Lífið

Britney vill flytja til NY

Britney Spears langar til New York.
Britney Spears langar til New York.
Bandaríska söngkonan Britney Spears íhugar nú að flytjast búferlum. Undanfarin ár hefur stjarnan verið búsett í Malibu í Kaliforníu en nú hefur hún hug á að flytja til New York-borgar.

Britney mun hafa hafa rætt við Kevin Federline, fyrirverandi eiginmann sinn og barnsföður, um að hann flytji einnig til New York.

Þau íhuga að gefa sambandi sínu annan möguleika, en samkvæmt slúðursíðunum vestanhafs eru þau nú í hjónabandsráðgjöf. Beri hún árangur munu þau flytja aftur undir sama þak.

Saman eiga þau synina Sean Preston og Jayden James og fer Kevin með forræði þeirra. Britney og Kevin skildu í júlí í fyrra.

Talið er nær öruggt að Britney flytji ekki til borgarinnar nema Kevin geri það einnig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.