Þurfti að gefa Idol-drauminn upp á bátinn 6. febrúar 2009 06:00 Framleiðendur Idolsins létu Arnar velja á milli Idol-keppninnar og Eurovision og hann valdi á endanum hið síðarnefnda. MYND/fréttablaðið/anton „Ég átti ekki annarra kosta völ," segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig," bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. Arnar var í lok síðasta árs beðinn um að syngja með Edgari Smára kántrílagið Easy to Fool í Eurovision. Hann hafði áður komist í gegnum Idol-prufurnar og bað framleiðendur þáttanna því um leyfi hvort hann mætti einnig syngja í Eurovision. Hann fékk grænt ljós á það en eftir að Easy to Fool komst í úrslitin kom babb í bátinn. „Ég var kallaður á fund og þeir sögðu að núna þyrfti ég að velja. Þarna var leiðinlega komið fram við mig því ég var búinn að ráða mig í verkefni og kominn hálfa leið með það. Þeir báðu mig um að bakka út úr því sem ég, samviskunnar vegna, hafði ekki í mér að gera." Arnar er svekktur að geta ekki haldið áfram í Idol því hann var kominn í tuttugu manna lokahóp, einn tíu stráka. Átti hann því ágæta möguleika á tveggja milljón króna sigurlaununum. „Ég ætlaði að gera mitt besta og sá mig komast eitthvað áleiðis. Þetta hefði verið frábær kynning fyrir mig sem söngvara og ég var orðinn mjög spenntur. Svo kemur þetta mál upp." Þór Freysson, framleiðandi Idol, segir að Arnari hafi verið leyft að taka þátt í Eurovision til halda öllum möguleikum hans opnum, enda hefði hann getað staðið frammi fyrir því að komast áfram í hvorugri keppninni. „Við höfum alltaf reynt að koma eins mikið til móts við keppendur og hægt er varðandi framkomu þeirra áður en Idol byrjar," segir Þór. Eftir að í ljós kom að Arnar tekur þátt í úrslitum Eurovision 13. febrúar, kvöldið áður en útsendingar frá Idol hefjast, þurfti aftur á móti að taka í taumana. „Hann tók ákvörðun eftir sinni bestu samvisku og vildi ekki svíkja félaga sína og lagahöfundinn, sem er mjög virðingarvert. Það er leiðinlegt að missa hann úr keppninni því hann er mjög hæfileikaríkur strákur en við höfðum nóg af keppendum sem bönkuðu á dyrnar til að koma í staðinn fyrir hann," segir Þór. Hann játar að aðrir Idol-keppendur hafi komið að máli við sig og kvartað yfir þátttöku Arnars í Eurovision. Það hafi samt ekki haft áhrif á sinnaskiptin. Spurður hvort framleiðendur Idolsins hafi lofað upp í ermina á sér gagnvart Arnari segir hann: „Það kom bara í bakið á okkur að hafa veitt þetta leyfi. Auðvitað var það mjög leiðinlegt að geta ekki staðið við þetta en þetta þróaðist svona." Torfi Ólafsson, höfundur Easy to Fool, er hæstánægður með ákvörðun Arnars. „Hann er svo efnilegur og góður söngvari að hann hefði getað sagt sér það sjálfur að þessi staða gæti komið upp, að hann færi svona langt í báðum keppnum. En það hefur aldrei boðað gott að eiga tvær kærustur."freyr@frettabladid.is Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira
„Ég átti ekki annarra kosta völ," segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig," bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. Arnar var í lok síðasta árs beðinn um að syngja með Edgari Smára kántrílagið Easy to Fool í Eurovision. Hann hafði áður komist í gegnum Idol-prufurnar og bað framleiðendur þáttanna því um leyfi hvort hann mætti einnig syngja í Eurovision. Hann fékk grænt ljós á það en eftir að Easy to Fool komst í úrslitin kom babb í bátinn. „Ég var kallaður á fund og þeir sögðu að núna þyrfti ég að velja. Þarna var leiðinlega komið fram við mig því ég var búinn að ráða mig í verkefni og kominn hálfa leið með það. Þeir báðu mig um að bakka út úr því sem ég, samviskunnar vegna, hafði ekki í mér að gera." Arnar er svekktur að geta ekki haldið áfram í Idol því hann var kominn í tuttugu manna lokahóp, einn tíu stráka. Átti hann því ágæta möguleika á tveggja milljón króna sigurlaununum. „Ég ætlaði að gera mitt besta og sá mig komast eitthvað áleiðis. Þetta hefði verið frábær kynning fyrir mig sem söngvara og ég var orðinn mjög spenntur. Svo kemur þetta mál upp." Þór Freysson, framleiðandi Idol, segir að Arnari hafi verið leyft að taka þátt í Eurovision til halda öllum möguleikum hans opnum, enda hefði hann getað staðið frammi fyrir því að komast áfram í hvorugri keppninni. „Við höfum alltaf reynt að koma eins mikið til móts við keppendur og hægt er varðandi framkomu þeirra áður en Idol byrjar," segir Þór. Eftir að í ljós kom að Arnar tekur þátt í úrslitum Eurovision 13. febrúar, kvöldið áður en útsendingar frá Idol hefjast, þurfti aftur á móti að taka í taumana. „Hann tók ákvörðun eftir sinni bestu samvisku og vildi ekki svíkja félaga sína og lagahöfundinn, sem er mjög virðingarvert. Það er leiðinlegt að missa hann úr keppninni því hann er mjög hæfileikaríkur strákur en við höfðum nóg af keppendum sem bönkuðu á dyrnar til að koma í staðinn fyrir hann," segir Þór. Hann játar að aðrir Idol-keppendur hafi komið að máli við sig og kvartað yfir þátttöku Arnars í Eurovision. Það hafi samt ekki haft áhrif á sinnaskiptin. Spurður hvort framleiðendur Idolsins hafi lofað upp í ermina á sér gagnvart Arnari segir hann: „Það kom bara í bakið á okkur að hafa veitt þetta leyfi. Auðvitað var það mjög leiðinlegt að geta ekki staðið við þetta en þetta þróaðist svona." Torfi Ólafsson, höfundur Easy to Fool, er hæstánægður með ákvörðun Arnars. „Hann er svo efnilegur og góður söngvari að hann hefði getað sagt sér það sjálfur að þessi staða gæti komið upp, að hann færi svona langt í báðum keppnum. En það hefur aldrei boðað gott að eiga tvær kærustur."freyr@frettabladid.is
Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira