Fleiri fréttir Sheen sparkað með SMS Klámmyndaleikkonan Bree Olson sagði leikaranum Charlie Sheen upp með SMS skilaboðum um helgina. Sheen var í Fort Lauderdale í Flórída þegar að hann fékk skilaboðin. 25.4.2011 11:25 Mun komast að því hver faðirinn er Stórsöngvarinn Elton John hefur tilkynnt að hann ætli sé að komast að því hver líffræðilegur faðir sonar hans er. 25.4.2011 11:08 Stofnuðu eigin pönkútgáfu Plötuútgáfan PBP, eða Paradísarborgarplötur, hefur gefið út sjö plötur síðan hún var sett á laggirnar árið 2009. 24.4.2011 12:00 Með sama ennið Ronald Fenty, faðir söngkonunnar Rihönnu, komst nýverið að því að hann ætti þrjú fullorðin börn með þremur konum. Söngkonan á því þrjú hálfsystkin sem öll eru töluvert eldri en hún sjálf. Fenty segir fréttirnar hafa komið sér á óvart á sínum tíma. 24.4.2011 10:00 Justin Bieber óttast um öryggið Popparinn ungi Justin Bieber á erfitt með að venjast því að vera hundeltur af öskrandi stelpum hvert sem hann fer. Þrátt fyrir að vera vanur sviðsljósinu finnst honum sú gríðarlega athygli sem hann fær á degi hverjum einum of mikil. 24.4.2011 08:00 Hannar föt úr bambus Guðmundur Jörundsson nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands sýnir lokaverkefnin sín í Listasafni Reykjávikur, Hafnarhúsinu. Guðmundur notar m.a. leður, ull og bambus í fatnaðinn sem hann hannar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23.4.2011 17:13 Seldi Dorrit pils Nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands, Hjördís Gestsdóttir, er með lokaverkefnin sín til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Hjördís var að vonum ánægð með að Dorrit Moussaieff forsetafrú pantaði hjá henni sítt pils eftir hana eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23.4.2011 16:42 Fjölmenni á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar eru sýnd verk 72 útskriftarnema úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin verður opin páskadag og annann í páskum kl. 10.00 - 17.00 23.4.2011 16:19 Vill vinna með Brad Það eru liðin tólf ár síðan Edward Norton og Brad Pitt léku saman í kvikmyndinni Fight Club. Norton hefur lýst yfir áhuga á því að endurtaka leikinn og vinna með Pitt á ný. Norton telur það eina sem standi í vegi fyrir því að úr þessu rætist sé tímaleysi þeirra beggja. „Það er möguleiki að úr þessu verði. Við höfum rætt þetta oft. En það er flókið að finna tíma sem hentar okkur báðum,“ sagði leikarinn um málið. 23.4.2011 15:15 Leitað að norrænum Gillzenegger "Ég veit ekki hversu langt á veg þetta er komið en það eru einhverjar þreifingar í gangi,“ segir Kristófer Dignus, handritshöfundur og einn af prímusmótorunum á bakvið sjónvarpsþættina Mannasiði Gillz. 23.4.2011 14:00 Kjóllinn hennar Kate Enn er allt á huldu um hver hannar og hvernig brúðarkjóll Kate Middleton verður er hún gengur í það heilaga með Vilhjálmi bretaprins þann 29. apríl næstkomandi. Bæði Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg. 23.4.2011 13:30 Tilnefndir til danskra verðlauna Vefsíðan Billetlugen.dk hefur verið tilnefnd til E-Handelsprisen vefverðlaunanna í Danmörku. Fimm Íslendingar starfa hjá síðunni, þar af fjórir sem tóku þátt í uppbyggingu Midi.is hér á landi. 23.4.2011 13:00 Súkkulaðibrúnir helköttaðir hörkukroppar Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandsmótinu í Fitness í Háskólabíó í gær þegar konur stigu á svið og pósuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Eins og myndirnar sýna voru keppendur í sínu besta formi og heltanaðir auðvitað. Í kvennaflokki + 163 cm sigraði Ranný Kramer, Freyja Sigurðardóttir landaði öðru sætinu og Björk Varðardóttir því þriðja. Þá má einnig sjá myndir af kvenkyns keppendum í - 163 cm flokki, + 35 ára og unglingaflokki í meðfylgjandi myndasafni. 23.4.2011 10:25 Hætti við hlutverkið Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck er hættur við að leika í kvikmynd Baz Luhrmann sem verður byggð á skáldsögu F. Scott Fitzgerald, The Great Gatsby. Fregnirnar komu stuttu eftir að Isla Fisher samþykkti að leika hjákonu Toms Buchanan, sem Affleck átti að leika. Leikarinn ákvað að einbeita sér að næsta leikstjórnarverkefni sínu. Það er myndin Argo, sem fjallar um gíslatöku í Íran. Á meðal leikara í The Great Gatsby eru Leonardo DiCaprio, Tobey Maguire og Carey Mulligan. 23.4.2011 10:00 Verða að haga sér vel Raunveruleikaþættirnir Jersey Shore hafa slegið rækilega í gegn vestan hafs og nú er áætlað að færa út kvíarnar. Snookie, J-WOW og hinar stjörnurnar munu halda til Flórens á Ítalíu þar sem nýjasta þáttaröðin verður tekin upp. 23.4.2011 09:00 Grét í tökum Leikarinn og sjarmörinn Robert Pattison viðurkennir að hafa grátið í tökum á nýjustu mynd sinni Water for elephants. Pattison segist hafa fellt tár á meðan á upptökum stóð á kynlífssenum myndarinnar og að það hafi verið vegna fegurð mótleikkonu sinnar Reese Witherspoon „Hún var einfaldlega svo kynþokkafull í atriðinu að ég gat ekki annað en að bresta í grát,“ segir Pattison í viðtali við blaðið Extra á frumsýningunni. 23.4.2011 08:00 Tískusýningargestir troðfylltu Hafnarhúsið Níu nemendur* við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni. *Gyða Sigfinnsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Elsa María Blöndal. Hjördís Gestsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Guðmundur Jörundsson, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigga Mæja. 22.4.2011 10:51 Skrælingjasýning Kristínar Svövu Skrælingjasýningin nefnist ný ljóðabók eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur sem Bjartur gefur út nú í Dymbilviku. Þetta er önnur ljóðabók Kristínar Svövu, en hún vakti talsverða athygli fyrir frumraun sína, Blótgælur, sem kom út fyrir jól 2007. Var hún meðal annars valin ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslana. 22.4.2011 10:00 Dikta og GusGus opna Hörpu Dikta, GusGus, Víkingur Heiðar og að sjálfsögðu Sinfóníuhljómsveitin verða meðal þeirra listamanna sem troða upp á opnunartónleikum Hörpunnar 13. maí. Opnunarathöfnin verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins. 21.4.2011 21:00 Black tvisvar hótað lífláti 21.4.2011 21:00 Fallegustu prinsessur og prinsar heims Vefsíðan BeautifulPeople.com fékk yfir hundrað þúsund manns til að velja tíu fallegustu prinsessur heims og kom nokkuð á óvart að Kate Middleton, tilvonandi eiginkona Vilhjálms Bretaprins, þótti fallegri en Díana prinsessa, móðir Vilhjálms. 21.4.2011 20:00 Gæsapartí á Ritz Söngkonan Lily Allen ætlar að halda gæsapartí sitt á glæsihótelinu The Ritz í London. Allen ætlar að giftast unnusta sínum Sam Cooper í bænum Stroud í Glouchesterskíri 11. júní. 21.4.2011 19:00 Hárinu vegnar vel Sex sýningum er lokið á söngleiknum Hárinu í Silfurtunglinu á Akureyri. Frumsýningin var á föstudaginn í síðustu viku í menningarhúsinu Hofi og gekk hún eins og í sögu. Sýningarnar halda áfram um páskana, eða á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. 