Körfubolti

Steve Nash rekinn frá Brooklyn Nets

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steve Nash hefur verið látinn fara frá Brooklyn Nets.
Steve Nash hefur verið látinn fara frá Brooklyn Nets. Dustin Satloff/Getty Images

Körfuboltaþjálfarinn Steve Nash hefur verið vikið úr starfi sínu sem þjálfari NBA-liðsins Brooklyn Nets.

Brooklyn hefur farið illa af stað á tímabilinu þar sem liðið hefur aðeins unni tvo af sínum fyrstu sjö leikjum og situr í tólfta sæti austurdeildarinnar.

Nash tók við Brooklyn Nets í september árið 2020 og undir hans stjórn hefur liðið unnið 94 leiki og tapað 67. Gengi liðsins í úrslitakeppninni hefur hins vegar verið afleitt undir hans stjórn þar sem liðið hefur aðeins unnið eitt einvígi.

„Ég óska Nets allrar þeirrar velgengni sem í boði er og við í Nash fjölskyldunni munum styðja okkar lið á meðan það snýr gengi tímabilsins við,“ skrifaði þjálfarinn meðal annars í tilkynningu sinni þar sem hann þakkar öllum hjá Brooklyn Nets fyrir tíma sinn hjá liðinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×