Fleiri fréttir

Rammskakkt hagsmunamat

Setjum unga fólkið í fyrsta sæti. Hvetjum það til að hittast, hreyfa sig, brasa og lenda í hnjaski. Það fylgir því áhætta að fara úr húsi að morgni og COVID er þar aftarlega á lista yfir áhyggjuefni. Hættum þessu.

Andstaða oddvitans mælist illa fyrir í Valhöll

Marga rak í rogastans á fundi borgarstjórnar í gærkvöld þegar Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokks, flutti tillögu um að fallið yrði frá þéttingaráformum við Háaleitisbraut og Bústaðaveg.

Fjarskiptafrumvarp gæti fælt erlenda fjárfesta

Frumvarp sem veitir ráðherra heimild til að binda erlenda fjárfestingu skilyrðum með vísan til þjóðaröryggis gæti fælt fjárfestingu frá landinu. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands en auk þess telja fjarskiptafyrirtækin að ákvæði laganna kunni að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Hvernig langar þig að hafa það?

Það segir sig sjálft að til þess að sparnaður gangi sem best er mikilvægt að forðast öll neyslulán eins og heitan eldinn. Að setja sér þá reglu að kaupa aldrei neitt og borga síðar þýðir að við getum greitt okkur sjálfum vexti í stað þess að leka mánaðarlega dýrmætu sparifé til annarra.

Kaldur ostur er ekki svalur

Þorramatur Santé er gjörólíkur hinum vel þekktu réttum úr íslenskri sveit. Á borðinu hjá Santé á þorranum eru ekki lundabaggar, selshreifar, súr sundmagi eða bringukollar.

Ólafur Teitur til Carbfix

Ólafur Teitur Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, mun hefja störf hjá fyrirtækinu Carbfix í mars.

Eru íslensk fyrirtæki stöðnuð?

Of margir stjórnendur láta hjá leiðast að velta fyrir sér þjálfun og menntun starfsmanna. Þau segja að þörfin sé ekki fyrir hendi. Á sama tíma benda flestar rannsóknir sem hafa verið að skoða starfsþróun og breytingar á störfum í kringum starfrænar umbreytingar að meira en helmingur starfsmanna þarf verulega þjálfun og menntun til þess að halda í við nýja tækni.

Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans

Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.

Grænar fjárfestingar ekki pólitískari eða umdeildari en margt annað

Lífeyrissjóðurinn Birta telur að aukin áhersla á grænar fjárfestingar á komandi árum, sem fellur undir þau UFS-viðmið sem sjóðurinn hefur sett sér í fjárfestingarstefnu sinni, geti skilað sjóðsfélögum betri ávöxtun til lengri tíma litið. Sjóðurinn stefnir að því að um átta prósent af eignasafni hans verði í slíkum fjárfestingum fyrir árslok 2030. Það er um þrisvar sinnum hærra hlutfall en er í dag.

„Ég fékk þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn“

„Það vakti ekki hrifningu hjá mér hvernig Landsspítalinn nálgaðist fjárlagaumræðuna, mér fannst það ekki sérstaklega trúverðugt, þekkjandi til rekstrar. Ég fékk ekki tilfinningu fyrir því að þarna væri vel farið með opinbert fé. Þvert á móti fékk ég þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn.“

Krónutöluhækkanir komi ekki til greina framvegis

„Það liggur fyrir að lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir. Það stefnir í að kaupmáttaraukning þeirra verði í besta falli engin á mörgum mörkuðum. Það mun hafa áhrif á okkar áherslur. Krónutöluhækkanir koma ekki til greina framvegis," segir Friðrik Jónsson, formaður BHM.

Þórdís Anna komin í stjórn Arctic Adventures

Þórdís Anna Oddsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Arctic Adventures en hún kemur í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem var nýlega ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins.

Sjóðurinn sem selur þegar honum þykir nóg um

Það dró til tíðinda í síðustu viku þegar Gildi lífeyrissjóður seldi megnið af eignarhlut sínum í Skeljungi fyrir 2,3 milljarða króna. Gildi var annar stærsti hluthafinn fyrir söluna með tæp 10,7 prósent en fer nú með 2,7 prósent. Það er ekki algengt að lífeyrissjóður selji hlutfallslega svo mikið í skráðu félagi á einu bretti og þegar svo ber undir er yfirleitt sérstök ástæða að baki.

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára.

Unnur Brá og Steinar Ingi til Guðlaugs Þórs

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, og Steinar Ingi Kolbeins varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna eru sögð munu aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra á kjörtímabilinu.

Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar

Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel.

Benedikt gæti blandað sér í toppslaginn í Reykjavík

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, er sagður liggja undir feldi eftir að samþykkt var að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor, fyrr í vikunni.

Verðbólgudraugar Verbúðar

Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að leggja sitt af mörkum fyrir umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu og stöðugleika. Það er óskandi að hægt sé að ná góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að nauðsynlegu samspili þessara þátta.

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember

Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis

Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis.

Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga

Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns.

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Sjá næstu 50 fréttir