Fleiri fréttir

Hvar eru peningarnir mínir?

Í ljósi atburða seinustu daga hér á landi hefur hljómsveitin Ghostigital ákveðið að gefa þjóðinni remix af laginu ,,Hvar eru peningarnir mínir".

Heimabrugg vinsælt í kreppunni

„Um leið og harðnar í ári er öllum tamt að leita sér að einhverjum lausnum," segir Magnús Axelsson eigandi Ámunnar, sem selur efni og áhöld til víngerðar. Hann segir alltaf meira að gera hjá versluninni þegar kreppir að í samfélaginu.

Segir prófessor í húmor alls ekki þurfa að hafa húmor

„Stutta svarið er að ég fæst við ýmsar hliðar kímnigáfu í mannlegu samfélagi, allt frá venjulegum bröndurum upp í kímni í samræðum, spaugilegar aðstæður og svo framvegis,“ segir Elliott Oring, prófessor í húmor við Háskóla Íslands.

Courtney laug um megrun

Courtney Love virðist hafa haldið alheiminum i lygavef varðandi megrun sína þegar að hún sagðist hafa rifið af sér kílóin með megrunarkúr ættaðri frá Oprah Winfrey og dáleiðslu. Nú hefur ónafngreindur félagi Love fullyrt að hún hafi farið í fitusog til að léttast.

Hollywoodstjarna í 66° norður peysu - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna er leikarinn Jake Gellynhall, sem er 27 ára gamall, klæddur í 66° norður peysu þegar hann yfirgefur veitingahús bakdyramegin í Lundúnum í gegnum bakdyrnar til að forðast ljósmyndara.

J.K. Rowling þénar þúsund krónur á sekúndu

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling þénar fimm pund á sekúndu sem samsvarar rúmlega 1000 íslenskum krónum á sekúndu miðað við núverandi gengi. Samkvæmt Forbes tímaritsins námu tekjur hennar í fyrra á fjórða milljarð króna.

Vigdísarbolir til styrktar Bleiku slaufunni

Bleikar slaufur fást ekki bara í formi skartgripa í ár, en NTC styrkir Krabbameinsfélagið með sölu á sérhönnuðum stuttermabolum tileinkuðum átaki Bleiku slaufunnar. Mynd af Vigdísi Finnbogadóttur prýðir bolina.

Ekki gleyma smáfuglunum

Það er ekki bara mannfólkið sem þarf að óttast um hag sinn þessa dagana. Fuglavernd sendi frá sér tilkynningu í dag, þar sem félagið minnir á smáfuglana nú þegar vetur brestur á af fullum þunga.

Flex bræður saman á ný eftir langt hlé

Föstudagskvöldið 03. október næstkomandi koma Flex bræður saman eftir töluvert frí. Ghozt ásamt Brunhein snúa bökum saman eftir töluvert frí og snúa skífum saman á Tunglinu, föstudagskvöldið 03. október næstkomandi. Þeir hafa báðir spilað með mörgum af stærstu og vinsælustu plötusnúðum heims á borð við Deep Dish, D. Ramirez, Adam Freeland, David Guetta, Desyn Masiello og fleiri. Það kostar 1.000 krónur inn hægt er að senda póst á flex@flex.is til þess að komast á gestalista.

Lesbíurnar vilja ættleiða

Leikkonan Lindsay Lohan, sem er 22 ára gömul, íhugar að ættleiða barn ásamt kærustunni Samönthu Ronson, 30 ára, sem eyddu nýverið saman rómantískum dögum í Mexikó eins og meðfylgjandi myndir sýna. Lindsay, sem upplifði erfið samskipti við foreldra sína undanfarin ár, segir í forsíðuviðtali við tímaritið Marie Claire, hlakka til að takast á við framtíðina eftir að hún kynntist ástinni sinni, Samönthu.

