Klinkið

Hættir hjá Landsbankanum og fer til Arctica Finance

Ritstjórn Innherja skrifar
Sveinn hafði starfað sem hlutabréfagreinandi hjá bankanum í liðlega átta ár.
Sveinn hafði starfað sem hlutabréfagreinandi hjá bankanum í liðlega átta ár.

Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið helsti hlutabréfagreinandi Landsbankans á undanförnum árum, hefur hætt störfum hjá bankanum og ráðið sig til Arctica Finance.

Þar mun hann taka til starfa á sviði markaðsviðskipta hjá verðbréfafyrirtækinu, samkvæmt heimildum Innherja.

Sveinn, sem er með um tuttugu ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum, hafði verið hjá Landsbankanum í liðlega átta ár en hann var ráðinn á Hagfræðideild í árslok 2013 til að byggja upp greiningu á hlutabréfum. Að undanförnu hefur hann verið sérfræðingur í markaðsviðskiptum bankans.

Þar áður starfaði Sveinn hjá Lýsingu og Glitni en hann er viðskiptafræðingur að mennt með áherslu á fjármálafræði auk þess að hafa lokið meistaragráðu í nýsköpun- og frumkvöðlafræðum í Svíþjóð.

Til viðbótar hafa tveir aðrir starfsmenn sem eru einnig undir sama sviði Landsbankans – Eignastýring og miðlun – látið af störfum hjá bankanum á síðustu dögum. Það eru þau Kristín Halldórsdóttir, sérfræðingur í eignastýringu og áður staðgengill forstöðumanns, sem mun hafa ráðið sig yfir til Íslandsbanka og þá hefur Marteinn Kristjánsson, sérfræðingur í verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf bankans, sömuleiðis hætt störfum.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Spekileki frá Landsbankanum?

Tíðar mannabreytingar í bankageiranum eru ekki óvanalegar en brotthvarf margra áberandi og háttsettra stjórnenda og starfsmanna í Landsbankanum – allt saman konur – að undanförnu hafa vakið nokkra athygli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×