Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2022 20:39 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með karakter Grindavíkurliðsins í kvöld og staðfesti að breytingar yrðu gerðar á leikmannahópi liðsins á næstunni. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. „Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
„Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10