Viðar í banni í kvöld vegna háttsemi sinnar Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 15:02 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson fær ekki að stýra Hetti í leiknum við Tindastól í kvöld vegna þeirra orða sem hann lét falla eftir tapið gegn Njarðvík, í Subway-deild karla í körfubolta fyrir tveimur vikum. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér. Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér.
Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins