Fleiri fréttir

Tindastóll á sigurbraut á ný

Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 63-90 | Fjórði deildarsigur Vals í röð

Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir.Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Elvar með stórleik í fyrsta Meistaradeildarsigri Rytas

Elvar Már Friðriksson átti virkilega góðan leik fyrir litháíska liðið Rytas Vilnius er liðið vann öruggan 25 stiga sigur gegn Peristeri í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í körfubolta í kvöld, 89-64.

Segir Árna hafa áreitt fleiri stúlkur og þverbrotið siðareglur

Þjálfarinn Árni Eggert Harðarson þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með samskiptum sínum við körfuboltastúlkur undir lögaldri. Samskiptin voru við fleiri stúlkur en hann hefur sjálfur látið uppi og átti hann ætíð sjálfur frumkvæðið að þeim.

„Fram­tíð Lakers eftir LeBron er ekki fögur sjón“

Nei eða já í Lögmál leiksins er fastur liður á Stöð 2 Sport 2 þegar NBA tímabilið er í gangi. Þessi stórskemmtilegi liður var á sínum stað í þættinum sem sýndur var í gærkvöld. Þar var yfir stöðu mála hjá Los Angeles Lakers, Steve Nash vs. Doc Rivers, stöðuna hjá Miami Heat og skipti Donovan Mitchell frá Utah Jazz til Cleveland Cavaliers.

Jón Axel á förum frá Grinda­vík

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.

Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ

Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku.

Lakers liðið vann loksins leik í nótt

Los Angeles Lakers varð síðasta liðið til að vinna leik í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili en langþráður sigur kom í höfn á móti Denver Nuggets.

„Virðist ekkert vera sér­stakur skot­maður“

Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann.

Bucks en ósigraðir eftir fimm leiki

Lið Mailwaukee Bucks hefur heldur betur farið vel af stað í NBA-deildinn í körfubolta, en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í upphafi tímabils. Liðið hafði betur gegn Atlanta Hawks í nótt, 123-115, þar sem Jrue Holiday og Giannis Antetokounmpo fóru fyrir liði Bucks.

Elvar Már og fé­lagar aftur á sigur­braut | Tryggvi Snær enn án sigurs

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Vilnius Rytas unnu nauman tveggja stiga sigur er liðið heimsótti BC Wolves í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 89-91. Liðið hafði tapað þremur deildarleikjum í röð og sigurinn var því langþráður. Á Spáni hefur Zaragoza tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa.

Maté: Sviðið var bara of stórt í dag og við erum að venjast því

Þjálfari Hauka Maté Dalmay var mjög svekktur með sína menn í kvöld og sagði að það þurfti framlag frá mikið fleiri mönnum ef þeir eiga að eiga séns í stóru liðin í deildinni. Haukar töpuðu fyrir Val 77-87 í fjórðu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Þetta var fyrsta tap Hauka í deildinni.

Samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn

Njarðvíkingar tóku Stjörnumenn í kennslustund í Garðabænum í Subway-deild karla í kvöld, í leik sem endaði 67-88 og sigur gestanna í raun aldrei í neinni hættu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði að varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að sigrinum, í bland við vont kvöld Stjörnumanna.

Viðar í banni í kvöld vegna háttsemi sinnar

Viðar Örn Hafsteinsson fær ekki að stýra Hetti í leiknum við Tindastól í kvöld vegna þeirra orða sem hann lét falla eftir tapið gegn Njarðvík, í Subway-deild karla í körfubolta fyrir tveimur vikum.

Lé­legt lið Lakers enn án sigurs

Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks.

Ásta Júlía: Náðum loksins heilum góðum leik

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 18 stig þegar Valur lagði Njarðvík að velli, 69-80, í sjöundu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þar að auki tók hún 12 fráköst og spilaði fantagóða vörn. 

Topp­lið Kefla­víkur og Hauka með góða sigra

Keflavík og Haukar, toppliðin í Subway deild kvenna í körfubolta unnu góða útisigra í kvöld. Haukar gerðu góða ferð í Kópavog og unnu Breiðablik 74-54. Keflavík fór í Grafarvog og lagði Fjölni 91-72.

Sjá næstu 50 fréttir