Lífið

Britney er hrifin af leðri

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Britney Spears vakti eitthvað minna en almenna hrifningu þegar hún neitaði að fljúga frá Los Angeles til Flórída, þar sem hún átti að halda tónleika.

Ástæðan var einföld - það voru engin leðursæti í vélinni.

Flugvélin var á leiðinni út á flugbraut þegar poppdrottningin stóð upp og lýsti því yfir að hún myndi ekki fljúga í hvaða taudruslusætum sem væri. Hún krafðist þess síðan að sér yrði hleypt út.

Vélinni seinkaði um rúman klukkutíma, á meðan Britney var hleypt út, og vélin affermd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.