Körfubolti

LeVert og Mitchel báðir með risaleik er Cavaliers hafði betur gegn Celtics

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Donovan Mitchell og Caris LeVert skoruðu samtals 82 stig fyrir Cleveland Cavaliers í nótt.
Donovan Mitchell og Caris LeVert skoruðu samtals 82 stig fyrir Cleveland Cavaliers í nótt. Maddie Meyer/Getty Images

Caris LeVert og Donovan Mitchell skoruðu báðir 41 stig fyrir Cleveland Cavaliers er liðið vann níu stiga sigur gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í framlengdum leik í nótt, 132-123.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem heimamenn frá Boston skoruðu 34 stig gegn 33 stigum gestanna bauð leikurinn upp á miklar sveiflur. 

Boston-liðið hafði nokkra yfirburði í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði hvorki meira né minna en 41 stig og staðan í hálfleik var 75-62, Celtics í vil.

Gestirnir frá Cleveland reyndust þó sterkari í síðari hálfleik og liðið saxaði á forskot heimamanna jafnt og þétt. Munurinn á liðunum var kominn niður í fjögur stig að loknum þriðja leikhluta og þegar lokaflautið gall var allt jafnt, 114-114, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Í framlengingunni reyndust gestirnir sterkari þar sem liðið skoraði 18 stig gegn aðeins níu stigum heimamanna og niðurstaðan varð því níu stiga sigur Cavaliers, 132-123.

Caris LeVert og Donovan Mitchell áttu báðir stórleik í liði Cleveland þar sem þeir skoruðu báðir 41 stig. Í liði Boston Celtics voru það Jaylen Brown og Jayson Tatum sem voru atkvæðamestir, báðir með 32 stig.

Úrslit næturinnar

Atlanta Hawks 136-112 Detroit Pistons

Charlotte Hornets 93-113 Orlando Magic

Cleveland Cavaliers 132-123 Boston Celtics

Philadelphia 76ers 112-90 Toronto Raptors

Indiana Pacers 127-117 Washington Wizards

New York Knicks 108-119 Milwaukee Bucks

Los Angeles Lakers 102-111 Minnesota Timberwolves

Chicago Bulls 124-129 San Antonio Spurs

Utah Jazz 101-117 Denver Nuggets

New Orleans Pelicans 111-124 Phoenix Suns

Houston Rockets 111-125 Portland Trailblazers

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×