Innherji

Þórdís Anna komin í stjórn Arctic Adventures

Ritstjórn Innherja skrifar
pjimage (3)

Þórdís Anna Oddsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Arctic Adventures en hún kemur í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem var nýlega ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins.

Þórdís Anna hóf nýverið störf sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun. Hún flutti sig yfir til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún starfaði við fyrirtækjaráðgjöf í þrjú ár. Þar á undan vann hún í sex ár hjá Icelandair, meðal annars sem forstöðumaður í tekjustýringu og á fjármálasviði.

Þórdís Anna lauk BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MSc í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 2007.

Eigendur Arctic Adventures, sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og velti 6 milljörðum króna áður en heimsfaraldurinn hófst, stefna að því að skrá félagið á markað.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures

Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.