Lífið

Gerðu samning við 19 búðir í Danmörku

Brynjar Ingólfsson og Steinunn Garðarsdóttir.
Brynjar Ingólfsson og Steinunn Garðarsdóttir.

„Við erum stödd í Danmörku og kjóllinn frægi á Íslandi sem er hægt að breyta í 30 útgáfur er kominn í sölu," svarar Brynjar Ingólfsson sem er hvað þekktastur fyrir þátttöku hans og kærustu hans Steinunnar Garðarsdóttur í sjónvarpsþættinum Hæðin sem sýnd var á Stöð 2.

„Við erum að láta sauma kjólinn, sem við hönnuðum, í bæði Danmörku og Póllandi og erum að selja hann í 19 verslunum hér í Danmörku eins og til dæmis í þekktri tískuverslun, Flying A."

„Við eigum eftir að vera hérna eitthvað fram á næsta ár. Unnur, systir Steinunnar, er með okkur í 100% starfi, á brandinu sem kallast Emami."

„Það verður byrjað að selja kjólinn hér á morgun. Við erum búin að fara með hann í fjölmargar búðir hérna og eigendur taka rosalega vel í þetta og staffið gapir bara. Vð höfum fengið mjög góð viðbrögð."

„Við höfum nóg að gera að sjá um framleiðsluna og að koma þessu til fleiri landa eins og Noregs, Svíðþjóðar, Þýskalands, Hollands, Spánar og Englands. Við ætlum að reyna að koma kjólnum í eins margar búðir fyrir jólin og við mögulega getum."

„Kjóllinn, sem hefur endalausa möguleika og er í einni stærð, kemur í verslanir Sautján og Retró heima á Íslandi eftir helgina."

„Já við erum að fjármagna þetta sjálf," svarar Brynjar Ingólfsson að lokum aðspurður hvort fjárfestir er á bak við kjólaævintýrið þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.