Körfubolti

Ásta Júlía: Náðum loksins heilum góðum leik

Hjörvar Ólafsson skrifar
307696025_8461063900572187_8391833991119558615_n

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 18 stig þegar Valur lagði Njarðvík að velli, 69-80, í sjöundu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þar að auki tók hún 12 fráköst og spilaði fantagóða vörn. 

„Það voru liðsfélagar mínir sem aðstoðuðu mig í að ná að spila svona vel í þessum leik. Það var góð liðsheild sem lagði grunninn að þessum sigri," sagði Ásta Júlía um eigin spilamennsku. 

„Við náðum loksins heilsteyptri og góðri frammistöðu bæði í vörn og sókn nánast allan leikinn. Það er mjög jákvætt og þessi sigur var verskuldaður," sagði miðherjinn enn fremur. 

„Nú er bara að byggja á þessu og halda stöðugleika í næstu leikjum. Það er markmiðið að halda áfram þeim stíganda sem við höfum verið að sýna," sagði hún um framhaldið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×