21.4.2011 18:00 Í skattasúpu Rokkarahjónin Ozzy og Sharon Osbourne fengu heldur betur að finna fyrir því þegar þeim barst krafa frá skattayfirvöldum í Bandaríkjum sem hljóðaði upp á tæpar 190 milljónir króna. Hjónin fengu fyrst veður af skattaskuldinni gegnum blaðamann sem hafði nælt sér í pappírana. 21.4.2011 17:00 Karlar ekki hrifnir af nýjustu tísku Ef marka má könnun sem breska dagblaðið Daily Mail gerði hafa karlmenn mikla skoðun á því hverju konur klæðast eða öllu heldur hverju þær eiga ekki að klæðast. 21.4.2011 17:00 Kærastinn ekki ákærður Matthew Rutler, hinn 25 ára kærasti söngkonunnar Christinu Aguilera, hefur sloppið við ákæru fyrir ölvunarakstur. 21.4.2011 16:00 Leikur helst illmenni Breska fyrirsætan Elizabeth Hurley fór með gestahlutverk í sjónvarpsþáttum sem gerðir eru um ofurhetjuna Wonder Woman. Hurley lék illmenni í þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar og lét vel af. 21.4.2011 15:00 Rachel er tvíkynhneigð Leikkonan Evan Rachel Wood viðurkennir í viðtali við tímaritið Esquire að hún girnist karla jafnt sem konur. Wood, sem var í löngu sambandi með rokkaranum Marilyn Manson, segist ekki setja kyn fyrir sig þegar hún leitar sér að maka. 21.4.2011 14:00 Léku sér að örlögunum Leikkonan Kate Hudson á von á sínu öðru barni með kærastanum, breska söngvaranum Matt Bellamy. Parið hefur verið saman frá því síðasta vor og er þetta fyrsta barn Bellamys. 21.4.2011 14:00 Ræddi við móður Jeffs Buckley Robert Pattinson, sem sló í gegn í Twilight-myndunum, hefur mikinn áhuga á að leika Jeff Buckley í nýrri kvikmynd um ævi tónlistarmannsins sáluga. 21.4.2011 13:00 Tekur upp nýja plötu Leikarinn Jeff Bridges er að undirbúa nýja plötu með T-Bone Burnett, sem samdi tónlistina í myndinni Crazy Heart. 21.4.2011 12:00 Tónleikahald aftur í tísku Fjöldi erlendra tónlistarmanna og skemmtikrafta er á leiðinni til Íslands á árinu. Mikil fjölgun hefur orðið síðan hrunið varð árið 2008. Tilkoma Hörpunnar spilar stóra rullu. Fréttir af hinum og þessum erlendu skemmtikröftum sem eru á leiðinni hingað til lands hafa verið tíðar að undanförnu. 21.4.2011 11:00 Umdeilt myndband Söngkonan Lady Gaga sendir á föstudaginn langa frá sér myndband við lagið Judas. Það er annað smáskífulagið af væntanlegri plötu hennar Born This Way. Í myndbandinu er Gaga klædd sem María Magdalena og hafa ljósmyndir úr því þegar vakið mikla hneykslan hjá fjölda trúarhópa. 21.4.2011 10:00 Verslanakeðjan Lindex skoðar Ísland „Við erum stöðugt að þreifa fyrir okkur á nýjum alþjóðlegum mörkuðum. Ísland er á lista með öðrum löndum sem við erum að skoða náið en við getum ekki gefið nein ákveðin svör í augnablikinu,“ segir Kaisa Lyckdal, fjölmiðlafulltrúi verslanakeðjunnar Lindex. 21.4.2011 09:00 Vont að gata eyrun Hin unga og upprennandi leikkona Rooney Mara hefur þurft að þola miklar útlitsbreytingar til að líta út eins og Lisbeth Salander, til dæmis að lita hárið svart og klippa það stutt ásamt því að aflita á sér augabrúnir. 21.4.2011 08:00 Músík í Mývatnssveit Hin árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður haldin í þrettánda sinn á morgun, skírdag, og föstudaginn langa. 21.4.2011 06:00 Enn fleiri karlar sem hata konur Niðurstaða: Ágætur reyfari þar sem hröð atburðarás og hrollvekjandi lýsingar af hremmingum fórnarlambsins sjá til þess að spennan heldur dampi til enda. 21.4.2011 06:00 Smókingurinn passar ennþá Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. 20.4.2011 23:00 Ég bjóst við skömmum Að svífa á fisflugvél um heiðloftið blátt og ljósmynda landið er áhugamál Styrmis Bjarnasonar. "Ég þvælist mikið um á fisflugvél og hef lent á yfir 100 flugvöllum á Íslandi, sem langflestir eru óskráðir, en líka á 130 stöðum utan valla, Það er ekki síður landið sem togar í mig en flugið," segir Styrmir. 