LeVert og Mitchel báðir með risaleik er Cavaliers hafði betur gegn Celtics Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 10:01 Donovan Mitchell og Caris LeVert skoruðu samtals 82 stig fyrir Cleveland Cavaliers í nótt. Maddie Meyer/Getty Images Caris LeVert og Donovan Mitchell skoruðu báðir 41 stig fyrir Cleveland Cavaliers er liðið vann níu stiga sigur gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í framlengdum leik í nótt, 132-123. Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem heimamenn frá Boston skoruðu 34 stig gegn 33 stigum gestanna bauð leikurinn upp á miklar sveiflur. Boston-liðið hafði nokkra yfirburði í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði hvorki meira né minna en 41 stig og staðan í hálfleik var 75-62, Celtics í vil. Gestirnir frá Cleveland reyndust þó sterkari í síðari hálfleik og liðið saxaði á forskot heimamanna jafnt og þétt. Munurinn á liðunum var kominn niður í fjögur stig að loknum þriðja leikhluta og þegar lokaflautið gall var allt jafnt, 114-114, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Í framlengingunni reyndust gestirnir sterkari þar sem liðið skoraði 18 stig gegn aðeins níu stigum heimamanna og niðurstaðan varð því níu stiga sigur Cavaliers, 132-123. Caris LeVert og Donovan Mitchell áttu báðir stórleik í liði Cleveland þar sem þeir skoruðu báðir 41 stig. Í liði Boston Celtics voru það Jaylen Brown og Jayson Tatum sem voru atkvæðamestir, báðir með 32 stig. Caris LeVert and Donovan Mitchell put on a show as they combined for 82 POINTS in the @cavs' OT win! #LetEmKnow@CarisLeVert: 41 PTS, 7 AST, 3 STL, 6 3PM@spidadmitchell: 41 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/82iqunQ8Dv— NBA (@NBA) October 29, 2022 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 136-112 Detroit Pistons Charlotte Hornets 93-113 Orlando Magic Cleveland Cavaliers 132-123 Boston Celtics Philadelphia 76ers 112-90 Toronto Raptors Indiana Pacers 127-117 Washington Wizards New York Knicks 108-119 Milwaukee Bucks Los Angeles Lakers 102-111 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 124-129 San Antonio Spurs Utah Jazz 101-117 Denver Nuggets New Orleans Pelicans 111-124 Phoenix Suns Houston Rockets 111-125 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem heimamenn frá Boston skoruðu 34 stig gegn 33 stigum gestanna bauð leikurinn upp á miklar sveiflur. Boston-liðið hafði nokkra yfirburði í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði hvorki meira né minna en 41 stig og staðan í hálfleik var 75-62, Celtics í vil. Gestirnir frá Cleveland reyndust þó sterkari í síðari hálfleik og liðið saxaði á forskot heimamanna jafnt og þétt. Munurinn á liðunum var kominn niður í fjögur stig að loknum þriðja leikhluta og þegar lokaflautið gall var allt jafnt, 114-114, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Í framlengingunni reyndust gestirnir sterkari þar sem liðið skoraði 18 stig gegn aðeins níu stigum heimamanna og niðurstaðan varð því níu stiga sigur Cavaliers, 132-123. Caris LeVert og Donovan Mitchell áttu báðir stórleik í liði Cleveland þar sem þeir skoruðu báðir 41 stig. Í liði Boston Celtics voru það Jaylen Brown og Jayson Tatum sem voru atkvæðamestir, báðir með 32 stig. Caris LeVert and Donovan Mitchell put on a show as they combined for 82 POINTS in the @cavs' OT win! #LetEmKnow@CarisLeVert: 41 PTS, 7 AST, 3 STL, 6 3PM@spidadmitchell: 41 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/82iqunQ8Dv— NBA (@NBA) October 29, 2022 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 136-112 Detroit Pistons Charlotte Hornets 93-113 Orlando Magic Cleveland Cavaliers 132-123 Boston Celtics Philadelphia 76ers 112-90 Toronto Raptors Indiana Pacers 127-117 Washington Wizards New York Knicks 108-119 Milwaukee Bucks Los Angeles Lakers 102-111 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 124-129 San Antonio Spurs Utah Jazz 101-117 Denver Nuggets New Orleans Pelicans 111-124 Phoenix Suns Houston Rockets 111-125 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Atlanta Hawks 136-112 Detroit Pistons Charlotte Hornets 93-113 Orlando Magic Cleveland Cavaliers 132-123 Boston Celtics Philadelphia 76ers 112-90 Toronto Raptors Indiana Pacers 127-117 Washington Wizards New York Knicks 108-119 Milwaukee Bucks Los Angeles Lakers 102-111 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 124-129 San Antonio Spurs Utah Jazz 101-117 Denver Nuggets New Orleans Pelicans 111-124 Phoenix Suns Houston Rockets 111-125 Portland Trailblazers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu