Lífið

Fyrsta plata Motion Boys á leiðinni

Fyrsta plata Motion Boys sem ber nafnið Hang On kemur út þann 9.október næstkomandi.

Platan inniheldur smáskífurnar Waiting To Happen, Hold Me Closer To Your Heart, Steal Your Love, Queen Of Hearts og nýjasta lagið Five 2 Love.

Útgáfutónleikar Motion Boys verða haldnir á Nasa þennan sama dag 9.október. Þar munu þeir flytja plötuna í heild sinni auk þess sem þeir prufukeyra heimagerðan hljóðgervil í fyrsta skipti opinberlega.

Miðaverð er annars vegar 1500 kr og þá fylgir diskurinn með eða hins vegar 500 kall. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Sprengjuhöllin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.