20.4.2011 21:00 Átök innan tískubransans Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. 20.4.2011 21:00 Að skapa er partur af því að vera til Ágúst Borgþór Sverrisson hefur á undanförnum árum getið sér orð fyrir smásagnagerð. Nýlega sendi hann frá sér nýja nóvellu, Stolnar stundir, sem dregur dám af hans eigin lífi – og þó ekki. 20.4.2011 20:00 Frumsýna á föstudaginn langa Leikfélagið Peðið frumsýnir leikritið Hlátur eftir Kristin Kristjánsson, fyrrverandi formann Hins íslenska glæpafélags, á föstudaginn langa. 20.4.2011 20:00 Helga Braga útskrifuð flugfreyja Iceland Express getur væntanlega státað af fyndnasta flugfreyjuhópi landsins því á mánudag útskrifaðist Helga Braga Jónsdóttir úr flugfreyjuskóla flugfélagsins. Helga Braga mun hitta fyrir Eddu Björgvinsdóttur, sem kláraði skólann í fyrra. „Eða eins og einhver sagði við mig: Edda og Helga Braga? Hvenær byrjar eiginlega Laddi?“ segir Helga í samtali við Fréttablaðið. 20.4.2011 19:00 Breyttur bransi Ofurfyrirsætan Cindy Crawford telur fyrirsætubransann hafa breyst mikið frá því hún var á hátindi ferils síns. 20.4.2011 18:00 Snilldarbrúðkaup sem þú verður að sjá Í meðfylgjandi myndbandi má sjá auglýsingu símafyrirtækisins T-Mobile sem fer eins og eldur í sinu um internetið. Um er að ræða sviðsetningu af dansandi brúðkaupi Vilhjálms krónprins og Kate Middleton sem ganga í heilagt hjónaband 29. apríl næstkomandi. Stöð 2 gera þessu brúðkaupi aldarinnar ríkuleg skil. Boðið verður uppá nærri 6 klukkustunda langa útsendingu frá sjálfu brúðkaupinu þar sem fylgst verður grannt með aðdragandanum, fagnaðarlátunum og svo að sjálfsögðu frá athöfninni sjálfri. 20.4.2011 16:02 Sjá næstu 50 fréttir
Sheen sparkað með SMS Klámmyndaleikkonan Bree Olson sagði leikaranum Charlie Sheen upp með SMS skilaboðum um helgina. Sheen var í Fort Lauderdale í Flórída þegar að hann fékk skilaboðin. 25.4.2011 11:25
Mun komast að því hver faðirinn er Stórsöngvarinn Elton John hefur tilkynnt að hann ætli sé að komast að því hver líffræðilegur faðir sonar hans er. 25.4.2011 11:08
Stofnuðu eigin pönkútgáfu Plötuútgáfan PBP, eða Paradísarborgarplötur, hefur gefið út sjö plötur síðan hún var sett á laggirnar árið 2009. 24.4.2011 12:00
Með sama ennið Ronald Fenty, faðir söngkonunnar Rihönnu, komst nýverið að því að hann ætti þrjú fullorðin börn með þremur konum. Söngkonan á því þrjú hálfsystkin sem öll eru töluvert eldri en hún sjálf. Fenty segir fréttirnar hafa komið sér á óvart á sínum tíma. 24.4.2011 10:00
Justin Bieber óttast um öryggið Popparinn ungi Justin Bieber á erfitt með að venjast því að vera hundeltur af öskrandi stelpum hvert sem hann fer. Þrátt fyrir að vera vanur sviðsljósinu finnst honum sú gríðarlega athygli sem hann fær á degi hverjum einum of mikil. 24.4.2011 08:00
Hannar föt úr bambus Guðmundur Jörundsson nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands sýnir lokaverkefnin sín í Listasafni Reykjávikur, Hafnarhúsinu. Guðmundur notar m.a. leður, ull og bambus í fatnaðinn sem hann hannar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23.4.2011 17:13
Seldi Dorrit pils Nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands, Hjördís Gestsdóttir, er með lokaverkefnin sín til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Hjördís var að vonum ánægð með að Dorrit Moussaieff forsetafrú pantaði hjá henni sítt pils eftir hana eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23.4.2011 16:42
