Fleiri fréttir

Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við.

Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku.

Sigfús hefur áhyggjur af gömlu stöðunni sinni

Sigfús Sigurðsson hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á HM og segir það geta náð langt. Hann hefur þó smá áhyggjur af gömlu stöðunni sinni, á línunni.

„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla.

„Við höfum bara ekki í lent í öðru eins“

Fordæmalaus eftirspurn hefur verið eftir landsliðstreyju Íslands í handbolta í aðdraganda komandi heimsmeistaramóts. Markaðsstjóri HSÍ segir treyjusöluna síðustu vikur vera á pari við síðustu 18 mánuðina á undan.

Leikmaður danska landsliðsins í einangrun

Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót.

Annáll Olís-deildar karla: Valsmenn öðrum framar

Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild karla var gert upp en Valsmenn unnu alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili.

Annáll Olís-deildar kvenna: Framkonur komu, sáu og sigruðu

Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild kvenna var gert upp en þar voru það Framkonur sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Eyja­menn bæta við sig mark­verði

Lið ÍBV í Olís deild karla í handbolta hefur bætt við sig markverði fyrir komandi átök á nýju ári. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins.

Grátlegt tap í úrslitum eftir vítakastkeppni

Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Þjóðverjum í úrslitum Sparkassen bikarsins í Þýskalandi í kvöld. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 26-26 og því réðust úrslitin í vítakastkeppni.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár.

Karlalið Vals lið ársins

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Þórir þjálfari ársins annað árið í röð

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Kóreumenn stóðu í Pólverjum í æfingaleik fyrir HM

Suður-Kórea mátti þola fjögurra marka tap er liðið mætti Pólverjum í æfingaleik fyrir HM í handbolta, 31-27. Kóreumenn verða með okkur Íslendingum í D-riðli þegar HM hefst eftir tæpar tvær vikur.

„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem í­þrótta­maður verður þú að leyfa þér að dreyma“

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“

Sara Odden aftur á Ás­velli

Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Sara Odden hefur samið við liðið á nýjan leik og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils hið minnsta.

Lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi

Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV í Olís deild karla í handbolta, sem óvænt var lánaður til Alpla Hard í Austurríki tímabundið í vetur segir það hafa verið lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi.

„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“

Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið.

„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“

Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar.

Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“

Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum.

Svona var HM-hópurinn tilkynntur

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn sem fer á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir