Lífið

Ásdís Rán í FHM og Maxim

MYND/ArnoldStúdio
Ásdís Rán hefur ekki dvalið lengi í Búlgaríu, en er þegar umsetin af fjölmiðlum þar í landi. Hún og eiginmaðurinn, Garðar Gunnlaugsson, eru tíðir gestir á síðum slúðurblaðanna. Og nú hafa tvö stór glanstímarit, FHM og Maxim sýnt því áhuga að fá hana til að sitja fyrir hjá sér.

„Ég er að íhuga tilboð frá FHM í Búlgaríu og Maxim er búið að fjalla um komu mína og birta myndir af mér," segir Ásdís. Umfjöllunin í Maxim kom henni á óvart. „Þeir tóku bara myndir af heimasíðunni minni. Ég var bara á hárgreiðslustofu að fletta blaðinu og sá mig á fyrstu síðunni, þar sem þeir voru að tilkynna að ég væri komin til landsins. Mér brá svolítið," segir Ásdís.

Hún ætlar að gefa sér tíma til að melta tilboðin frá blöðunum. „Þetta verður ekki fyrr en í janúar, febrúar. Ég er ekki tilbúin núna. Ég ætlaði að vera komin í gott form en hef ekkert getað æft," segir Ásdís, en hún lenti sem kunnugt er á spítala á dögunum vegna innvortis blæðinga. Þá vill Ásdís síður sitja fyrir hjá blöðunum ef hún lendir ekki á forsíðu. Það gæti reynst vandkvæðum bundið, þar sem yfirleitt eru það innlendar stúlkur sem verma forsíðuna.

Ásdís er þó ekkert feimin við að gera kröfur, og gæti jafnvel hætt við ef hún fær ekki forsíðumynd. „Mig langar á forsíðuna. Ég veit að ef ég segi nei við þá núna þá biðja þeir mig bara aftur seinna. Ég bíð þangað til ég fæ forsíðuna, ég er svo þrjósk," segir Ásdís kímin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.