Fjölmenni á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar eru sýnd verk 72 útskriftarnema úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin verður opin páskadag og annann í páskum kl. 10.00 - 17.00 23.4.2011 16:19
Vill vinna með Brad Það eru liðin tólf ár síðan Edward Norton og Brad Pitt léku saman í kvikmyndinni Fight Club. Norton hefur lýst yfir áhuga á því að endurtaka leikinn og vinna með Pitt á ný. Norton telur það eina sem standi í vegi fyrir því að úr þessu rætist sé tímaleysi þeirra beggja. „Það er möguleiki að úr þessu verði. Við höfum rætt þetta oft. En það er flókið að finna tíma sem hentar okkur báðum,“ sagði leikarinn um málið. 23.4.2011 15:15
Leitað að norrænum Gillzenegger "Ég veit ekki hversu langt á veg þetta er komið en það eru einhverjar þreifingar í gangi,“ segir Kristófer Dignus, handritshöfundur og einn af prímusmótorunum á bakvið sjónvarpsþættina Mannasiði Gillz. 23.4.2011 14:00
Kjóllinn hennar Kate Enn er allt á huldu um hver hannar og hvernig brúðarkjóll Kate Middleton verður er hún gengur í það heilaga með Vilhjálmi bretaprins þann 29. apríl næstkomandi. Bæði Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg. 23.4.2011 13:30
Tilnefndir til danskra verðlauna Vefsíðan Billetlugen.dk hefur verið tilnefnd til E-Handelsprisen vefverðlaunanna í Danmörku. Fimm Íslendingar starfa hjá síðunni, þar af fjórir sem tóku þátt í uppbyggingu Midi.is hér á landi. 23.4.2011 13:00
Súkkulaðibrúnir helköttaðir hörkukroppar Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandsmótinu í Fitness í Háskólabíó í gær þegar konur stigu á svið og pósuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Eins og myndirnar sýna voru keppendur í sínu besta formi og heltanaðir auðvitað. Í kvennaflokki + 163 cm sigraði Ranný Kramer, Freyja Sigurðardóttir landaði öðru sætinu og Björk Varðardóttir því þriðja. Þá má einnig sjá myndir af kvenkyns keppendum í - 163 cm flokki, + 35 ára og unglingaflokki í meðfylgjandi myndasafni. 23.4.2011 10:25
Hætti við hlutverkið Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck er hættur við að leika í kvikmynd Baz Luhrmann sem verður byggð á skáldsögu F. Scott Fitzgerald, The Great Gatsby. Fregnirnar komu stuttu eftir að Isla Fisher samþykkti að leika hjákonu Toms Buchanan, sem Affleck átti að leika. Leikarinn ákvað að einbeita sér að næsta leikstjórnarverkefni sínu. Það er myndin Argo, sem fjallar um gíslatöku í Íran. Á meðal leikara í The Great Gatsby eru Leonardo DiCaprio, Tobey Maguire og Carey Mulligan. 23.4.2011 10:00
Verða að haga sér vel Raunveruleikaþættirnir Jersey Shore hafa slegið rækilega í gegn vestan hafs og nú er áætlað að færa út kvíarnar. Snookie, J-WOW og hinar stjörnurnar munu halda til Flórens á Ítalíu þar sem nýjasta þáttaröðin verður tekin upp. 23.4.2011 09:00
Grét í tökum Leikarinn og sjarmörinn Robert Pattison viðurkennir að hafa grátið í tökum á nýjustu mynd sinni Water for elephants. Pattison segist hafa fellt tár á meðan á upptökum stóð á kynlífssenum myndarinnar og að það hafi verið vegna fegurð mótleikkonu sinnar Reese Witherspoon „Hún var einfaldlega svo kynþokkafull í atriðinu að ég gat ekki annað en að bresta í grát,“ segir Pattison í viðtali við blaðið Extra á frumsýningunni. 23.4.2011 08:00
Tískusýningargestir troðfylltu Hafnarhúsið Níu nemendur* við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni. *Gyða Sigfinnsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Elsa María Blöndal. Hjördís Gestsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Guðmundur Jörundsson, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigga Mæja. 22.4.2011 10:51
Skrælingjasýning Kristínar Svövu Skrælingjasýningin nefnist ný ljóðabók eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur sem Bjartur gefur út nú í Dymbilviku. Þetta er önnur ljóðabók Kristínar Svövu, en hún vakti talsverða athygli fyrir frumraun sína, Blótgælur, sem kom út fyrir jól 2007. Var hún meðal annars valin ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslana. 22.4.2011 10:00
Dikta og GusGus opna Hörpu Dikta, GusGus, Víkingur Heiðar og að sjálfsögðu Sinfóníuhljómsveitin verða meðal þeirra listamanna sem troða upp á opnunartónleikum Hörpunnar 13. maí. Opnunarathöfnin verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins. 21.4.2011 21:00
Fallegustu prinsessur og prinsar heims Vefsíðan BeautifulPeople.com fékk yfir hundrað þúsund manns til að velja tíu fallegustu prinsessur heims og kom nokkuð á óvart að Kate Middleton, tilvonandi eiginkona Vilhjálms Bretaprins, þótti fallegri en Díana prinsessa, móðir Vilhjálms. 21.4.2011 20:00
Gæsapartí á Ritz Söngkonan Lily Allen ætlar að halda gæsapartí sitt á glæsihótelinu The Ritz í London. Allen ætlar að giftast unnusta sínum Sam Cooper í bænum Stroud í Glouchesterskíri 11. júní. 21.4.2011 19:00
Hárinu vegnar vel Sex sýningum er lokið á söngleiknum Hárinu í Silfurtunglinu á Akureyri. Frumsýningin var á föstudaginn í síðustu viku í menningarhúsinu Hofi og gekk hún eins og í sögu. Sýningarnar halda áfram um páskana, eða á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. 21.4.2011 18:00
Í skattasúpu Rokkarahjónin Ozzy og Sharon Osbourne fengu heldur betur að finna fyrir því þegar þeim barst krafa frá skattayfirvöldum í Bandaríkjum sem hljóðaði upp á tæpar 190 milljónir króna. Hjónin fengu fyrst veður af skattaskuldinni gegnum blaðamann sem hafði nælt sér í pappírana. 21.4.2011 17:00
Karlar ekki hrifnir af nýjustu tísku Ef marka má könnun sem breska dagblaðið Daily Mail gerði hafa karlmenn mikla skoðun á því hverju konur klæðast eða öllu heldur hverju þær eiga ekki að klæðast. 21.4.2011 17:00
Kærastinn ekki ákærður Matthew Rutler, hinn 25 ára kærasti söngkonunnar Christinu Aguilera, hefur sloppið við ákæru fyrir ölvunarakstur. 21.4.2011 16:00
Leikur helst illmenni Breska fyrirsætan Elizabeth Hurley fór með gestahlutverk í sjónvarpsþáttum sem gerðir eru um ofurhetjuna Wonder Woman. Hurley lék illmenni í þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar og lét vel af. 21.4.2011 15:00
Rachel er tvíkynhneigð Leikkonan Evan Rachel Wood viðurkennir í viðtali við tímaritið Esquire að hún girnist karla jafnt sem konur. Wood, sem var í löngu sambandi með rokkaranum Marilyn Manson, segist ekki setja kyn fyrir sig þegar hún leitar sér að maka. 21.4.2011 14:00
Léku sér að örlögunum Leikkonan Kate Hudson á von á sínu öðru barni með kærastanum, breska söngvaranum Matt Bellamy. Parið hefur verið saman frá því síðasta vor og er þetta fyrsta barn Bellamys. 21.4.2011 14:00
Ræddi við móður Jeffs Buckley Robert Pattinson, sem sló í gegn í Twilight-myndunum, hefur mikinn áhuga á að leika Jeff Buckley í nýrri kvikmynd um ævi tónlistarmannsins sáluga. 21.4.2011 13:00
Tekur upp nýja plötu Leikarinn Jeff Bridges er að undirbúa nýja plötu með T-Bone Burnett, sem samdi tónlistina í myndinni Crazy Heart. 21.4.2011 12:00
Tónleikahald aftur í tísku Fjöldi erlendra tónlistarmanna og skemmtikrafta er á leiðinni til Íslands á árinu. Mikil fjölgun hefur orðið síðan hrunið varð árið 2008. Tilkoma Hörpunnar spilar stóra rullu. Fréttir af hinum og þessum erlendu skemmtikröftum sem eru á leiðinni hingað til lands hafa verið tíðar að undanförnu. 21.4.2011 11:00
Umdeilt myndband Söngkonan Lady Gaga sendir á föstudaginn langa frá sér myndband við lagið Judas. Það er annað smáskífulagið af væntanlegri plötu hennar Born This Way. Í myndbandinu er Gaga klædd sem María Magdalena og hafa ljósmyndir úr því þegar vakið mikla hneykslan hjá fjölda trúarhópa. 21.4.2011 10:00
Verslanakeðjan Lindex skoðar Ísland „Við erum stöðugt að þreifa fyrir okkur á nýjum alþjóðlegum mörkuðum. Ísland er á lista með öðrum löndum sem við erum að skoða náið en við getum ekki gefið nein ákveðin svör í augnablikinu,“ segir Kaisa Lyckdal, fjölmiðlafulltrúi verslanakeðjunnar Lindex. 21.4.2011 09:00
Vont að gata eyrun Hin unga og upprennandi leikkona Rooney Mara hefur þurft að þola miklar útlitsbreytingar til að líta út eins og Lisbeth Salander, til dæmis að lita hárið svart og klippa það stutt ásamt því að aflita á sér augabrúnir. 21.4.2011 08:00
Músík í Mývatnssveit Hin árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður haldin í þrettánda sinn á morgun, skírdag, og föstudaginn langa. 21.4.2011 06:00
Enn fleiri karlar sem hata konur Niðurstaða: Ágætur reyfari þar sem hröð atburðarás og hrollvekjandi lýsingar af hremmingum fórnarlambsins sjá til þess að spennan heldur dampi til enda. 21.4.2011 06:00
Smókingurinn passar ennþá Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. 20.4.2011 23:00
Ég bjóst við skömmum Að svífa á fisflugvél um heiðloftið blátt og ljósmynda landið er áhugamál Styrmis Bjarnasonar. "Ég þvælist mikið um á fisflugvél og hef lent á yfir 100 flugvöllum á Íslandi, sem langflestir eru óskráðir, en líka á 130 stöðum utan valla, Það er ekki síður landið sem togar í mig en flugið," segir Styrmir. 20.4.2011 21:00
Átök innan tískubransans Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. 20.4.2011 21:00
Að skapa er partur af því að vera til Ágúst Borgþór Sverrisson hefur á undanförnum árum getið sér orð fyrir smásagnagerð. Nýlega sendi hann frá sér nýja nóvellu, Stolnar stundir, sem dregur dám af hans eigin lífi – og þó ekki. 20.4.2011 20:00
Frumsýna á föstudaginn langa Leikfélagið Peðið frumsýnir leikritið Hlátur eftir Kristin Kristjánsson, fyrrverandi formann Hins íslenska glæpafélags, á föstudaginn langa. 20.4.2011 20:00
Helga Braga útskrifuð flugfreyja Iceland Express getur væntanlega státað af fyndnasta flugfreyjuhópi landsins því á mánudag útskrifaðist Helga Braga Jónsdóttir úr flugfreyjuskóla flugfélagsins. Helga Braga mun hitta fyrir Eddu Björgvinsdóttur, sem kláraði skólann í fyrra. „Eða eins og einhver sagði við mig: Edda og Helga Braga? Hvenær byrjar eiginlega Laddi?“ segir Helga í samtali við Fréttablaðið. 20.4.2011 19:00
Breyttur bransi Ofurfyrirsætan Cindy Crawford telur fyrirsætubransann hafa breyst mikið frá því hún var á hátindi ferils síns. 20.4.2011 18:00
Snilldarbrúðkaup sem þú verður að sjá Í meðfylgjandi myndbandi má sjá auglýsingu símafyrirtækisins T-Mobile sem fer eins og eldur í sinu um internetið. Um er að ræða sviðsetningu af dansandi brúðkaupi Vilhjálms krónprins og Kate Middleton sem ganga í heilagt hjónaband 29. apríl næstkomandi. Stöð 2 gera þessu brúðkaupi aldarinnar ríkuleg skil. Boðið verður uppá nærri 6 klukkustunda langa útsendingu frá sjálfu brúðkaupinu þar sem fylgst verður grannt með aðdragandanum, fagnaðarlátunum og svo að sjálfsögðu frá athöfninni sjálfri. 20.4.2011 16:02