Körfubolti

Sex tapaðir boltar á 15 sekúndum: „Þess vegna eru þessi lið neðst“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Þórs og KR töpuðu boltunum til skiptis.
Leikmenn Þórs og KR töpuðu boltunum til skiptis. Vísir/Stöð 2 Sport

Leikur Þórs Þorlákshafnar og KR var til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi þar sem meðal annars var sýnt frá því þegar liðin töpuðu boltanum sex sinnum á aðeins 15 sekúndna kafla í þriðja leikhluta.

„Við urðum vitni að fyndinni sókn í þriðja leikhlutanum. Hjá báðum liðum í rauninni,“ sagði Hörður Unnsteinsson, stjórnandi þáttarins áður en myndbrotið var spilað.

„Ég talaði um það að þess vegna eru þessi lið neðst,“ bætti Teitur Örlygsson við áður en við sáum liðin tapa boltanum trekk í trekk.

Alls tókst liðunum að tapa boltanum til andstæðingsins sex sinnum á aðeins 15 sekúndna kafla, en myndband af þessum skondnu sekúndum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Sex tapaðir boltar á 15 sekúndum

Þór Þorlákshöfn og KR hafa ekki byrjað tímabilið vel og fyrir leikinn höfðu bæði lið tapað öllum þrem leikjum sínum í upphafi tímabils. KR-ingar höfðu þó betur í þessu uppgjöri stigalausu liðanna síðastliðinn fimmtudag, lokatölur 118-121 eftir framlengdan leik.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×