Lífið

„Það er ekkert kynlífsmyndband með Britney," segir Adnan

Britney Spears og Adnan Ghalib.
Britney Spears og Adnan Ghalib.

Adnan Ghalib, ljósmyndari, sem komst í heimsfréttirnar þegar haft var eftir honum að hann hefði undir höndum kynlífsmyndband af sjálfum sér með Britney, hefur stigið fram og leiðrétt misskilninginn að hans sögn.

„Það er ekker kynlífsmyndband," segir Adnan við tímaritið Star.

„Ég veit ekki hvaðan blaðamenn hafa fengið þessar upplýsingar. Þeir hafa eftir mér að kynlífsmyndband af Britney sé falt. Þetta er uppspuni frá upphafi til enda. Ég er mjög sár yfir þessu og stressaður og ætla í mál við þessa fjölmiðla. Lygasagan hefur valdið fjölskyldu minni miklum skaða og fólki sem tengist mér persónulega," segir Adnan.

Á sama tíma heimsækir Britney Spears, sem er 26 ára gömul, skólabörn í Bronx hverfinu í New York.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna gaf söngkonan sér góðan tíma með börnunum og leyfði nærstöddum lögreglumönnum einnig að mynda sig.

Með Britney var kvikmyndatökulið, eldri bróðir hennar, Bryan, og umboðsmaður hennar Larry Rudolph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.