinu. Super 8 er önnur kvikmynd sem fastlega má gera ráð fyrir að blandi sér í baráttuna um miðana en þar leiða saman hesta sína J. J. Abrams og Steven Spielberg.Hin heilaga þrenning í Hangover-genginu málar Bangkok rauða svo eftir því er tekið.Sumargamanmyndirnar eru alltaf vinsælar og gefa stundum hasarmyndunum langt nef þegar þær skríða upp á topp. Hangover II gæti þess vegna skotið öllum dýru tæknibrellutröllunum ref fyrir rass en að þessu sinni leitar hin heilaga þrenning uppi vandræði í Bangkok. Larry Crowne er að mati Col Needham einnig líkleg til vinsælda en þar fá áhorfendur að sjá Tom Hanks og Juliu Roberts saman á hvíta tjaldinu. Og það eitt og sér hljómar mjög söluvænlega. Að endingu er það Friends with Benefits með Milu Kunis og Justin Timberlake í aðalhlutverkum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti rann upp með öllu sínu hreti; vindi og rigningu, eins og hefð er fyrir. Dagurinn markaði einnig upphaf tímabils sem hinn venjulegi kvikmyndahúsagestur hlakkar yfirleitt til: sumarsmellatímans. Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðnar gamanmyndir eða framhaldsmyndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrirtækjum. Sumarið í ár er engin undantekning og þegar líða tekur á næsta mánuð fara myndirnar að skjóta upp kollinum ein af öðrum. Ritstjóri imdb.com, Col Needham, tók saman lista yfir þær myndir sem hann ætlaði að fylgjast sérstaklega með og þar kennir margra grasa. Athygli vekur að hann nefnir ekki þriðju Transformers-myndina eftir Michael Bay, sem verður frumsýnd hér á landi í júlí. Fyrsta myndin í flokknum þótti vel heppnuð hasarmynd með eindæmum en númer tvö, eins og svo oft áður, náði ekki að fylgja þeirri velgengni eftir. Transformers 3 er síður en svo eina framhaldsmyndin þetta sumarið. Fyrst ber auðvitað að nefna lokakaflann Harry Potter and the Deathly Hallows. Ekki þarf að hafa mörg orð um hana, þetta er síðasta myndin um töfrastrákinn Harry og þar með lýkur tíu ára samfelldri sigurgöngu þessa ævintýris á hvíta tjaldinu.Jack Sparrow snýr aftur með Penelope Cruz upp á arminn.Næst er það fjórða myndin um sjóræningjana á Karíbahafinu. Framleiðsla hennar kom nokkuð á óvart enda voru flestir sammála um að þriðja myndin hefði verið meira en nóg. Framleiðandinn Jerry Bruckheimer tók hins vegar þá ákvörðun að sparka Orlando Bloom og Keiru Knightley frá borði og fá í staðinn Penelope Cruz og miðað við þær stiklur sem hafa birst á netinu gæti sú ákvörðun hafa bjargað þessum annars ágæta sjóræningjabálki. Col Needham spáir tveimur „hefðbundnum" hasarmyndum miklum frama í miðasölu sumarsins. Annars vegar Cowboys & Aliens eftir leikstjóra Iron Man og hins vegar The Green Lantern með Ryan Reynolds í aðalhlutverki. Kvikmyndaáhugamenn hafa lengi beðið spenntir eftir fyrrnefndu myndinni sem segir frá því, eins og nafnið gefur kannski til kynna, þegar geimverur láta á sér kræla í villta vestrinu. Daniel Craig, Harrison Ford og Sam Rockwell, ásamt þokkagyðjunni Oliviu Wilde, heyja grimmilega baráttu fyrir lífi jarðarbúa með sexhleypum. The Green Lantern er eftir leikstjóra hinnar frábæru Bond-myndar Casino Royale, Martin Campbell, og skartar auk þess Gossip Girl-stjörnunni Blake Lively í aðalkvenhlutverkinu. Super 8 er önnur kvikmynd sem fastlega má gera ráð fyrir að blandi sér í baráttuna um miðana en þar leiða saman hesta sína J. J. Abrams og Steven Spielberg.Hin heilaga þrenning í Hangover-genginu málar Bangkok rauða svo eftir því er tekið.Sumargamanmyndirnar eru alltaf vinsælar og gefa stundum hasarmyndunum langt nef þegar þær skríða upp á topp. Hangover II gæti þess vegna skotið öllum dýru tæknibrellutröllunum ref fyrir rass en að þessu sinni leitar hin heilaga þrenning uppi vandræði í Bangkok. Larry Crowne er að mati Col Needham einnig líkleg til vinsælda en þar fá áhorfendur að sjá Tom Hanks og Juliu Roberts saman á hvíta tjaldinu. Og það eitt og sér hljómar mjög söluvænlega. Að endingu er það Friends with Benefits með Milu Kunis og Justin Timberlake í aðalhlutverkum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira