Handbolti

Karlalið Vals lið ársins

Ingvi Þór Sæmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa
Karlalið Vals er lið ársins.
Karlalið Vals er lið ársins. Vísir/Hulda Margrét

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Valsmenn unnu þrefalt á síðasta tímabili; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Þeir töpuðu aðeins einum leik í úrslitakeppninni. Þeir unnu Meistarakeppni HSÍ í byrjun þessa tímabils og hafa unnið sjö titla í röð. Þá gerði Valur það gott í Evrópudeildinni.

Valur fékk 111 atkvæði í kjörinu, 26 stigum meira en karlalandsliðið í handbolta sem endaði í 6. sæti á EM í janúar og vann níu af tólf leikjum sínum á árinu.

Í 3. sæti í kjörinu varð kvennalandsliðið í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM í Englandi í sumar.

Lið ársins 2022 – stigin

1.Valur, meistaraflokkur karla í handbolta – 111

2.Íslenska karlalandsliðið í handbolta – 85

3.Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta – 19

4.Valur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta – 16

Breiðablik, meistaraflokkur karla í fótbolta – 16

6. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta – 14

7.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum – 11

8.Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfubolta – 7

Alls tók 31 íþróttafréttamaður þátt í kjörinu og valdi hver og einn bestu lið ársins að sínu mati. Efsta sæti gaf fimm stig, 2. sæti þrjú stig og það þriðja eitt stig.


Tengdar fréttir

Þórir þjálfari ársins annað árið í röð

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×