Lífið

Æst kýr veldur usla í Lausanne

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Philippe Maeder/ 24 heures

Fimmtán lögreglumenn eltust í tvo tíma við ringlaða og stórhættulega kú sem ráfaði um götur Lausanne í Sviss á föstudag.

Kýrin slapp úr haga í Forel, í austur-Lausanne og spásseraði inn í miðborg þar sem hún olli skelfingu og ringulreið. Það tók fimmtán lögreglumenn og tíu bændur meira en tvo tíma að stöðva kýrina þar sem hún slæptist um á St-François og Mon-Repos breiðgötununum og reyndi að komast inn í verslanir, að sögn 24 heures dagblaðsins.

Bæjaryfirvöld litu á skepnuna sem ógn við vegfarendur og var fjölmennt lögreglulið, þar á meðal tvær leyniskyttur, kallað til.

Eftir tveggja tíma eltingaleik hæfði leyniskytta kúna í lærið með deyfilyfi, og sofnaði hún loks á Mon-Repos breiðgötunni. Henni var svo skutlað upp í flutningabíl og keyrð aftur til heimahaganna, þar sem hún dvelst nú í góðu yfirlæti, alls ósködduð að því er virðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.