Lífið

Guðjón Bergmann breytir um nafn

Guðjón Bergmann hefur breytt um nafn á fyrirtæki sínu sem áður hét Hanuman ehf en heitir nú G.Bergmann ehf.
Guðjón Bergmann hefur breytt um nafn á fyrirtæki sínu sem áður hét Hanuman ehf en heitir nú G.Bergmann ehf.

Fyrirtækið Hanuman ehf. var stofnað árið 2004 í kringum starfsemi Guðjóns Bergmann, rithöfundar, fyrirlesara og jógakennara og nefnt í höfuðið á goði úr indverski goðafræði sem táknar hreysti, útsjónarsemi, kraft og orku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðjóni Bergmann. Þar segir ennfremur að fyrirtæki hans hafi frá þeim tíma staðið fyrir útgáfu bóka eftir Guðjón, fjölbreyttu námskeiða- og fyrirlestrarhaldi og jógakennslu.

„Nafnið G. Bergmann ehf. var áður í eigu Guðlaugs Bergmann heitins sem var faðir Guðjóns og hefur verið starfrækt síðastliðin ár af móður hans, Guðrúnu G. Bergmann.

Nafnabreytingin er Guðjóni mjög kær af þessum sökum. Á fyrstu mánuðum ársins 2009 hefur fyrirtækið G. Bergmann ehf. þegar staðið fyrir fjölda námskeiða og fyrirlestra, auk þess sem það stendur fyrir ráðgjafastarfsemi inni í Latabæ og jógakennslu í World Class."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.