Lífið

Kreppan laskar stórafmæli FM

18 ár á FM957. Svali segir stöðina þurfa að draga saman seglin.
18 ár á FM957. Svali segir stöðina þurfa að draga saman seglin.

„Kreppan hefur alveg svakaleg áhrif, en við verðum bara að halda sjoppunni gangandi og sníða stakk eftir vexti,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, Svali á FM. Stöðin verður tuttugu ára í sumar og Svali er elsti starfsmaðurinn, hefur verið með í 18 ár. Þegar stöðin hélt upp á tíu ára afmælið árið 1999 var öllu tjaldað til, Garbage, East 17 og fleiri bönd spiluðu í Laugardalshöll, en fyrst áttu tónleikarnir að fara fram á þaki Faxaskálans.

Nú er sem kunnugt er búið að rífa Faxaskála til að koma nýja tónlistarhúsinu fyrir. „Ég held ég geti fullyrt að við höldum ekki tónleika á þaki nýja tónlistarhússins! En meira get ég ekki sagt, ég sit bara á koppnum. Við erum að skipuleggja afmælið í þessum töluðum orðum og það er verið að hrista saman ýmsum hugmyndum,“ segir Svali, leyndardómsfullur. „Þetta verður allt meira „back to basic“ og niðri á jörðinni.“

Tónlistarverðlaunahátíð FM957 stendur einnig fyrir dyrum. „Við fáum ekki mikla peninga til að halda hátíðina svo hún verður með smærra sniði en síðast. Við ætlum að halda hana í lok mars,“ segir Svali.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.