Dóttir Geirs vonar að allt fari vel 4. febrúar 2009 16:05 Helga Lára og Geir pabbi hennar. „Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda. „En allt hefur gengið rosalega vel og við erum heppin að þetta greindist snemma. Við erum jákvæð og vongóð um að það fari allt vel," segir Helga Lára. „Svona veikindi er eitt af því sem maður þarf að takast á við í lífinu og við erum ótrúlega heppin að þetta hafi greinst svona snemma. Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur. Pabbi er búinn að vera ráðherra síðan ég var í grunnskóla og þingmaður síðan ég man eftir mér." Með pólitíkina í blóðinu „Ég veit ekki hvort ég hef áhuga á því," svarar Helga Lára aðspurð hvort hún stefni á að feta í sömu spor og pabbi hennar. „Ég hef sjálf tekið þátt í stúdentapólitík. Við töpuðum í Stúdentaráðskosningum í fyrra með 6 atkvæðum þegar ég var formaður Vöku. Í dag og á morgun fara kosningar í Háskólanum fram og erum við í Vöku að leggja allt kapp á að ná þessum örfáum atkvæðum sem vantaði upp á í fyrra." „Annars hef ég mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og öllu sem gerist í kringum mig. Ég hef alist upp við það að fylgjast vel með því sem gerist í kringum mig," segir Helga Lára. „En það eru engin plön eins og er. Mér finnst að maður eigi að fara í stjórnmál til að láta gott af sér leiða en ekki af því að foreldrar manns hafa starfað þar. Núna í vor er ég að klára háskólann, BA próf í sálfræði, og er að skrifa ritgerðina mína núna og planið er að fara svo í framhaldsnám. En ég hef ekki hugsað svo langt því mjög mikið hefur breyst síðustu mánuði en þegar og ef ég fer í framhaldsnám fer ég væntanlega til Bretlands eða Bandaríkjanna," segir Helga Lára.Eruð þið náin, þú og pabbi þinn? „Við erum það og höfum alltaf verið. Við náum vel saman. Fyrir mig persónulega, þá er gaman að pabbi mun hafa meiri tíma þegar hann hættir. Hann getur þá gefið sér meiri tíma með okkur börnunum og barnabörnunum. Það verður ekki af honum tekið að hann hefur staðið sig mjög vel þó hann hefði hugsanlega sjálfur kosið að þetta hefði farið öðruvísi." „Það fær fólk til að staldra við þegar það lendir í veikindum . Og það hefur örugglega spilað inn í þessa ákvörðun pabba að draga sig í hlé. Nú getur hann gefið sér tíma til að hugsa um sjálfan sig." „Það er búið að vera erfitt fyrir mig að fylgjast með því sem hefur verið í gangi. Hlutirnir voru orðnir persónulegir og mér þykir það miður. Það er eitt að gagnrýna hans störf á vettvangi stjórnmálanna en allt annað að ráðast á hann sem persónu. Það á ekki að viðgangast og er ekki eitthvað sem við eigum að sætta okkur við," segir Helga Lára að lokum. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
„Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda. „En allt hefur gengið rosalega vel og við erum heppin að þetta greindist snemma. Við erum jákvæð og vongóð um að það fari allt vel," segir Helga Lára. „Svona veikindi er eitt af því sem maður þarf að takast á við í lífinu og við erum ótrúlega heppin að þetta hafi greinst svona snemma. Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur. Pabbi er búinn að vera ráðherra síðan ég var í grunnskóla og þingmaður síðan ég man eftir mér." Með pólitíkina í blóðinu „Ég veit ekki hvort ég hef áhuga á því," svarar Helga Lára aðspurð hvort hún stefni á að feta í sömu spor og pabbi hennar. „Ég hef sjálf tekið þátt í stúdentapólitík. Við töpuðum í Stúdentaráðskosningum í fyrra með 6 atkvæðum þegar ég var formaður Vöku. Í dag og á morgun fara kosningar í Háskólanum fram og erum við í Vöku að leggja allt kapp á að ná þessum örfáum atkvæðum sem vantaði upp á í fyrra." „Annars hef ég mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og öllu sem gerist í kringum mig. Ég hef alist upp við það að fylgjast vel með því sem gerist í kringum mig," segir Helga Lára. „En það eru engin plön eins og er. Mér finnst að maður eigi að fara í stjórnmál til að láta gott af sér leiða en ekki af því að foreldrar manns hafa starfað þar. Núna í vor er ég að klára háskólann, BA próf í sálfræði, og er að skrifa ritgerðina mína núna og planið er að fara svo í framhaldsnám. En ég hef ekki hugsað svo langt því mjög mikið hefur breyst síðustu mánuði en þegar og ef ég fer í framhaldsnám fer ég væntanlega til Bretlands eða Bandaríkjanna," segir Helga Lára.Eruð þið náin, þú og pabbi þinn? „Við erum það og höfum alltaf verið. Við náum vel saman. Fyrir mig persónulega, þá er gaman að pabbi mun hafa meiri tíma þegar hann hættir. Hann getur þá gefið sér meiri tíma með okkur börnunum og barnabörnunum. Það verður ekki af honum tekið að hann hefur staðið sig mjög vel þó hann hefði hugsanlega sjálfur kosið að þetta hefði farið öðruvísi." „Það fær fólk til að staldra við þegar það lendir í veikindum . Og það hefur örugglega spilað inn í þessa ákvörðun pabba að draga sig í hlé. Nú getur hann gefið sér tíma til að hugsa um sjálfan sig." „Það er búið að vera erfitt fyrir mig að fylgjast með því sem hefur verið í gangi. Hlutirnir voru orðnir persónulegir og mér þykir það miður. Það er eitt að gagnrýna hans störf á vettvangi stjórnmálanna en allt annað að ráðast á hann sem persónu. Það á ekki að viðgangast og er ekki eitthvað sem við eigum að sætta okkur við," segir Helga Lára að lokum.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira