Samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 22:47 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar tóku Stjörnumenn í kennslustund í Garðabænum í Subway-deild karla í kvöld, í leik sem endaði 67-88 og sigur gestanna í raun aldrei í neinni hættu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði að varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að sigrinum, í bland við vont kvöld Stjörnumanna. „Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Sjá meira
„Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56