Lífið

Fá ekki að nota náðhúsið í Ráðherrabústaðnum

Frá Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu.
Frá Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu.

Svo stíft er fundað í Ráðherrabústaðnum í dag að fréttamenn fá ekki að nota snyrtinguna. Fréttamenn hafa beðið stundum saman í Tjarnargötunni fyrir utan Ráðherrabústaðinn eftir fréttum af gangi mála hjá ríkisstjórninni sem hefur tekið á móti öllum forystumönnum úr íslensku fjármála og athafnalífi um helgina. Þegar fréttamenn báðu starfsmenn í Ráðherrabústaðnum um náðarsamlegt leyfi til þess að fá að nota náðhúsið var þeim sagt að fundað væri í öllum herbergjum hússins. Fréttamenn yrðu því að leita annað ef þeir þyrftu að létta á sér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.