Körfubolti

Bucks en ósigraðir eftir fimm leiki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jrue Holiday skoraði 34 stig fyrir Milwaukee Bucks í nótt.
Jrue Holiday skoraði 34 stig fyrir Milwaukee Bucks í nótt. John Fisher/Getty Images

Lið Mailwaukee Bucks hefur heldur betur farið vel af stað í NBA-deildinn í körfubolta, en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í upphafi tímabils. Liðið hafði betur gegn Atlanta Hawks í nótt, 123-115, þar sem Jrue Holiday og Giannis Antetokounmpo fóru fyrir liði Bucks.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í leik næturinnar og eftir fyrsta leikhluta höfðu heimamenn í Bucks aðeins tveggja stiga forskot. Liðið jók forskot sitt lítillega í öðrum leikhluta, en þegar liðin gengu inn í hálfleikshléið var staðan 59-51, Bucks í vil.

Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik, en þrátt fyrir jafnan leik náðu gestirnir ekki að brúa bilið og niðurstaðan varð átta stiga sigur Bucks, 123-115.

Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday fóru fyrir liði Bucks og skoruðu 34 stig hvor. Giannis skoraði 30 af 34 stigum sínum í síðari hálfleik og tók einnig 17 fráköst á meðan Holiday gaf 12 stoðsendingar.

Í liði gestanna frá Atlanta var Trae Young atkvæðamestur með 42 stig ásamt því að taka fimm fráköst og gefa sex stoðsendingar.

Úrslit næturinnar

Miami Heat 113-119 Sacramento Kings

Golden State Warriors 113-120 Charlotte Hornets

Indiana Pacers 125-116 Brooklyn Nets

Philadelphia 76ers 114-109 Chicago Bulls

Atlanta Hawks 115-123 Milwaukee Bucks

Oklahoma City Thunder 117-111 Dallas Mavericks

Memphis Grizzlies 123-124 Utah Jazz

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×