„Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 21:46 Antonio Keyshawn Woods átti ekki sinn besta leik á Egilsstöðum. Körfuboltakvöld Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann. „Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
„Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti