„Það voru liðsfélagar mínir sem aðstoðuðu mig í að ná að spila svona vel í þessum leik. Það var góð liðsheild sem lagði grunninn að þessum sigri," sagði Ásta Júlía um eigin spilamennsku.
„Við náðum loksins heilsteyptri og góðri frammistöðu bæði í vörn og sókn nánast allan leikinn. Það er mjög jákvætt og þessi sigur var verskuldaður," sagði miðherjinn enn fremur.
„Nú er bara að byggja á þessu og halda stöðugleika í næstu leikjum. Það er markmiðið að halda áfram þeim stíganda sem við höfum verið að sýna," sagði hún um framhaldið.