Dóttir Geirs vonar að allt fari vel 4. febrúar 2009 16:05 Helga Lára og Geir pabbi hennar. „Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda. „En allt hefur gengið rosalega vel og við erum heppin að þetta greindist snemma. Við erum jákvæð og vongóð um að það fari allt vel," segir Helga Lára. „Svona veikindi er eitt af því sem maður þarf að takast á við í lífinu og við erum ótrúlega heppin að þetta hafi greinst svona snemma. Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur. Pabbi er búinn að vera ráðherra síðan ég var í grunnskóla og þingmaður síðan ég man eftir mér." Með pólitíkina í blóðinu „Ég veit ekki hvort ég hef áhuga á því," svarar Helga Lára aðspurð hvort hún stefni á að feta í sömu spor og pabbi hennar. „Ég hef sjálf tekið þátt í stúdentapólitík. Við töpuðum í Stúdentaráðskosningum í fyrra með 6 atkvæðum þegar ég var formaður Vöku. Í dag og á morgun fara kosningar í Háskólanum fram og erum við í Vöku að leggja allt kapp á að ná þessum örfáum atkvæðum sem vantaði upp á í fyrra." „Annars hef ég mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og öllu sem gerist í kringum mig. Ég hef alist upp við það að fylgjast vel með því sem gerist í kringum mig," segir Helga Lára. „En það eru engin plön eins og er. Mér finnst að maður eigi að fara í stjórnmál til að láta gott af sér leiða en ekki af því að foreldrar manns hafa starfað þar. Núna í vor er ég að klára háskólann, BA próf í sálfræði, og er að skrifa ritgerðina mína núna og planið er að fara svo í framhaldsnám. En ég hef ekki hugsað svo langt því mjög mikið hefur breyst síðustu mánuði en þegar og ef ég fer í framhaldsnám fer ég væntanlega til Bretlands eða Bandaríkjanna," segir Helga Lára.Eruð þið náin, þú og pabbi þinn? „Við erum það og höfum alltaf verið. Við náum vel saman. Fyrir mig persónulega, þá er gaman að pabbi mun hafa meiri tíma þegar hann hættir. Hann getur þá gefið sér meiri tíma með okkur börnunum og barnabörnunum. Það verður ekki af honum tekið að hann hefur staðið sig mjög vel þó hann hefði hugsanlega sjálfur kosið að þetta hefði farið öðruvísi." „Það fær fólk til að staldra við þegar það lendir í veikindum . Og það hefur örugglega spilað inn í þessa ákvörðun pabba að draga sig í hlé. Nú getur hann gefið sér tíma til að hugsa um sjálfan sig." „Það er búið að vera erfitt fyrir mig að fylgjast með því sem hefur verið í gangi. Hlutirnir voru orðnir persónulegir og mér þykir það miður. Það er eitt að gagnrýna hans störf á vettvangi stjórnmálanna en allt annað að ráðast á hann sem persónu. Það á ekki að viðgangast og er ekki eitthvað sem við eigum að sætta okkur við," segir Helga Lára að lokum. Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
„Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda. „En allt hefur gengið rosalega vel og við erum heppin að þetta greindist snemma. Við erum jákvæð og vongóð um að það fari allt vel," segir Helga Lára. „Svona veikindi er eitt af því sem maður þarf að takast á við í lífinu og við erum ótrúlega heppin að þetta hafi greinst svona snemma. Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur. Pabbi er búinn að vera ráðherra síðan ég var í grunnskóla og þingmaður síðan ég man eftir mér." Með pólitíkina í blóðinu „Ég veit ekki hvort ég hef áhuga á því," svarar Helga Lára aðspurð hvort hún stefni á að feta í sömu spor og pabbi hennar. „Ég hef sjálf tekið þátt í stúdentapólitík. Við töpuðum í Stúdentaráðskosningum í fyrra með 6 atkvæðum þegar ég var formaður Vöku. Í dag og á morgun fara kosningar í Háskólanum fram og erum við í Vöku að leggja allt kapp á að ná þessum örfáum atkvæðum sem vantaði upp á í fyrra." „Annars hef ég mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og öllu sem gerist í kringum mig. Ég hef alist upp við það að fylgjast vel með því sem gerist í kringum mig," segir Helga Lára. „En það eru engin plön eins og er. Mér finnst að maður eigi að fara í stjórnmál til að láta gott af sér leiða en ekki af því að foreldrar manns hafa starfað þar. Núna í vor er ég að klára háskólann, BA próf í sálfræði, og er að skrifa ritgerðina mína núna og planið er að fara svo í framhaldsnám. En ég hef ekki hugsað svo langt því mjög mikið hefur breyst síðustu mánuði en þegar og ef ég fer í framhaldsnám fer ég væntanlega til Bretlands eða Bandaríkjanna," segir Helga Lára.Eruð þið náin, þú og pabbi þinn? „Við erum það og höfum alltaf verið. Við náum vel saman. Fyrir mig persónulega, þá er gaman að pabbi mun hafa meiri tíma þegar hann hættir. Hann getur þá gefið sér meiri tíma með okkur börnunum og barnabörnunum. Það verður ekki af honum tekið að hann hefur staðið sig mjög vel þó hann hefði hugsanlega sjálfur kosið að þetta hefði farið öðruvísi." „Það fær fólk til að staldra við þegar það lendir í veikindum . Og það hefur örugglega spilað inn í þessa ákvörðun pabba að draga sig í hlé. Nú getur hann gefið sér tíma til að hugsa um sjálfan sig." „Það er búið að vera erfitt fyrir mig að fylgjast með því sem hefur verið í gangi. Hlutirnir voru orðnir persónulegir og mér þykir það miður. Það er eitt að gagnrýna hans störf á vettvangi stjórnmálanna en allt annað að ráðast á hann sem persónu. Það á ekki að viðgangast og er ekki eitthvað sem við eigum að sætta okkur við," segir Helga Lára að lokum.
Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira