Lífið

Janet heim af spítalanum

Janet Jackson.
Janet Jackson.
Bandaríska söngkonan Janet Jackson var í gær útskrifuð af spítala. Söngkonan var færð á sjúkrahús skömmu fyrir tónleika í Montreal í Kanada í fyrradag.

Aflýsa varð tónleikunum með skömmum fyrirvara vegna veikinda en Janet var að prufkeyra hljóðkerfið þegar hún kenndi til eymsla.

Janet mun halda tónleikaferð sinni um Norður-Ameríku á laugardaginn. Fresta hefur þó þurft tónleikum í Boston og Fíladelfíu sem stóð til að halda í kvöld og annað kvöld.

Á föstudaginn hætti Janet við að koma fram á tónleikum í Detroit í Bandaríkjunum vegna vandamála sem komu upp í tengslum við skipulagningu tónleikanna.

Ekki hefur fengist uppgefið hvað amaði að söngkonunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.