Lyftuvörður fer með ljóð fyrir skíðagesti Valur Grettisson skrifar 5. febrúar 2009 11:08 Ísleifur Friðriksson fer jafnt með Hávamál og Passíusálmana fyrir skíðagestina. „Þetta mælist svo vel fyrir að fólk er farið að rukka mig um ljóðin," segir Ísleifur Friðriksson, lyftuvörður í Bláfjöllum sem hefur tekið upp á þeirri nýlundu að lesa ljóð fyrir gesti í röðinni að stólalyftunni. Kveðskapurinn, sem er lesinn upp í frostinu, er jafn fjölbreyttur og hann er margur - Ísleifur les allt frá Passíusálmunum yfir í eigin kveðskap. Spurður hvernig það hafi komið til að hann fór að lesa ljóð fyrir gesti Bláfjalla segir hann það aðallega vegna þess að langar raðir hafi átt það til að myndast, þá hafi hann drepið tímann og lesið ljóð fyrir almenning. Hann segist hafa byrjað á því að lesa Passíusálmana, „en vegna þess að ég er sjálfur ásatrúarmaður, þá ákvað ég að hafa smá jafnræði þarna á milli og byrjaði þá einnig að lesa upp úr Hávamálum," útskýrir Ísleifur. Hann segir ekkert ljóðasnobb ríkja í röðinni, hann sé tilbúinn að lesa hvaða kveðskap sem er, en eitt er bannað; það er að klappa fyrir lestrinum. Aðspurður hversvegna svo sé, svarar Ísleifur hógvær: „Ég vil ekki láta klappa fyrir mér." Sjálfur yrkir Ísleifur og hefur lesið upp eigin kveðskap fyrir gesti í röðinni. Þegar blaðamaður spyr hvort hann vilji ekki fara með eitt ljóða sinna fyrir hann, segist hann ekki vilja það, vill meina að þau séu ekki birtingahæf. „Ljóðið á heim í fjöllunum," segir hann svo og bendir á að þau séu mátulega löng fyrir gesti sem bíða eftir því að komast í lyfturnar, þangað sem þeir eru bornir á toppinn og þaðan renna þeir sér niður brattar brekkurnar mettaðir af andans list. Að sögn Ísleifs er ekkert sérstakt ljóð sem er frekar beðið um en annað. Hann játar reyndar að sum ljóðin sem hann lesi, séu í raun hálfgert drasl, án þess að hann vilji fara nákvæmar út í þá sálma. Mikil aðsókn hefur verið í Bláfjöll undandarna daga enda blíðskapaveður. Ísleifur segir færðina góða, þó það sé frekar kalt. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Þetta mælist svo vel fyrir að fólk er farið að rukka mig um ljóðin," segir Ísleifur Friðriksson, lyftuvörður í Bláfjöllum sem hefur tekið upp á þeirri nýlundu að lesa ljóð fyrir gesti í röðinni að stólalyftunni. Kveðskapurinn, sem er lesinn upp í frostinu, er jafn fjölbreyttur og hann er margur - Ísleifur les allt frá Passíusálmunum yfir í eigin kveðskap. Spurður hvernig það hafi komið til að hann fór að lesa ljóð fyrir gesti Bláfjalla segir hann það aðallega vegna þess að langar raðir hafi átt það til að myndast, þá hafi hann drepið tímann og lesið ljóð fyrir almenning. Hann segist hafa byrjað á því að lesa Passíusálmana, „en vegna þess að ég er sjálfur ásatrúarmaður, þá ákvað ég að hafa smá jafnræði þarna á milli og byrjaði þá einnig að lesa upp úr Hávamálum," útskýrir Ísleifur. Hann segir ekkert ljóðasnobb ríkja í röðinni, hann sé tilbúinn að lesa hvaða kveðskap sem er, en eitt er bannað; það er að klappa fyrir lestrinum. Aðspurður hversvegna svo sé, svarar Ísleifur hógvær: „Ég vil ekki láta klappa fyrir mér." Sjálfur yrkir Ísleifur og hefur lesið upp eigin kveðskap fyrir gesti í röðinni. Þegar blaðamaður spyr hvort hann vilji ekki fara með eitt ljóða sinna fyrir hann, segist hann ekki vilja það, vill meina að þau séu ekki birtingahæf. „Ljóðið á heim í fjöllunum," segir hann svo og bendir á að þau séu mátulega löng fyrir gesti sem bíða eftir því að komast í lyfturnar, þangað sem þeir eru bornir á toppinn og þaðan renna þeir sér niður brattar brekkurnar mettaðir af andans list. Að sögn Ísleifs er ekkert sérstakt ljóð sem er frekar beðið um en annað. Hann játar reyndar að sum ljóðin sem hann lesi, séu í raun hálfgert drasl, án þess að hann vilji fara nákvæmar út í þá sálma. Mikil aðsókn hefur verið í Bláfjöll undandarna daga enda blíðskapaveður. Ísleifur segir færðina góða, þó það sé frekar kalt.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira