Klinkið

Unnur Brá og Steinar Ingi til Guðlaugs Þórs

Ritstjórn Innherja skrifar
Steinar Ingi og Unnur Brá koma til með að aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson á kjörtímabilinu.
Steinar Ingi og Unnur Brá koma til með að aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson á kjörtímabilinu.

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, og Steinar Ingi Kolbeins varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna eru sögð munu aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra á kjörtímabilinu.

Þetta herma heimildir Innherja. 

Unnur Brá hefur undanfarið starfað hjá Stjórnarráðinu við að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hún var áður þingmaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi meðal annars embætti forseta þingsins.

Steinar Ingi hefur undanfarin ár starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi í stjórnmálafræði. Auk þess hefur hann starfað sem blaðamaður á mbl.is.

Aðstoðarmenn Guðlaugs voru áður þau Diljá Mist Einarsdóttir, sem nú er orðinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Borgar Þór Einarsson sem tók við stöðu varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES nú um áramótin.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×