Leikmaður Indiana Pacers segir Lakers ætti að ná í sig og liðsfélaga sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 15:01 Myles Turner treður boltanum í körfuna í leik með Indiana Pacers. AP/Nick Wass Myles Turner, miðherji Indiana Pacers, vill að Los Angeles Lakers skoði betur að sækja sig til Indiana. Los Angeles Lakers og Indiana Pacers ræddu möguleg leikmannaskipti í sumar þar sem Indiana átti að fá Russell Westbrook og valrétti í skiptum fyrir Myles Turner og Buddy Hield. Þær viðræður leystust upp og ekkert varð að slíkum skiptum. Westbrook er enn að spila hjá Lakers en kemur nú inn af bekknum. „Ef ég væri Lakers þá myndi ég skoða þetta betur miðað við þá stöðu sem þeir eru í,“ sagði Myles Turner í viðtali í hlaðvarpsþættinum „The Woj Pod“ á ESPN. Should the Lakers give up the two picks? Full audio of Pacers center Myles Turner on The Woj Pod: https://t.co/yP00bwvnMZ pic.twitter.com/GZvSg9BLyp— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2022 „Ég veit að ég get komið með góða hluti inn í liðið, leiðtogahæfni, varin skot, þriggja stiga skot og bara hæfileika mína að skila góðum hlutum inn á vellinum,“ sagði Turner. „Þeir ættu að skoða þetta mjög vel en hvað varðar þessa ákvörðun þá fæ ég borgað fyrir að taka skot en ekki að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Turner. Lakers vill helst ekki missa valrétti sína 2027 og 2029 enda gæti verið erfitt án þeirra að sækja næga hjálp fyrir stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis. Lakers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum en vann loksins í síðasta leik. Þá voru öll hin lið NBA búin að vinna. Indiana Pacers hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum. Not in Myles Turner's paint! @Pacers lead early on ESPN pic.twitter.com/QfmuNHFnSb— NBA (@NBA) October 29, 2022 Turner er 26 ára gamall miðherji sem er að spila sitt áttunda tímabil með Indiana. Hann er með 12,7 stig, 6,7 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali á NBA-ferlinum þar sem hann hefur nýtt 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Buddy Hield er 29 ára gamall skotbakvörður og ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar. Hann hefur skoraði 15,9 stig í leik á NBA-ferlinu og er með rétt tæplega fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. Á þessu tímabili er Hield með 17,1 stig í leik og 44,6 prósent þriggja stiga nýtingu. Turner er með 16,0 stig, 8,0 fráköst og 4,5 varin skot í leik. NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Los Angeles Lakers og Indiana Pacers ræddu möguleg leikmannaskipti í sumar þar sem Indiana átti að fá Russell Westbrook og valrétti í skiptum fyrir Myles Turner og Buddy Hield. Þær viðræður leystust upp og ekkert varð að slíkum skiptum. Westbrook er enn að spila hjá Lakers en kemur nú inn af bekknum. „Ef ég væri Lakers þá myndi ég skoða þetta betur miðað við þá stöðu sem þeir eru í,“ sagði Myles Turner í viðtali í hlaðvarpsþættinum „The Woj Pod“ á ESPN. Should the Lakers give up the two picks? Full audio of Pacers center Myles Turner on The Woj Pod: https://t.co/yP00bwvnMZ pic.twitter.com/GZvSg9BLyp— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2022 „Ég veit að ég get komið með góða hluti inn í liðið, leiðtogahæfni, varin skot, þriggja stiga skot og bara hæfileika mína að skila góðum hlutum inn á vellinum,“ sagði Turner. „Þeir ættu að skoða þetta mjög vel en hvað varðar þessa ákvörðun þá fæ ég borgað fyrir að taka skot en ekki að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Turner. Lakers vill helst ekki missa valrétti sína 2027 og 2029 enda gæti verið erfitt án þeirra að sækja næga hjálp fyrir stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis. Lakers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum en vann loksins í síðasta leik. Þá voru öll hin lið NBA búin að vinna. Indiana Pacers hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum. Not in Myles Turner's paint! @Pacers lead early on ESPN pic.twitter.com/QfmuNHFnSb— NBA (@NBA) October 29, 2022 Turner er 26 ára gamall miðherji sem er að spila sitt áttunda tímabil með Indiana. Hann er með 12,7 stig, 6,7 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali á NBA-ferlinum þar sem hann hefur nýtt 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Buddy Hield er 29 ára gamall skotbakvörður og ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar. Hann hefur skoraði 15,9 stig í leik á NBA-ferlinu og er með rétt tæplega fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. Á þessu tímabili er Hield með 17,1 stig í leik og 44,6 prósent þriggja stiga nýtingu. Turner er með 16,0 stig, 8,0 fráköst og 4,5 varin skot í leik.
NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira