Lífið

Ríkisstjórnin gæddi sér á köku ársins

Stefán Hrafn afhendir Jóhönnu köku ársins.
Stefán Hrafn afhendir Jóhönnu köku ársins.

Stefán Hrafn Sigfússon, verðlaunahafi í keppninni um Köku ársins 2009 afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, eintak af kökunni í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Jóhann Felixson, formaður Landssambands bakarameistara en betur þekktur sem bakarameistarinn Jói Fel, óskaði forsætisráðherra velfarnaðar í starfi. Kakan var síðan borin fram á ríkisstjórnarfundi.

Jóhanna var ánægð með framtakið. Hún óskaði verðlaunahafanum til hamingju og sagðist vona að kakan seldist vel. Nú um helgina hefst sala á kökunni í bakaríum.

Metþátttaka var í keppninni um köku ársins í ár en alls bárust 18 kökur til keppni. Eina skilyrðið var að kakan innihéldi Nóa kropp, þannig væri áhersla lögð á íslenska framleiðslu.

Sigurkakan er samsett úr súkkulaði-möndlubotnum og súkkulaðimús. Hún er með Nóakroppi og bláberjum á milli laga og hjúpuð dökku súkkulaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.