Ásdís Rán í FHM og Maxim

Ásdís Rán hefur ekki dvalið lengi í Búlgaríu, en er þegar umsetin af fjölmiðlum þar í landi. Hún og eiginmaðurinn, Garðar Gunnlaugsson, eru tíðir gestir á síðum slúðurblaðanna. Og nú hafa tvö stór glanstímarit sýnt því áhuga að fá hana til að sitja fyrir hjá sér.

Hlutabréf sálarinnar

Ekki er örgrannt um að bók Robins Sharma, Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, hafi haft einhver áhrif á lífsgæðaþyrsta Vesturlandabúa. Það minnir að minnsta kosti óneitanlega á söguþráð hennar

Dansþáttur færður

Útvarpsþátturinn Flex á X-inu hefur verið færður af laugardagskvöldum yfir á föstudagskvöld og verður hann í loftinu frá 19 til 22. Ein af ástæðum þess er sú að hinn gamalgróni þáttur, Party Zone, er á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum.

Fimm íslenskar myndir

Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildar­myndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum.

Menn ársins með plötu

Poppsveitin Menn ársins er að senda sér sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp í sveitahljóðveri í Danmörku í nóvember í fyrra.

Gangverk leikhúsa

Fyrsta verkefni Nemendaleikhússins í vetur, sýningin Gangverkið, verður frumsýnt í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins.

Rokk og ról á Selfossi

Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Guns"N Roses verða haldnir í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu skipa sveitina þeir Snorri Snorrason, Gunnar Bjarni, Birgir Nielsen, Herbert Viðarsson og Grétar Bulgretzky.

Vinir starfa saman

Martin Scorsese mun leikstýra Robert De Niro í glæpamyndinni I Heard You Paint Houses. Þetta verður fyrsta myndin sem þeir félagar gera saman síðan mafíu­myndin Casino kom út árið 1995.

Hátt í tvö hundruð flytjendur

Hátt í tvö hundruð flytjendur hafa verið bókaðir á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík eftir tvær vikur. 117 innlendir flytjendur hafa skráð sig til leiks en 49 erlendir.

Framverðir enska rappsins

Tvær af skærustu stjörnum breska rappsins eru nýbúnar að senda frá sér plötur. Roots Manuva gaf út sína sjöttu plötu, Slime & Reason, í byrjun september og hálfum mánuði seinna sendi Mike Skinner frá sér fjórðu Streets-plötuna Every­thing Is Borrowed. Trausti Júlíusson lagði við hlustir.

Hilary stelur hlutverki af Juliu

Leikkonan Hilary Swank mun fara með aðalhlutverkið í lögfræði þriller sem byggður verður á sannri sögu. Julia Roberts var orðuð við hlutverkið og margir töldu næsta víst að hún fengi hlutverkið.

Britney vill flytja til NY

Britney Spears mun hafa hafa rætt við Kevin Federline, fyrirverandi eiginmann sinn og barnsföður, um að hann flytji einnig til New York.

Bubbi boðar til mótmæla

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er búinn að fá nóg. Í dag sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann boðar til mótmæla við Austurvöll í hádeginu á miðvikudaginn í næstu viku.

Gerðu samning við 19 búðir í Danmörku

„Við erum stödd í Danmörku og kjóllinn frægi á Íslandi sem er hægt að breyta í 30 útgáfur er kominn í sölu," svarar Brynjar Ingólfsson sem er hvað þekktastur fyrir þátttöku hans og kærustu hans Steinunnar Garðarsdóttur í sjónvarpsþættinum Hæðin sem sýnd var á Stöð 2. „Við erum að láta sauma kjólinn í bæði Danmörku og Póllandi og erum að selja hann í 19 verslunum hér í Danmörku eins og til dæmis í þekktri tískuverslun, Flying A."

Íslensk leikkona ætlar að meika það

„Þættirnir eru svokallaðir „webisodes'' sem eru svona miní sjónvarpsþættir á netinu. Þetta er orðið rosalega vinsæll miðill hérna í Bandaríkjunum," svarar Sirrý Jónsdóttir sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttum sem nefnast Vampire Killers.

„Það er ekkert kynlífsmyndband með Britney," segir Adnan

Adnan Ghalib, ljósmyndari, sem komst í heimsfréttirnar þegar haft var eftir honum að hann hefði undir höndum kynlífsmyndband af sjálfum sér með Britney, hefur stigið fram og leiðrétt þennan misskilninginn að hans sögn.

Svarar gagnrýni Ítala

Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu.

Vinsæll bloggari gefur út bók

„Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur.

Breyttur Organ opnar á ný

Páll Gunnar Ragnarsson, einn af eigendum skemmtistaðarins 22 við Laugaveg, og Gunnar Már Þráinsson hafa fest kaup á Organ í Hafnarstræti.

Kung Fu í styttri útgáfu

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu.

Góð aðsókn að Braga

Ef aðeins er tekið mið af aðsóknartölum má ætla að löngu hafi verið orðið tímabært að setja upp veglega yfirlitssýningu á verkum Braga Ásgeirssonar, en aðsókn á sýningu hans á Kjarvalsstöðum hefur farið fram úr björtustu vonum.

Sinfó undir áhrifum austurs

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí.

Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter.

Trúbador opnar viðburðasíðu

Ný íslensk heimasíða, Garg.is, verður opnuð í dag. Síðunni er ætlað að veita upplýsingar um tónlistarviðburði á höfuðborgarsvæðinu og eru stofnendur trúbadorinn Hlynur Benediktsson og Atli Hólmgrímsson.

Færeyskt rokk og ról

Bætt hefur verið við einum tónleikum með færeysku rokksveitinni Tý hér á landi og mun hún því koma fjórum sinnum fram á næstu dögum. Tónleikastaðurinn Paddy"s í Keflavík hefur bæst við og verða þeir tónleikar í kvöld.

Tveir módernistar

Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar.

Branagh býr til þrumuguð

Ný ofurhetjumynd um þrumuguðinn Þór, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, verður frumsýnd 16. júlí 2010. Í stað leikstjórans Matthews Vaughn hefur Bretinn Kenneth Branagh verið ráðinn. Branagh hefur gert myndir á borð við Much Ado About Nothing, Frankenstein og Hamlet.

Cynic Guru spilar í Bretlandi

„Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær.

Janet heim af spítalanum

Bandaríska söngkonan Janet Jackson var í gær útskrifuð af spítala. Söngkonan var færð á sjúkrahús skömmu fyrir tónleika í Montreal í Kanada í fyrradag.

Safnað fyrir Súperman

Aðdáendur ofurmannsins fljúgandi Súperman hafa bjargað húsi einu í Bandaríkjunum þar sem hasarhetjan varð til. Fyrir meira en 70 árum sköpuðu Jerry Siegel og Joe Shuster Súperman í umræddu húsi.

„Ekki kjósa!" segja Hollywoodstjörnur - myndband

Fræga fólkið í Hollywood er meðvitað um mikilvægi þess að fólk noti kosningarétt sinn í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í nýjum sjónvarpsauglýsingum hvetja stjörnur eins og Jennifer Aniston, Leonardo DiCaprio, Jaime Foxx, Dustin Hoffman, Eva Longoria, Tobey Maguire, Demi Moore, Natalie Portman, Halle Berry og Forest Whitaker svo einhverjar séu nefndar, bandaríska áhorfendum ekki til að kjósa í komandi kosningum.

Afturendi Aniston vekur athygli - myndir

Leikkonan Jennifer Aniston, sem er 39 ár gömul, sólar sig á stöndinni Los Cabos í Mexíkó. Hún fær hinsvegar ekki mikið næði því ljósmyndarar sitja um hana allan sólarhringinn.

Sjá næstu 50 fréttir