Körfubolti

Lakers liðið vann loksins leik í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James fagnar sigri Los Angeles Lakers liðsins á Denver Nuggets í nótt.
LeBron James fagnar sigri Los Angeles Lakers liðsins á Denver Nuggets í nótt. AP/Michael Owen Baker

Los Angeles Lakers varð síðasta liðið til að vinna leik í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili en langþráður sigur kom í höfn á móti Denver Nuggets.

Lakers vann leikinn 121-110 en þetta var jafnframt fyrsti sigurleikur þjálfarans Darvin Ham með liðið.

Fyrir leikinn höfðu öll hin tuttugu og níu lið NBNA-deildarinnar náð að vinna þvi Lakers menn höfðu tapað fimm fyrstu leikjum sínum.

LeBron James skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Lakers og Anthony Davis var með 23 stig og 15 fráköst. Russell Westbrook kom af bekknum og var með 18 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Lakers vann með 18 stigum þann tíma sem Westbrook spilaði.

„Við þurftum að sanna sitthvað fyrir okkur sjálfum, ekki fyrir heiminum og ekki fyrir fjölmiðlum. Við þurfum að sanna þetta fyrir okkur sjálfum. Ég er ánægður hvernig við brugðumst við öllu í þessum leik,“ sagði Darvin Ham, þjálfari Lakers.

Meistarar Golden State Warriors töpuðu aftur á móti öðrum leiknum í röð og þeim þriðja í síðustu fjórum leikjum þegar liðið lá 114-128 á móti Detroit Pistons.

  • Úrsltin í NBA í nótt:
  • Phoenix Suns-Houston Rockets 124-109
  • Los Angeles Lakers-Denver Nuggets 121-110
  • Dallas Mavericks-Orlando Magic 114-105
  • San Antonio Spurs-Minnesota Timberwolves 107-98
  • Boston Celtics-Washington Wizards 112-94
  • Cleveland Cavaliers-New York Knicks 121-108
  • Detroit Pistons-Golden State Warriors 128-114
  • Los Angeles Clippers-New Orleans Pelicans 91-112
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×