Lífið

Courtney laug um megrun

Courtney Love
Courtney Love

Courtney Love virðist hafa haldið alheiminum i lygavef varðandi megrun sína þegar að hún sagðist hafa rifið af sér kílóin með megrunarkúr ættaðri frá Oprah Winfrey og dáleiðslu. Nú hefur ónafngreindur félagi Love fullyrt að hún hafi farið í skurðaðgerð til að léttast.

Heimildarmaðurinn sagði í samtali við News of the World að Courtney hefði farið í aðgerðina fyrir tveimur árum. Fjölmargir læknar hefðu verið beðnir um að gera aðgerðina. Þeir hafi hins vegar flestir neitað vegna þess að Courtney þótti ekki hafa nógu mikla fitu fyrir aðgerðina. Loks tókst að finna lækni sem vildi gera aðgerðina.

En leyndarmálið er sem sagt afhjúpað. Courtney fór í skurðaðgerð en ekki í megrun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.