Fleiri fréttir

Olsen-systur í næstu Bond-mynd

Olsen-systurnar munu mögulega verða fyrstu tvíburarnir til að leika Bond-stúlkur. Barnastjörnurnar fyrrverandi eru í viðræðum við framleiðendur Bond myndanna um að taka að sér hlutverk Bond-stúlkna á móti Daniel Craig í næstu mynd um spæjarann sjarmerandi.

Ungabarn með byssuleyfi

Bubba Ludwig er 11 mánaða gamall. Hann getur hvorki talað né gengið, en það kemur ekki í veg fyrir að hann fái byssuleyfi í Illinois fylki í Bandaríkjunum.

Maður drekkir sorgum, kona drekkir bíl.

Einn bjór enn kostaði breskan karlmann á þrítugsaldri aleiguna. Jason Wilson, 24 ára gamall maður frá norður Englandi vildi vera aðeins lengur á kránni. Kærastan hans vildi fara heim.

Blóðugur slagur fyrir betri tíð

Söngur, dans, fyllerí og slagsmál. Nei, við erum ekki að tala um íslenskt sveitaball - heldur uppskeruhátíðina Tinka. Í byrjun Maí ár hvert hittast þúsundir Bólivískra frumbyggja í afskekktum þorpum í fjallahéruðum landsins. Þar drekka þeir sig fulla og slást, jarðargyðjunni Bajamama til dýrðar.

Plötusamningur við 8MM

Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum.

Pálmi læknir reynist bræðrabani mesti

„Já, það má segja að Pálmi sé sannkallaður bræðrabani. Hann sló út Gísla og nú Pál Ásgeir Ásgeirsson,“ segir Logi Bergmann Eiðsson Meistarastjóri.

Eiturlyfjaglaðningur í barnaboxi

Átta ára stúlka fékk sérstakan glaðning í barnaboxinu sínu þegar hún heimsótti Macdonalds veitingastað í Illinois í Bandaríkjunum - stóran köggul af maríjúana. Í boxinu voru líka pípa og kveikjari til að njóta glaðningsins.

Mögnuð tónlistarblanda

Goran Bregovic leikur ásamt Wedding & Funeral Band í Laugardalshöllinni annað kvöld. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Vorblóts og Listahátíðar í Reykjavík. Trausti Júlíusson leit yfir fjölbreyttan feril Gorans sem spannar yfir 30 ár.

Lög níunda áratugarins

Safnplatan „100 íslensk 80’s lög á 5 geislaplötum“ kemur út mánudaginn 4. júní. Plöturnar eru fimm saman í einum pakka með hundrað lögum frá níunda áratugnum og eru öll með íslenskum flytjendum.

Sýnir þungarokksþætti á Youtube

Gunnar Guðbjörnsson gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir og setur þá á heimasíðuna Youtube, einn í hverri viku. Changer reið á vaðið og á eftir henni kom hljómsveitin Severed Crotch. Næst á dagskrá eru síðan Momentum og I Adapt.

Lítur upp til McCartneys

Bob Dylan tjáir sig um vinskap sinn við Bítlana og dálæti sitt á Sir Paul McCartney í nýjasta tölublaði Rolling Stone. Hann segir að George Harrison hafi átt erfitt með að hafa sig í frammi með þá John Lennon og Sir Paul McCartney sér við hlið.

Mælt með stofnun Flugminjasafns Íslands

Fyrir rúmu ári skipaði menntamálaráðherra nefnd til að kanna stöðu flugminjasafna á landinu. Nefndinni var falið að sinna eftirfarandi verkefnum sérstaklega:

Listasetur Steinunnar opnað um hvítasunnu

Athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hyggst bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til Skagafjarðar á einkaopnun listasetursins á Hofsósi um hvítasunnuhelgina en starfsemi þess kemst bráðum á fullt skrið.

Imperioli ánægður með Íslandsdvöl

Bandaríski leikarinn Michael Imperioli var gestur hjá David Letterman á þriðjudaginn þar sem hann ræddi um síðustu þætti Sopranos og dvölina á Íslandi.

