Lífið

J.K. Rowling þénar þúsund krónur á sekúndu

Rithöfundurinn J.K. Rowling.
Rithöfundurinn J.K. Rowling.

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling þénar fimm pund á sekúndu sem samsvarar rúmlega 1000 íslenskum krónum á sekúndu miðað við núverandi gengi. Samkvæmt Forbes tímaritsins námu tekjur hennar í fyrra á fjórða milljarð króna.

Rowling er höfundar bókanna um galdradrenginn Harry Potter sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin ár. Fyrsta bókin um Potter kom út árið 1997.

Í næsta sæti á eftir Rowling á lista tækjuhæsta rithöfunda James Patterson sem er meðal annars þekktur fyrir Along Came A Spider sem hefur verið kvikmynduð. Patterson þénaði sex sinnum minna en Rowling.

Í þriðja sæti er sjálfur Stephen King, því næst kemur Tom Clancy og Danielle Steel. John Grisham og Dean Koontz deila sjötta sætinu. Ken Follett er áttundi því næst Janet Evanovich og Nicholas Sparks er tíundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.