Lífið

Íslensk leikkona ætlar að meika það

Sirrý Jónsdóttir 30 ára.
Sirrý Jónsdóttir 30 ára.

„Þættirnir eru svokallaðir „webisodes'' sem eru svona miní sjónvarpsþættir á netinu. Þetta er orðið rosalega vinsæll miðill hérna í Bandaríkjunum," svarar Sirrý Jónsdóttir sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttum sem nefnast Vampire Killers.

„Þættirnir fjalla, eins og nafnið gefur til kynna, um vampírur og lítinn hóp sem veiðir þær í Los Angeles. Ég leik eina af þrettán vampírum og var karakterinn minn látinn vera frá Íslandi, þar sem ég er íslensk," segir Sirrý.

„Minn karakter er kynntur aðeins seinna í seríunni þar sem að hún er sú sem er að plotta á móti vampírudrottningunni og minn karakter er líka sú grimmasta af þeim þrettán. Ætli það hafi ekki verið víkingablóðið sem gerði það að verki," segir Sirrý hlæjandi.

„Doug Hutchison er „creator", handritshöfundur og framleiðandi þáttanna. Hann er leikari sem hefur leikið í myndum eins og Green Mile og Punisher sem kemur út í desember og hefur leikið í X-Files og Lost, svo eitthvað sé nefnt," segir Sirrý.

„Ég flutti til Los Angeles fyrir sjö árum og fór að læra leiklist og hef verið þar síðan. Skólinn sem ég fór í heitir The Lee Strasberg Theater and Film Institute og er mjög virt nafn í bransanum og kenndi til dæmis Marilyn Monroe, Al Pacino, Robert DeNiro, Dustin Hoffman og fleirum."

„Mér líkaði strax mjög vel í Los Angeles. Þar býr mikil flóra af mannfólki og er stór hluti af fólkinu sem býr þar að eltast við draumana sína og er það mjög „inspiring'' and vera umkringd þannig fólki. Eftir útskriftina ákvað ég að vera áfram í borginni og fylgja stóra draumnum eftir. Þetta getur verið erfitt en ég nýt áskorunnarinnar," segir Sirrý.

„Þeir buðu mér hlutverk Földu sem er grimmasta vampíran í hóp af þrettán og sú sem er að vinna á móti vampírudrottningunni." .

„Fyrir nokkrum árum kynntist ég Doug og við erum búin að vera vinir síðan. Hann hringdi í mig fyrir nokkrum árum og bauð mér að koma og lesa fyrir leikstjórann af Vampire Killers og þeir buðu mér hlutverk Földu Helgadóttur. Ég var ekki lengi að segja já við því, því að ég hafði saknað vampíru tannanna minna síðan ég lék Lucy í sviðsuppsetningu á Drakúla í Los Angeles."

„Ég eyði líka tíma sem barnaskemmtikraftur, þar sem ég klæði mig upp sem alls konar karakterar, aðallega prinsessur, og skemmti litlu dúllunum í barnaafmælum og þannig skemmtunum," segir Sirrý.

Sjá nánar: Vampirekillers.tv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.