Höfðuðu mál vegna Brokeback

Tólf ára bandarísk stúlka hefur ásamt afa sínum og ömmu höfðað mál gegn menntamálaráði Chicago eftir að aðstoðarkennari sýndi myndina Brokeback Mountain í skólastund.

Laugardagsstefna um CoBrA

Málþing í tengslum við CoBrA-sýningu Listasafns Íslands verður haldið í safninu á morgun. Fróðleiksfúsum listunnendum gefst þar kostur á að hlýða á erindi og ræða áhrif CoBrA-hreyfingarinnar á Íslandi. Sýningin er liður Listahátíðar í Reykjavík og var opnuð í síðustu viku.

Hrafn á slóðum forfeðranna

„Við vorum bara að athuga hvaðan forfeður ömmu minnar voru og hvar þeir höfðu búið," segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson.

Gróska í óperusmíð

Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum.

Fangelsisvist Parísar stytt

Hótelerfinginn París Hilton þarf ekki að afplána nema um helming 45 daga fangelsisvistar. Að auki verður hún vistuð fjarri öðrum föngum meðan á vist hennar stendur. París mun líklegast afplána 23 daga vist. Ástæða þessa er stefna fangelsisyfirvalda að hvetja fanga til að haga sér vel.

Sofnaði í miðjum póker

„Ég var sybbinn og þreyttur,” segir Gísli Ásgeirsson, þýðandi og þulur. En á dögunum varð sá einstæði atburður að þar sem Gísli sat við og lýsti pókerþætti á Sýn þá sofnaði hann.

Fallegur fjársjóður Bigga

Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári.

Bobby Breiðholt opnar sýningu

„Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna.

Britney ósátt við mömmu

Britney Spears neitaði að heimsækja móður sína, Lynne, þegar hún lá á spítala með lungnabólgu.

Rúnk gefur af sér

Ég hrjáðist eitt sinn af sjúkdómnum „ungur og vitlaus” (og geri líklegast enn) og þess vegna, er ég var spurður að því í vetur hvort ég fílaði ekki sveitina Rúnk, spurði ég kæruleysislega til baka: „Rúnk, var það ekki bara einhver B pönksveit?” Nei, sú var svo sannarlega ekki raunin og fyrir þrekvirki góðra manna komst ég loks yfir einu breiðskífu Rúnks (fyrir utan eina jólaplötu), Ghengi Dahls.

Áhyggjur af ofbeldi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg hefur lýst yfir áhyggjum sínum á ofbeldinu í Darfur-héraði í Súdan. Hann hefur sent bréf til Hu Jintao, forseta Kína, þar sem hann hvetur þjóðina til að setja þrýsting á Súdan um að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna inn í landið.

Áhrif frá ýmsum löndum

Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Listahátíðar hefur mjög gaman af því að elda. Þar sem Listahátíð stendur yfir er mikið að gera hjá henni og hún reynir því að hafa matreiðsluna einfalda og fljótlega þessa dagana.

Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur

Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene.

Amen frá Trössum komin út

Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins.

Nýjar bækur

Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill.

Stafrænn McCartney

Öll lög sem Paul McCartney hefur gefið út á sólóferli sínum og með hljómsveitinni Wings verða fáanleg í stafrænu formi á netinu á næstunni. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvort eða hvenær plötur Bítlanna verði fáanlegar í stafrænni útgáfu.

Trentemøller á morgun

Danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Trentemøller spilar á Gauknum annað kvöld.

Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur

Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð.

Ómar kærir Gauk fyrir meiðyrði

„Ágætt er að fá á hreint hvar mörkin liggja. En ég hef að öðru leyti kosið að tjá mig ekki um málið meðan það er til meðferðar hjá dómstólum,“ segir Ómar R. Valdimarsson, ræðismaður og kynningarfulltrúi. Hann vísar til þess að menn séu ábyrgir orða sinna jafnt á netinu sem annars staðar.

Nýtt nám í MK

Í haust verður í Menntaskólanum í Kópavogi boðið upp á hótelstjórnun, nýtt nám á háskólastigi. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í ein átta ár eða svo,“ sagði Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í MK. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegt nám hafi verið í boði hér á landi áður.

Mótleikur úr Efstaleitinu

Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar.

Neyðarlegt upphlaup Skjás eins

Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarps­stöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir